Guðmundur Hilmarsson

Guðmundur hefur verið blaðamaður á íþróttadeild Morgunblaðsins og mbl.is frá árinu 2000 og áður á DV 1989-2000. Guðmundur stundaði nám við Flensborgarskólann og Lögregluskóla ríkisins.

Yfirlit greina

Stefán áfram í Ungverjalandi næstu árin

13.7. Landsliðsmaðurinn Stefán Rafn Sigurmannsson hefur framlengt samning sinn við ungverska meistaraliðið Pick Szeged.  Meira »

Vongóður um að Heimir verði áfram

9.7. Guðni Bergsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, er vongóður um að Heimir Hallgrímsson haldi áfram starfi sínu sem þjálfari karlalandsliðsins í knattspyrnu. Meira »

Þetta var algjört rugl

7.7. „Við erum súrir með þessi úrslit og sérstaklega vegna allrar þeirra vinnu sem við lögðum í þennan leik,“ sagði Björn Berg Bryde, fyrirliði Grindvíkinga, við mbl.is eftir 2:1 tap gegn FH-ingum í fyrsta leik 12. umferðar í Pepsi-deild karla í knattspyrnu en liðin áttust við í Kaplakrika í dag. Meira »

Stoltur en þetta er gríðarlega svekkjandi

26.6. „Þetta er svekkjandi því við vorum svo nálægt þessu. Við fengum ótrúlega mikið af stórum tækifærum til að setja hann og ég fékk m.a nokkur," sagði Birkir Bjarnason eftir 2:1-tapið á móti Króatíu í kvöld. Ísland er úr leik á HM vegna tapsins. Meira »

Það skemmtilegasta sem við höfum upplifað

26.6. „Við erum vitaskuld mjög svekktir því við vorum gríðarlega nálægt þessu í stöðunni 1:1 og við vissum að Argentína myndi vinna sinn leik,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson við mbl.is eftir ósigurinn gegn Króötum í lokaumferð riðlakeppninnar á HM í knattspyrnu í kvöld. Meira »

Björn setti fyrsta markið á Rostov Arena (myndskeið)

25.6. Landsliðsmaðurinn Björn Bergmann Sigurðarson skoraði fyrsta markið sem skorað var á Rostov Arena leikvanginum en þar mætast Íslendingar og Króatar í lokaumferðinni í D-riðlinum á HM í knattspyrnu á morgun. Meira »

Líklegt byrjunarlið gegn Króötum

25.6. Góðar líkur eru á að Jóhann Berg Guðmundsson geti spilað gegn Króötum þegar Íslendingar og Króatar mætast í lokaumferð D-riðilsins á HM á Rostov Arena leikvanginum í Rostov á morgun. Meira »

Allir með á æfingunni í Rostov

25.6. Íslenska landsliðið er þessa stundina á æfingu á Rostov Arena leikvanginum en þar mætir það Króötum í lokaumferð riðlakeppninnar á HM á morgun. Meira »

Aron Rafn til Hamburg

12.7. Landsliðsmarkvörðurinn Aron Rafn Eðvarðsson er genginn í raðir þýska B-deildarliðsins HSV Hamburg en hann skrifaði undir samninginn við félagið að undangenginni læknisskoðun. Meira »

„Mér er létt“

7.7. Ólafi Helga Kristjánssyni, þjálfara FH, var létt eftir að hafa séð lærisveina sína leggja Grindvíkinga að velli 2:1 þegar liðin áttust við í 12. umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu í Kaplakrika í dag. Meira »

FH-ingar komnir í þriðja sætið

7.7. FH-ingar lyftu sér upp í þriðja sæti í Pepsi-deild karla í knattspyrnu í dag eftir 2:1 sigur á heimavelli gegn Grindvíkingum í fyrsta leik 12. umferðar deildarinnar þar sem tvö rauð spjöld fóru á loft. Meira »

Göngum stoltir frá borði

26.6. „Já vissulega voru þetta þung spor út af vellinum en ég er ótrúlega stoltur af liðinu. Þetta var besti leikur okkar í keppninni en því miður dugði það ekki til,“ sagði Sverrir Ingi Ingason miðvörður íslenska landsliðsins í knattspyrnu eftir tapið gegn Króötum í kvöld sem gerði það af verkum að Ísland er úr leik á HM. Meira »

„Allir elska Messi“

25.6. „Við elskum þennan frábæra leikmann, Messi, allir elska hann,“ sagði Þjóðverjinn Gernot Rohr landsliðsþjálfari Nígeríu við fréttamenn í dag en Nígería og Argentína eigast við í lokaumferð riðlakeppninnar á HM á morgun. Á sama tíma leika Ísland og Króatía en Nígería, Ísland og Argentína berjast um að fylgja Króatíu áfram í 16-liða úrslitin. Meira »

Uppselt á leikinn - Tvö þúsund Íslendingar

25.6. Uppselt er á leik Íslands og Króatíu sem mætast á Rostov Arena leikvanginum á morgun í lokaumferð D-riðilsins á HM í knattspyrnu. Meira »

Met fellur á HM í dag

25.6. Þrátt fyrir leikur Egypta og Sádi-Araba á HM sé þýðingarlaus þar sem hvorugt liðanna á möguleika á að komast í 16-liða úrslitin fellur met í sögu heimsmeistarakeppni karla í knattspyrnu. Meira »

Skil áhyggjur Argentínumanna

24.6. „Ég skil áhyggjur Argentínumanna og ósk þeirra að við stillum upp okkar sterkasta liði á móti Íslendingum,“ segir króatíski landsliðsmaðurinn Dejan Lovren og leikmaður Liverpool. Meira »