Guðmundur Hilmarsson

Guðmundur hefur verið blaðamaður á íþróttadeild Morgunblaðsins og mbl.is frá árinu 2000 og áður á DV 1989-2000. Guðmundur stundaði nám við Flensborgarskólann og Lögregluskóla ríkisins.

Yfirlit greina

„Það dó enginn“

9.1. Eins og alþjóð ætti að vera kunnugt um spilar Guðjón Valur Sigurðsson ekki með íslenska landsliðinu á heimsmeistaramótinu í handknattleik en Ísland mætir Króatíu í fyrsta leik sínum á mótinu í München í Þýskalandi á föstudaginn. Meira »

Aldrei lent í svona hremmingum

8.1. „Ég hef nú farið á ansi mörg stórmót og Gummi enn þá fleiri og ég held að við höfum aldrei lent í svona hremmingum,“ sagði Gunnar Magnússon, aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins í handknattleik, við mbl.is eftir að landsliðshópurinn sem fer á HM var tilkynntur á fréttamannafundi í dag. Meira »

Markvarslan áhyggjuefni

7.1. Íslenska karlalandsliðið í handknattleik lauk undirbúningi sínum fyrir heimsmeistaramótið með sigri gegn Hollendingum, 27:23, í síðasta leik sínum á fjögurra þjóða mótinu í Noregi í gær. Meira »

Vonandi næ ég að skáka Eiði

29.12. Það er óhætt að segja að það hafi hafa skipst á skin og skúrir hjá Gylfa Þór Sigurðssyni og félögum hans í Everton í jólaleikjunum í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Meira »

Blandað lið gegn Barein

28.12. Íslenska karlandsliðið í handknattleik mætir Barein í fyrri vináttuleiknum af tveimur í Laugardalshöllinni í kvöld en leikurinn er liður í undirbúningi beggja liða fyrir HM þar sem þau mætast í riðlakeppninni í München. Meira »

Stoltur og glaður að fá þetta tækifæri

19.12. „Ég er bara gríðarlega stoltur og glaður að fá þetta tækifæri,“ sagði Patrekur Jóhannesson í samtali við mbl.is en eins og fram kom á mbl.is í morgun tekur Patrekur við þjálfun danska meistaraliðsins Skjern næsta sumar. Meira »

Með mark og stoðsendingu gegn Evrópumeisturunum

12.12. Stjarna Skagamannsins unga Arnórs Sigurðssonar skein skært á Santiago Bernabeu-vellinum í Madrid í kvöld þegar rússneska liðið CSKA Moskva skellti Evrópumeisturum Real Madrid 3:0 í lokaumferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu. Meira »

Stefni auðvitað á lokahópinn

11.12. Hinn 19 ára gamli Sveinn Jóhannsson úr ÍR er líklega óvæntasta nafnið í 28 manna landsliðshópi Guðmundar Þórðar Guðmundssonar sem hann hefur valið til undirbúnings fyrir heimsmeistaramótið í handknattleik sem fram fer í Þýskaland og í Danmörku í janúar. Meira »

Finn mikið til með Guðjóni

8.1. Bjarki Már Elísson, hornamaðurinn snjalli sem leikur með þýska liðinu Füchse Berlin, sá ekki fyrir sér að hann væri á leið með íslenska landsliðinu á heimsmeistaramótið í handknattleik eftir að Guðmundur Þórður Guðmundsson tilkynnti honum í síðasta mánuði að hann hefði ekki verið valinn í 20 manna hópinn. Meira »

17 leikmenn á HM - Tveir markverðir?

7.1. Guðmundur Þórður Guðmundsson, þjálfari karlalandsliðsins í handknattleik, tilkynnir hópinn sem spilar á HM á morgun og hann segir mögulegt að hann velji 17 manna hóp. Meira »

Fyrirliðinn fór meiddur af velli

7.1. Landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson meiddist í fyrri hálfleiknum í leiknum gegn Hollendingum á fjögurra þjóða mótinu sem lauk í Noregi í gær. Guðjón haltraði af velli á 22. mínútu og kom ekkert meira við sögu eftir það. Meira »

Hef ennþá mikla trú á hæfileikum mínum

28.12. „Ég myndi segja að ég sé betri leikmaður nú en ég var þegar ég lék síðast með FH,“ sagði Björn Daníel Sverrisson, sem í dag gekk í raðir síns gamla félags og gerði fjögurra ára samning. Meira »

Geri mér grein fyrir því að þetta verður erfitt

28.12. Fyrstu leikir íslenska karlalandsliðsins í handknattleik í undirbúningi þess fyrir heimsmeistaramótið sem fram fer í Danmörku og Þýskalandi í janúr fara fram í Laugardalshöllinni um helgina. Ísland mætir liði Barein í tveimur leikjum, sá fyrri verður í kvöld klukkan 19.30 og sá síðari á sunnudaginn. Meira »

Foreldrar Arnórs: Galið að vera á vellinum

12.12. Foreldrar Arnórs Sigurðssonar, þau Sigurður Sigursteinsson og Margrét Ákadóttir, ásamt tveimur systkinum Arnórs, kærustu hans og afa og ömmu og frændfólki voru á Santigo Bernabeu-vellinum í Madrid í kvöld þar sem Arnór skoraði eitt mark og lagði upp annað í 3:0 sigri CSKA Moskva gegn Real Madrid í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Meira »

Jólin eru rauð og hvít í Firðinum

11.12. Það verða rauð/hvít jól í Firðinum þetta árið en erkifjendurnir FH og Haukar skildu jafnir, 25:25, í háspennuleik í 12. umferð Olís-deildar karla í handknattleik í mikilli stemningu í Kaplakrika í gærkvöld. Hafnarfjarðarliðin eru í 3. og 4. sæti á eftir Val og Selfossi og allt útlit er fyrir rosalega toppbaráttu. Meira »

Drullufúlt að ná ekki að hanga á þessu

10.12. „Það var drullufúlt að ná ekki að hanga á þessu og vinna Haukana sem hefði verið ansi ljúft,“ sagði stórskyttan Bjarni Ófeigur Valdimarsson í liði FH við mbl.is eftir jafntefli við erkifjendurna úr Haukum í Olís-deild karla í handknattleik í Kaplakrika í kvöld. Meira »