Fimm kílóa lax á 8.000 krónur

Fiskeldi | 22. apríl 2022

Fimm kílóa lax á 8.000 krónur

Heimsmarkaðsverð á laxi hefur hækkað skarpt á undanförnum vikum og var í síðustu viku, samkvæmt upplýsingum sem birtar voru í gær, komið í tæpar 109 krónur norskar á kíló. Það samsvarar tæpum 1.600 krónum íslenskum. Ef aðeins er litið til 3-6 kílóa fisks er verðið komið í tæpar 110 krónur norskar. Þýðir það að rúmar átta þúsund krónur íslenskar fást fyrir fimm kílóa lax.

Fimm kílóa lax á 8.000 krónur

Fiskeldi | 22. apríl 2022

Lífræn vottun fyrir laxeldi Fiskeldis Austfjarða í sjókvíum á Austfjörðum …
Lífræn vottun fyrir laxeldi Fiskeldis Austfjarða í sjókvíum á Austfjörðum skapar fyrirtækinu ný sóknarfæri á markaði í Evrópu. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Heimsmarkaðsverð á laxi hefur hækkað skarpt á undanförnum vikum og var í síðustu viku, samkvæmt upplýsingum sem birtar voru í gær, komið í tæpar 109 krónur norskar á kíló. Það samsvarar tæpum 1.600 krónum íslenskum. Ef aðeins er litið til 3-6 kílóa fisks er verðið komið í tæpar 110 krónur norskar. Þýðir það að rúmar átta þúsund krónur íslenskar fást fyrir fimm kílóa lax.

Heimsmarkaðsverð á laxi hefur hækkað skarpt á undanförnum vikum og var í síðustu viku, samkvæmt upplýsingum sem birtar voru í gær, komið í tæpar 109 krónur norskar á kíló. Það samsvarar tæpum 1.600 krónum íslenskum. Ef aðeins er litið til 3-6 kílóa fisks er verðið komið í tæpar 110 krónur norskar. Þýðir það að rúmar átta þúsund krónur íslenskar fást fyrir fimm kílóa lax.

Mesta eftirspurn eftir laxi er fyrir jól og páska en fellur þess á milli. Heimsmarkaðsverðið er því oft sveiflukennt og er hæst fyrir þessar stórhátíðir. Verðið hefur þó aldrei í sögunni farið jafn hátt og nú og raunar aldrei áður yfir 100 krónur norskar.

Minna í sjókvíunum

Sérfræðingar telja að skýringanna megi fyrst og fremst leita í minni lífmassa í sjóeldi en reiknað var með sem þýðir að framleiðslan verður minni en markaðurinn hefur búist við. Sigurður Pétursson, stofnandi Lax-inn, fræðslumiðstöðvar fiskeldis, segir að menn hafi talið að framleiðslan yrði svipuð og á síðasta ári en minni lífmassi bendi til samdráttar. Smávegis samdráttur verður í framleiðslu í Noregi en Sigurður segir að mest muni um minni lífmassa og minni meðalþyngd laxa sem slátrað er úr sjókvíum í Síle.

Mynd/mbl.is

Þróunin óviss

Miðað við þróun eftirspurnar og verðs á undanförnum árum má búast við að verðið lækki aftur nú eftir páska. Sigurður segir að ekki séu allir sérfræðingar sannfærðir um að það gerist strax, jafnvel ekki fyrr en í sumar, en tekur fram að þetta séu aðeins vangaveltur. Bendir hann á að vinnslufyrirtækin þurfi fisk til að standa við samninga sína.

Á móti komi að búast megi við því að lax detti út af matseðlum fólks þegar verðið fer yfir ákveðin mörk. Hins vegar hafi allur matur verið að hækka í verði, líka vara sem gæti komið í staðinn fyrir laxinn, og nefnir sem dæmi verðþróun á þorski og nautakjöti.

Sigurður Pétursson.
Sigurður Pétursson. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is