Fann bein og tönn úr dýrum í sprungunni

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 18. maí 2024

Fann bein og tönn úr dýrum í sprungunni

Stóra sprungu má sjá í jarðveginum við býlið Stað í Grindavík og nær hún alveg niður að sjónum.

Fann bein og tönn úr dýrum í sprungunni

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 18. maí 2024

Ragnar Hauksson í sprungunni þar sem hann rakst á bein …
Ragnar Hauksson í sprungunni þar sem hann rakst á bein og tönn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Stóra sprungu má sjá í jarðveginum við býlið Stað í Grindavík og nær hún alveg niður að sjónum.

Stóra sprungu má sjá í jarðveginum við býlið Stað í Grindavík og nær hún alveg niður að sjónum.

Blaðamenn og ljósmyndari mbl.is komu við á Stað í vikunni og hittu þar Ragnar Hauksson sem aðstoðar Hermann Ólafsson, fjárbónda á Stað, við sauðburð en eins og mbl.is hefur greint frá veitti fréttateymið Ragnari liðsinni við að taka á móti einu lambi.

Þegar Ragnar var að skoða sprunguna skammt fyrir ofan fjárhúsið fyrr á þessu ári fann hann dýrabein og tönn á um tveggja metra dýpi.

Hér má sjá hluta af þeim beinum sem Ragnar fann.
Hér má sjá hluta af þeim beinum sem Ragnar fann. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Líklega kindabein

„Þegar ég var að skoða sprunguna fyrir einhverjum vikum síðan þá varð ég var við bein sem eru líklega kindabein og tönn sem er greinilega úr hesti,“ segir Ragnar við mbl.is.

Hann segist í kjölfarið hafa haft samband við Þjóðminjasafnið sem hafi bent honum á að setja sig í samband við Minjastofnun.

„Ég ræddi við mann frá Minjastofnun og hann sagðist ætla að hitta mig núna í maí. Hann hélt jafnvel að þetta gætu verið bein frá miðöldum eða jafnvel fyrr. Það væri gaman að fá að vita það,“ segir Ragnar.

Sprungan við Stað nær alveg niður að sjó.
Sprungan við Stað nær alveg niður að sjó. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is