Guðmundur Hilmarsson

Guðmundur hefur verið blaðamaður á íþróttadeild Morgunblaðsins og mbl.is frá árinu 2000 og áður á DV 1989-2000. Guðmundur stundaði nám við Flensborgarskólann og Lögregluskóla ríkisins.

Yfirlit greina

„Er að dýfa tánni í laugina“

16.4. „Nafnið mitt er komið inn í pottinn og með þessu erum við að reyna að fá athygli frá NBA-liðunum. Það má kannski orða þetta þannig að maður sé að dýfa tánni ofan í laugina,“ sagði körfuknattleiksmaðurinn Tryggvi Snær Hlinason í samtali við mbl.is en búið er að senda nafn hans inn fyrir nýliðavalið í NBA-deildinni sem verður í júní. Meira »

Hef engar áhyggjur af næstu leikjum

13.4. „Ég veit ekki hvort þetta var eitthvað kæruleysi hjá okkur undir lok leiksins en við hleyptum þessu upp í óþarfa spennu,“ sagði FH-ingurinn Gísli Þorgeir Kristjánsson við mbl.is eftir sigurinn gegn Aftureldingu í fyrstu rimmu liðanna í úrslitakeppni úrvalsdeildar karla í handknattleik í Kaplakrika í kvöld. Meira »

„Ég læstist í bakinu“

11.4. Ég læstist eitthvað í bakinu í upphituninni fyrir leikinn og gat þar að leiðandi ekki spilað en ég átti að byrja leikinn,“sagði landsliðsmaðurinn Birkir Bjarnason í samtali við mbl.is. Meira »

Við fögnum samkeppni

5.4. Það var gott hljóð að vanda í Frey Alexanderssyni þjálfara kvennalandsliðsins í knattspyrnu þegar mbl.is náði tali af honum fyrir æfingu landsliðsins í Króatíu í dag en þar hefur liðið undirbúið sig fyrir leikinn á móti Slóveníu í undankeppni HM sem fram fer í Lendava í Slóveníu á morgun. Meira »

FH-ingar að landa Viðari Ara

4.4. Knattspyrnumaðurinn Viðar Ari Jónsson mun samkvæmt heimildum mbl.is væntanlega ganga til liðs við FH í dag frá norska úrvalsdeildarliðinu Brann. Meira »

Leikur sem við hefðum getað unnið

26.3. „Þetta var leikur sem við hefðum alveg getað unnið. N-Írarnir voru meira með boltann en við fengum hættulegri færi í leiknum,“ sagði Tómas Ingi Tómasson, aðstoðarþjálfari íslenska U-21 árs landsliðs karla í knattspyrnu, eftir markalaust jafntefli gegn N-Írum í undankeppni EM í kvöld. Meira »

Áttum í vandræðum allan leikinn

21.3. „Við áttum í vandræðum allan tímann í þessum leik og sérstaklega var varnarleikurinn lélegur af okkar hálfu,“ sagði Stjörnumaðurinn Bjarki Már Gunnarsson við mbl.is eftir 12 marka tap gegn FH, 38:26, í lokaumferð Olís-deildar karla í Ásgarði í Garðabæ í kvöld. Meira »

„Ég vona það besta“

21.3. „Við fyrstu skoðun kom ekki í ljós neitt brot eða krossbandaslit. Hnéskelin fór úr liði en var komið aftur á sinn stað úti á vellinum. Ég fer í myndatöku í kvöld og vona það besta,“ sagði landsliðsmaðurinn Ólafur Gústafsson í samtali við mbl.is í morgun en hann meiddist illa á hné í leik með Kolding gegn Mors-Thy í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gærkvöld. Meira »

Það verður enginn sópur á lofti

13.4. „Við vorum að elta allan leikinn en ég var ánægður með baráttuna og kraftinn á lokakaflanum og hann gefur okkur gott veganesti í leikinn á sunnudaginn,“ sagði Einar Ingi Hrafnsson línumaður Aftureldingar við mbl.is eftir tap sinna manna gegn FH, 34:32, í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum úrvalsdeildar karla í handbolta í Kaplakrika í kvöld. Meira »

FH-ingar voru skrefinu á undan

13.4. FH-ingar náðu 1:0 forystu gegn Aftureldingu í einvígi liðanna í átta liða úrslitum úrvalsdeildar karla í handknattleik en liðin áttust við í Kaplakrika í kvöld þar sem FH hafði betur, 34:32. Meira »

„Áherslubreytingar hjá þjálfaranum“

10.4. „Framtíð mín er óljós. Ég er ekki búinn að semja við annað félag en það er ljóst að ég hef spilað minn síðasta leik með Njarðvík,“ sagði körfuboltamaðurinn Ragnar Nathanaelsson við mbl.is en frá því var greint á heimasíðu Njarðvíkur fyrr í dag að samstarfi hans og Suðurnesjaliðsins sé lokið. Meira »

Vitum allar um mikilvægi leiksins

5.4. „Við þurfum nauðsynlega að ná þremur stigum út úr þessum leik sem er gríðarlega mikilvægur,“ sagði Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði kvennalandsliðsins í knattspyrnu, við mbl.is í dag en Ísland mætir Slóveníu í undankeppni HM í Lendava í Slóveníu á morgun. Meira »

Þakklátur fyrir að vera í svona liðum

28.3. Aron Pálmarsson er vanur því vinna titla með liðum sínum og í kvöld vann hann einn slíkan þegar Barcelona tryggði sér meistaratitilinn í spænsku 1. deildinni eins og fram kom á mbl.is fyrr í kvöld. Meira »

Okkar besti leikur eftir áramót

21.3. Ásbjörn Friðriksson fyrirliði FH-inga var ánægður með frammistöðu FH-liðsins í kvöld sem pakkaði Stjörnumönnum saman í lokaumferð Olís-deildar karla í handknattleik í Ásgarði í Garðabæ í kvöld. FH vann stórsigur, 38:26. Meira »

FH fór illa með Stjörnuna

21.3. FH-ingar höfðu betur gegn Stjörnunni, 38:26, í lokaumferð Olís-deildar karla í handknattleik í Ásgarði í kvöld. FH endaði í 3. sætinu og mætir Aftureldingu í úrslitakeppninni en Stjarnan, sem varð í sjöunda sætinu með Selfyssingum. Meira »

Unnum leikinn fyrir Grím

18.3. „Við unnum þennan leik á klassa liðsheild,“ sagði stórskyttan Einar Sverrisson í liði Selfyssinga við mbl.is eftir sigurinn sæta gegn FH-ingum í næstsíðustu umferð Olís-deildar karla í handknattleik í Kaplakrika í kvöld. Meira »