Hlustaði loksins á sambýlismanninn

Dagmál | 17. október 2021

Hlustaði loksins á sambýlismanninn

„Hann var fyrir löngu búinn að átta sig á því að ég ætti fullt erindi í kraftlyftingar,“ sagði Kristín Þórhallsdóttir, margfaldur Íslandsmeistari í kraftlyftingum, í Dagmálum, frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins.

Hlustaði loksins á sambýlismanninn

Dagmál | 17. október 2021

„Hann var fyrir löngu búinn að átta sig á því að ég ætti fullt erindi í kraftlyftingar,“ sagði Kristín Þórhallsdóttir, margfaldur Íslandsmeistari í kraftlyftingum, í Dagmálum, frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins.

„Hann var fyrir löngu búinn að átta sig á því að ég ætti fullt erindi í kraftlyftingar,“ sagði Kristín Þórhallsdóttir, margfaldur Íslandsmeistari í kraftlyftingum, í Dagmálum, frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins.

Kristín, sem er 37 ára, byrjaði að æfa kraftlyftingar fyrir tveimur árum, þá 35 ára, en hún vann til bronsverðlauna á heimsmeistaramótinu í kraftlyftingum í Halmstad í Svíþjóð á dögunum.

Hún er í sambúð með Kristmundi Helga Sigmundssyni og saman eiga þau tvö börn en Kristín starfar sem dýralæknir í Borgarfirði.

„Hann var oft búinn að segja mér að fara í kraftlyftingar en ég var fullviss um að það væri ekki fyrir mig,“ sagði Kristín.

„Ég sá mér alls ekki fyrir í þessari íþrótt og fannst þetta karlalegt sport en það var ákveðinn sigur fyrir hann að ég hafi loksins hlustað á hann,“ sagði Kristín meðal annars.

Viðtalið við Kristínu í heild sinni má nálgast með því að smella hér. 


 

mbl.is