Guðmundur Hilmarsson

Guðmundur hefur verið blaðamaður á íþróttadeild Morgunblaðsins og mbl.is frá árinu 2000 og áður á DV 1989-2000. Guðmundur stundaði nám við Flensborgarskólann og Lögregluskóla ríkisins.

Yfirlit greina

Mikið áfall fyrir Selfyssinga

í gær Haukur Þrastarson hinn stórefnilegi leikmaður Selfyssinga í handbolta varð fyrir því óláni að fingurbrotna í leiknum gegn Haukum í Olísdeildinni á Selfossi á sunnudaginn. Meira »

Skammarleg frammistaða

8.2. „Þetta eru vitaskuld gríðarleg vonbrigði og sérstaklega þar sem þetta tap var alfarið okkur að kenna,“ sagði FH-ingurinn Jóhann Birgir Ingvarsson eftir tap FH gegn Fram á heimavelli í átta liða úrslitum Coca Cola-bikarsins í handknattleik. Meira »

„Þetta er rosalegur skellur“

2.2. „Þetta er rosalegur skellur og er mjög leiðinlegt,“ sagði landsliðsmaðurinn Alfreð Finnbogason í samtali við mbl.is en hann verður frá keppni næstu sex vikurnar vegna meiðsla í kálfa. Meira »

Hjálpa liðinu við að rjúka upp töfluna

18.1. Landsliðsmaðurinn Ragnar Sigurðsson skrifaði nú undir kvöld undir samning við rússneska knattspyrnufélagið Rostov og hann gildir út leiktíðina. Meira »

Gott hugarfar stendur upp úr

11.1. „Maður getur ekki verið fúll yfir því að vinna landsleik, 6:0, og þetta er leikur sem fer í reynslubankann hjá mér og strákunum,“ sagði Heimir Hallgrímsson, þjálfari karlalandsliðsins í knattspyrnu, við mbl.is eftir stórsigur gegn úrvalsliði Indónesíu í vináttuleik sem fram fór við afar erfiðar aðstæður í Yogyakarta í dag. Meira »

Trúum að bikarkeppnin verði okkar keppni

11.1. Berglind Gunnarsdóttir og stöllur hennar í liði Snæfells mæta ríkjandi Íslands- og bikarmeistum Keflavíkur í undanúrslitum Maltbikarsins í körfuknattleik í Laugardalshöllinni í kvöld. Meira »

Löngu kominn tími á að vinna bikarinn

10.1. Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, var leikmaður liðsins þegar Haukarnir urðu síðast bikarmeistarar í körfuknattleik. Það var fyrir 22 árum en Haukar etja kappi við Tindastól í undanúrslitum Maltbikarsins í Laugardalshöllinni í kvöld. Meira »

„Í lausu lofti síðustu vikurnar“

9.1. „Staðan er svolítið skrýtin hjá mér og ég er búinn að vera í lausu lofti síðustu vikurnar í fyrsta skipti á ferlinum,“ sagði landsliðsmaðurinn Ragnar Sigurðsson í samtali við mbl.is í dag. Meira »

Vildi sleppa við Rússland

í gær „Ég var nú svona að vonast eftir því að sleppa við Rússland en það er lítið hægt að gera í þessu og sætta okkur við þennan drátt,“ sagði stórskyttan Sigurbergur Sveinsson, leikmaður ÍBV, þegar leitað var eftir viðbrögðum hans um dráttinn í 8-liða úrslitum Áskorendakeppni Evrópu þar sem Eyjamenn mæta rússneska liðinu Krasnodar. Meira »

Frábær sigur Framara í Krikanum

8.2. Framarar gerðu sér lítið fyrir og slógu topplið Olís-deildarinnar, lið FH-inga, úr leik í átta liða úrslitum Coca Cola-bikarsins í handknattleik og það á heimavelli Hafnarfjarðarliðsins. Framarar fögnuðu sjö marka sigri, 35:28. Meira »

Maður þarf alltaf að vera á tánum

30.1. „Ég er virkilega ánægð með að vera búin að gera nýjan samning. Ég er í toppaðstæðum hjá Wolfsburg. Ég spila í sterkustu deildinni, á móti bestu leikmönunum og með bestu leikmönnunum og hér hef ég tækifæri til að bæta mig sem leikmaður og verða betri,“ sagði landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir við mbl.is en hún framlengdi í dag samning sinn við þýska meistaraliðið Wolfsburg. Meira »

Það má alveg byrja aftur

15.1. „Það má alveg byrja aftur. Það eru engar reglur til í þessu,“ sagði Helgi Valur Daníelsson í samtali við mbl.is en hann hefur ákveðið taka fram skóna eftir næstum þriggja ára hlé og spila með uppeldisliði sínu, Fylki, í Pepsi-deildinni í sumar. Meira »

Draumurinn er að fara alla leið í ár

11.1. Skallagrímur á möguleika á að leika til úrslita í bikarkeppni kvenna í körfuknattleik annað árið í röð en Skallagrímur mætir Njarðvík í fyrri undanúrslitaleiknum í Maltbikarnum í Laugardalshöllinni í dag. Meira »

Ætlum að stöðva sigurgöngu Hauka

10.1. Það mun mæða mikið á bakverðinum Sigtryggi Arnari Björnssyni í liði Tindastóls þegar liðið mætir Haukum í undanúrslitum Maltbikarsins í körfuknattleik í Laugardalshöllinni í kvöld. Meira »

Verðum að vera klárir andlega

10.1. Brynjar Þór Björnsson, fyrirliði KR-inga, hefur lyft bikarnum á loft undanfarin tvö ár og hann stefnir að því að gera það þriðja árið í röð en KR-ingar mæta 1. deildarliði Breiðabliks í undanúrslitum Maltbikarsins í Laugardalshöllinni í kvöld. Meira »

„Kaflaskil í mínu lífi“

9.1. „Nú eru bara kaflaskil í lífi mínu. Ég ákvað ekki alls fyrir löngu að þetta væri bara komið gott sem leikmaður. Það var farið að hægjast á manni og þessi ungu strákar sem eru að spila í deildinni eru orðnir svo fljótir og hraustir,“ sagði Veigar Páll Gunnarsson í samtali við mbl.is en hann hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna og snúa sér að þjálfun. Meira »