Guðmundur Hilmarsson

Guðmundur hefur verið blaðamaður á íþróttadeild Morgunblaðsins og mbl.is frá árinu 2000 og áður á DV 1989-2000. Guðmundur stundaði nám við Flensborgarskólann og Lögregluskóla ríkisins.

Yfirlit greina

Hef aldrei verið betri

13:01 Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson er mjög ánægður að vera kominn til baka í íslenska landsliðið á nýjan leik eftir meiðsli en mikið mun mæða á honum gegn frábæru liði Belga í Þjóðadeild UEFA í Brussel annað kvöld. Meira »

30 þúsund miðar seldir

10:43 Knattspyrnusamband Belgíu er búið að selja 30 þúsund miða á viðureign Belga og Íslendinga í Þjóðadeild UEFA sem fram fer á King Baudouin Stadium í Brussel annað kvöld. Meira »

Verðum að hafa trú

07:20 Alfreð Finnbogason er einn heitasti framherjinn í Evrópufótboltanum í dag og íslenska landsliðið þarf svo sannarlega á markanefi hans að halda þegar það mætir frábæru liði Belga í Þjóðadeild UEFA í Brussel á fimmtudagskvöldið. Meira »

Kann að meta traustið

í gær Þrátt fyrir að Kolbeinn Sigþórsson sé úti í kuldanum hjá franska liðinu Nantes og fái einungis að æfa með varaliðinu er hann í íslenska landsliðshópnum sem í gær hóf undirbúninginn fyrir leikinn gegn Belgum í Þjóðadeild UEFA sem fram fer í Brussel á fimmtudaginn og fjórum dögum síðar mæta Íslendingar liði Katar í vináttuleik. Meira »

Helmingurinn æfði í Brussel

í gær Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu kom saman í Brussel í gær og hóf þar með undirbúning sinn fyrir leikinn gegn Belgum í Þjóðadeild UEFA sem fram fer á Koning Boudewijn Stadion á fimmtudagskvöldið. Meira »

Óvissa með nafnana

í fyrradag Það skýrist ekki fyrr en líður á vikuna hvort nafnarnir Birkir Bjarnason og Birkir Már Sævarsson geta verið með í leiknum gegn Belgum í Þjóðadeild UEFA í Brussel á fimmtudagskvöldið. Meira »

Gylfi fer í myndatöku í dag

12.11. Gylfi Þór Sigurðsson fer í myndatöku í dag en hann meiddist á ökklanum eftir ljóta tæklingu Brasilíumannsins Jorg­in­ho í viðureign Chelsea og Everton í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær. Meira »

Eru með handboltaheila

23.10. Aron Pálmarsson leiðir íslenska landsliðið í handknattleik út á völlinn annað kvöld þegar Íslendingar taka á móti Grikkjum í fyrsta leiknum í undankeppni Evrópumótsins. Meira »

Aldrei lent í svona á ferli mínum

12:50 „Ég hef á rúmlega 30 ára ferli mínum sem þjálfari aldrei upplifað annað eins hvað meiðsli varðar,“ sagði Erik Hamrén, þjálfari íslenska landsliðsins í knattspyrnu, á blaðamannafundi í Brussel í morgun. Meira »

Belgarnir ekki árennilegir

08:58 Belgar, sem verða andstæðingar Íslendinga í Þjóðadeild UEFA í knattspyrnu í Brüssel annað kvöld, hafa aðeins tapað einum af síðustu 29 leikjum sínum en Belgar komust á dögunum upp fyrir heimsmeistara Frakka í toppsæti styrkleikalista Alþjóðaknattspyrnusambandsins. Meira »

Vil sýna að ég eigi heima í þessum hópi

í gær Það hafa heldur betur verið viðburðaríkir dagar upp á síðkastið hjá Arnóri Sigurðssyni, 19 ára gamla Skagamanninum, sem gekk í raðir rússneska úrvalsdeildarliðsins CSKA Moskva frá sænska úrvalsdeildarliðinu Norrköping í sumar. Meira »

Landsliðsfyrirliðinn mættur

í gær Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu var allt komið saman á æfingu í Brussel í morgun en Íslendingar mæta Belgum í lokaleik sínum í Þjóðadeild UEFA á fimmtudagskvöldið. Meira »

Aron mikilvægasti leikmaður okkar

í fyrradag „Okkar bíður mjög krefjandi verkefni á fimmtudaginn enda eru Belgarnir með eitt besta landslið í heimi um þessar mundir,“ sagði landsliðsmaðurinn Rúrik Gíslason við mbl.is eftir fyrstu æfingu landsliðsins í Brussel í dag en Ísland mætir ógnarsterku liði Belgíu í Þjóðadeild UEFA á fimmtudagskvöldið. Meira »

Vitaskuld leiðinlegt að fá þessar fréttir

í fyrradag Freyr Alexandersson stýrði fyrstu æfingu íslenska landsliðsins í knattspyrnu í Brussel síðdegis í dag en þá hófst undirbúningurinn fyrir leikinn gegn Belgum í Þjóðadeild UEFA sem fram fer í Brussel á fimmtudagskvöldið. Meira »

Hoppa á vegg ef hann biður um það

23.10. Hinn 19 ára gamli Gísli Þorgeir Kristjánsson verður í eldlínunni með íslenska landsliðinu í handknattleik annað kvöld þegar Íslendingar taka á móti Grikkjum í fyrsta leik sínum í undankeppni Evrópumótsins og á sunnudaginn mætir Ísland liði Tyrkja á útivelli. Meira »

Finnst kominn tími á breytingar

10.10. „Mér finnst bara kominn tími á breytingar. Ég er búinn að taka sjö tímabil í Grindavík og mér finnst ég þurfa á breytingu að halda,“ sagði Björn Berg Bryde, miðvörðurinn stóri og stæðilegi sem gerði í dag þriggja ára samning við bikarmeistara Stjörnunnar. Meira »