„Hvílir mikil leynd yfir þessu öllu“

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 24. apríl 2024

„Hvílir mikil leynd yfir þessu öllu“

Grindvíkingar ætla að efna til samstöðumótmæla á Austurvelli klukkan 17 á föstudag þar sem þeir ætla að mótmæla vinnubrögðum Fasteignafélagsins Þórkötlu.

„Hvílir mikil leynd yfir þessu öllu“

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 24. apríl 2024

Frá mótmælafundi Grindvíkinga á Austurvelli í síðustu viku.
Frá mótmælafundi Grindvíkinga á Austurvelli í síðustu viku. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Grindvíkingar ætla að efna til samstöðumótmæla á Austurvelli klukkan 17 á föstudag þar sem þeir ætla að mótmæla vinnubrögðum Fasteignafélagsins Þórkötlu.

Grindvíkingar ætla að efna til samstöðumótmæla á Austurvelli klukkan 17 á föstudag þar sem þeir ætla að mótmæla vinnubrögðum Fasteignafélagsins Þórkötlu.

Þetta verða önnur samstöðumótmæli Grindvíkinga gagnvart Þórkötlu og helsta krafa mótmælanna er uppkaup og uppgjör strax.

„Við ætlum að mótmæla vinnubrögðum Þórkötlu eða þá má segja engum vinnubrögðum. Það virðist ríkja mikil leynd yfir öllu og við fáum engin svör,“ segir Dagmar Valsdóttir við mbl.is en hún er í forsvari fyrir mótmælunum.

Hún segist ekki skilja hvers vegna uppkaup Þórkötlu á eignum Grindvíkinga gangi ekki hraðar en raun ber vitni en þeir sem fengu umsókn sína samþykkta í kjölfar þeirra aðgerða þurfi að bíða í um þrjár vikur til viðbótar eftir greiðslu frá félaginu.

Fólk fær engin svör

„Maður skilur ekki hvernig þetta virkar og af hverju þetta gengur ekki hraðar. Hvernig getur verið að það sé búið að lofa okkur að það taki fimm daga um leið og við sækjum um en svo er fólk að bíða í allt að 15-20 daga. Þetta er alltaf að lengjast,“ segir Dagmar.

Grindvíkingar eru afar ósáttir með vinnubrögð Fasteignafélagsins Þórkötlu.
Grindvíkingar eru afar ósáttir með vinnubrögð Fasteignafélagsins Þórkötlu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Dagmar segir að fólk fái engin svör við spurningum sínum og hún segir að vinnubrögðin ófagmannleg.

„Sumir fá svör um að þeir séu númer átta eða tíu í röðinni en samt hafa þeir ekki enn fengið greitt. Þetta átti að fara eftir röð. Svo er talað um að þeir sem eru með lífeyrislán eins og ég að þá muni fara af stað flóknara ferli. Við vitum ekkert af hverju og það hvílir mikil leynd yfir þessu öllu.“

Hún segist ekki skilja hvers vegna Grindvíkingar þurfi að vera einhver tilraunardýr fyrir nýja tækni sem sé að gera alla brjálaða og örvæntingafulla.

Dagmar vonast til að Grindvíkingar og aðrir fjölmenni á Austurvöll á föstudaginn og leggist á eitt að mótmæla vinnubrögðum Fasteignafélagsins Þórkötlu.

mbl.is