Stríð í kjölfar heimsfaraldurs „gráglettni örlaganna“

Alþingi | 8. júní 2022

Stríð í kjölfar heimsfaraldurs „gráglettni örlaganna“

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra nefndi mikilvægi alþjóðasamstarfs og lýðræðislegra réttinda okkar á Íslandi á flóknum tímum.

Stríð í kjölfar heimsfaraldurs „gráglettni örlaganna“

Alþingi | 8. júní 2022

„Hundruð milljónir manna kvenna og barna í heiminum búa nú …
„Hundruð milljónir manna kvenna og barna í heiminum búa nú við þann raunveruleika að næringarskortur og hungur er yfirvofandi.“ mbl.is/Hákon

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra nefndi mikilvægi alþjóðasamstarfs og lýðræðislegra réttinda okkar á Íslandi á flóknum tímum.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra nefndi mikilvægi alþjóðasamstarfs og lýðræðislegra réttinda okkar á Íslandi á flóknum tímum.

„Einhvers staðar heyrði ég sagt um daginn að það væri óvænt og ekki gleðilegt að upplifa tíma þar sem orð á borð við heimsfaraldur, hungursneyð og heimsstyrjöld væru farin að skjóta upp kollinum í fréttum með reglulegu millibili.

Engu að síður er þetta reyndin,“ byrjaði Þórdís Kolbrún ræðu sína.

Gráglettni örlaganna

Hún hélt áfram og nefndi þá kaldhæðnislegu staðreynd að strax í kjölfar heimsfaraldurs hafi hafist stríð:

„Gráglettni örlaganna hagaði því þannig að innrásin í Úkraínu átt sér stað daginn eftir að heilbrigðisráðherra tilkynnti um afnám allra takmarkana á Íslandi vegna faraldursins og daginn eftir sprengjuregn Rússa hófst í Úkraínu, féllu takmarkanirnar hér úr gildi.

Afleiðingar af þessum tveimur skaðvöldum birtast svo í þeirri hryllilegu staðreynd að yfir hundruðum milljóna manna, kvenna og barna í heiminum vofir nú næringarskortur og hungur.“

Þrasið til marks um lýðræði

Þórdís Kolbrún sagði okkur hér á landi að öllu leyti heppin. Átök þingsins væri til marks um það.

„Vissulega er það þreytt tugga að stjórnmálamenn, einkum þeir sem sitja í meirihluta, kvarti yfir smámunasemi og þrasgirni stjórnarandstöðunnar. Og ekki ætla ég að þykjast vera saklaus af slíku,“ sagði hún og hélt áfram:

„Átök milli lýðræðislega kjörinna fulltrúa — sem stundum eru hörð, og stundum svíður undan, og stundum eru ósanngörn — eru birtingarmynd heilbrigðis í opnu og lýðræðislegu samfélagi þar sem mannréttindi eru virt, stjórnvöld þurfa að standa skil á ákvörðunum sínum og fólkið í landinu hefur raunverulega valkosti um hvert skuli stefna.

Ísland er þannig samfélag og þannig viljum við vera.“

Vísaði í Selenskí

Loks þakkaði hún fyrir samhug sem ríkt hefur á Íslandi vegna innrásar Rússlands í Úkraínu. Hún vísaði í orð Volodimírs Selenskís, forseta Úkraínu, þegar hann ávarpaði Alþingi:

„Það sem hrífur mig mest er að ykkur skul takast að búa ykkur farsælt þjóðlíf þrátt fyrir válynd veður og hrjúfa náttúru, og að þjóð ykkar njóti öryggis og búi við lýðræði,“ hafði Þórdís Kolbrún eftir Selenskí.

„Selenskí er forseti þjóðar sem háir stríð til þess að tryggja tilveru sína,“ hélt hún áfram og bætti við:

„Öll okkar velsæld og frelsi byggist á friðsælum heimi. Á þessu er mikill skilningur hér á landi.“

Þakka megi alþjóðasamstarfi á borð við þátttöku Íslands í NATO og EES fyrir.

„Ég stend hér og tala fyrir stjórnmálaflokk sem hefur átt ríkan þátt í þeim ákvörðunum sem hafa leitt til þess að Ísland býr við þessa stöðu.“

mbl.is