„Alltof snemmt að spá fyrir um goslok“

Eldgos í Geldingadölum | 2. október 2021

„Alltof snemmt að spá fyrir um goslok“

Sigþrúður Ármanssdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, segir í samtali við mbl.is að ekki sé tímabært að tala um goslok í Geldingadölum en kviku­streymi frá gígn­um hef­ur ekk­ert verið síðan 18. september.

„Alltof snemmt að spá fyrir um goslok“

Eldgos í Geldingadölum | 2. október 2021

Kviku­streymi frá gígn­um hef­ur ekk­ert verið síðan 18. september.
Kviku­streymi frá gígn­um hef­ur ekk­ert verið síðan 18. september. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sigþrúður Ármanssdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, segir í samtali við mbl.is að ekki sé tímabært að tala um goslok í Geldingadölum en kviku­streymi frá gígn­um hef­ur ekk­ert verið síðan 18. september.

Sigþrúður Ármanssdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, segir í samtali við mbl.is að ekki sé tímabært að tala um goslok í Geldingadölum en kviku­streymi frá gígn­um hef­ur ekk­ert verið síðan 18. september.

„Það hefur ekkert bætt í rúmmál hraunsins í tvær vikur en það er alltof snemmt að spá fyrir um goslok.“

Land rís við Öskju með jöfnum hraða

Vísindamenn fylgjast nú einnig grannt með jarðskorpuhreyfingum við Öskju, en land hefur tekið að rísa þar eftir langt tímabil þar sem þrýstingur minnkaði og landsig átt sér stað.

Sigþrúður segir að land haldi áfram að rísa í vesturjaðri Öskjuvatns og með nokkuð jöfnum hraða. „Við getum hins vegar ekki spáð fyrir hvort það byrji að gjósa þar.“

Vísindaráð almannavarna fundaði á fimmtudag til að ræða virknina á Reykjanesskaga og við Öskju. Ráðið mun funda aftur eftir tvær vikur um virknina við Öskju og í framhaldinu stilla upp mögulegum sviðsmyndum um þróun mála við eldstöðina.

mbl.is