Guðmundur Hilmarsson

Guðmundur hefur verið blaðamaður á íþróttadeild Morgunblaðsins og mbl.is frá árinu 2000 og áður á DV 1989-2000. Guðmundur stundaði nám við Flensborgarskólann og Lögregluskóla ríkisins.

Yfirlit greina

Okkur líður ekki illa á Hlíðarenda

Í gær, 14:22 „Við erum ekki að fara í þetta einvígi til að verja titilinn heldur sækja hann,“ sagði Steinunn Björnsdóttir, línumaður og fyrirliði Íslandsmeistara Fram, við mbl.is en Valur og Fram mætast í fyrsta leiknum í úrslitaeinvíginu um Íslandmeistaratitilinn í Olís-deild kvenna í handknattleik í Origo-höllinni í kvöld. Meira »

Það er líka hungur til staðar hjá okkur

Í gær, 11:45 Ingi Þór Steinþórsson þjálfari KR-inga segir að sínir menn séu vel stemmdir fyrir úrslitaeinvígið við ÍR en fyrsti úrslitaleikur Reykjavíkurliðanna um Íslandsmeistaratitilinn í Dominos-deild karla fer fram í DHL-höll þeirra KR-inga í Frostaskjólinu í kvöld. Meira »

Vorum mjög lengi í gang

20.4. „Við vorum mjög lengi í gang og sóknarleikurinn í fyrri hálfleiknum var alveg hræðilegur en við tókum okkur saman í seinni hálfleiknum og sigldum öruggum sigri í hús,“ sagði Brynjólfur Snær Brynjólfsson, hornamaðurinn knái í liði Hauka, við mbl.is eftir öruggan sigur gegn Stjörnunni í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum Olís-deildar karla í handknattleik. Meira »

Stjörnuhrap í seinni hálfleik

20.4. Deildarmeistarar Hauka eru komnir í 1:0 í einvíginu gegn Stjörnunni í átta liða úrslitum Olís-deildar karla í handknattleik en Haukarnir fögnuðu öruggum sigri 28:19 eftir að hafa verið í töluverði basli í fyrri hálfleik. Meira »

Fékk gamla góða takið í bakið

16.4. „Ég fékk bara gamla góða takið í bakið,“ sagði landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson í samtali við mbl.is í kvöld en Aron lék fyrstu 55 mínúturnar í ákaflega mikilvægum sigri Cardiff gegn Brighton á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Meira »

Skíthræddur um að Liverpool vinni þetta

11.4. Það stefnir í æsispennandi baráttu Liverpool og Manchester City um Englandsmeistaratitilinn í ár og mbl.is fékk Eið Smára Guðjohnsen til að spá í spilin nú þegar lokaspretturinn er fram undan. Meira »

Í fyrsta skipti orðin alvöru kempa

9.4. Hin 29 ára gamla Fanndís Friðriksdóttir úr Val lék tímamótaleik með íslenska kvennalandsliðinu í knattspyrnu í Chuncheon í Suður-Kóreu í dag þegar S-Kórea og Ísland gerðu 1:1 jafntefli í síðari vináttuleik þjóðanna. Meira »

Hefði viljað sleppa við Frakkana

4.4. „Þetta hefði alveg getað orðið verra,“ sagði landsliðskonan Þórey Rósa Stefánsdóttir í samtali við mbl.is þegar leitað var viðbragða frá henni um dráttinn í undankeppni Evrópumóts kvennalandsliða í handknattleik en dregið var í Kaupmannahöfn á fimmta tímanum í dag. Meira »

Væri alveg til í að upplifa það aftur

Í gær, 13:19 Úrslitaeinvígi Vals og Fram um Íslandsmeistaratitilinn í Olís-deild kvenna í handknattleik hefst í Origo-höllinni á Hlíðarenda í kvöld. Meira »

Enginn orðinn saddur í Breiðholtinu

Í gær, 10:50 Úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn í Dominos-deild karla í körfuknattleik hefst í kvöld þegar Íslandsmeistarar KR og ÍR mætast í fyrsta úrslitaleiknum í DHL-höll þeirra KR-inga. Meira »

Brotnuðum niður

20.4. „Við brotnuðum í byrjun seinni hálfleik og áttum í erfiðleikjum með að koma til baka eftir það,“ sagði línumaðurinn Garðar Benedikt Sigurjónsson í liði Stjörnunnar við mbl.is eftir tap gegn Haukum í fyrsta leik liðanna í úrslitakeppni Olís-deildar karla í handknattleik í Schenker-höllinni á Ásvöllum. Meira »

Hilmar Smári til reynslu hjá Valencia

18.4. Hilmar Smári Henningsson, körfuboltamaðurinn stórefnilegi í liði Hauka, hefur fengið boð frá nýkrýndum Evrópubikarmeisturum Valencia frá Spáni að koma út til æfinga hjá liðinu. Meira »

Lovísa gengur til liðs við Hauka

12.4. Kvennalið Hauka í körfuknattleik hefur fengið gríðarlega góðan liðsstyrk fyrir næstu leiktíð en Lovísa Björt Henningsdóttir hefur ákveðið að snúa heim frá Bandaríkjunum og spila með sínu gamla félagi á næstu leiktíð. Meira »

Svo sem ekkert nýtt fyrir mér

11.4. Eiður Smári Guðjohnsen verður í stóru hlutverki í Sjón­varpi Sím­ans þegar útsendingar hefjast frá ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í ágúst. Meira »

Ánægður með þróunina í leik liðsins

9.4. „Ég er mjög ánægður með úrslitin í þessari ferð okkar til Suður-Kóreu. Leikurinn í dag var aðeins rólegri heldur en sá fyrri en í heildina séð þá var ég ánægður með framlag leikmanna og þetta er gott veganesti fyrir okkur í komandi verkefni,“ sagði Jón Þór Hauksson þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu við mbl.is eftir 1:1 jafntefli við S-Kóreu í vináttuleik sem fram fór í Chuncheon í dag. Meira »

Verðum að hugsa okkar gang

31.3. Það gengur ekki sem skyldi hjá FH-ingum í Olís-deildinni þessa dagana en þeir töpuðu fyrir Val í kvöld og hafa nú spilað fjóra leiki í röð í deildinni án sigurs. Meira »