Noregur sendir eldflaugakerfi til Úkraínu

Úkraína | 29. júní 2022

Noregur sendir eldflaugakerfi til Úkraínu

Norðmenn ætla að útvega Úkraínumönnum þrjú eldflaugakerfi, en stutt er síðan Bretar, Þjóðverjar og Bandaríkjamenn ákváðu slíkt hið sama.

Noregur sendir eldflaugakerfi til Úkraínu

Úkraína | 29. júní 2022

Úkraínskir hermenn suður af borginni Karkív fyrr í mánuðinum.
Úkraínskir hermenn suður af borginni Karkív fyrr í mánuðinum. AFP

Norðmenn ætla að útvega Úkraínumönnum þrjú eldflaugakerfi, en stutt er síðan Bretar, Þjóðverjar og Bandaríkjamenn ákváðu slíkt hið sama.

Norðmenn ætla að útvega Úkraínumönnum þrjú eldflaugakerfi, en stutt er síðan Bretar, Þjóðverjar og Bandaríkjamenn ákváðu slíkt hið sama.

Stjórnvöld í Kænugarði, höfuðborg Úkraínu, hafa ítrekað beðið samherja sína um að útvega þeim aukinn stórskotabúnað, enda hafa úkraínskir hermenn átt vandræðum með að verjast árásum Rússa á Donbass-svæðinu í austurhluta landsins.

„Við verðum að halda áfram að styðja við bakið á Úkraínu til að þeir geti barist fyrir frelsi sínu og sjálfstæði,“ sagði Bjørn Arild Gram, varnarmálaráðherra Noregs, í yfirlýsingu.

Eldflaugakerfið, sem getur skotið mörgum eldflaugum á skömmum tíma, er nákvæmara og langdrægara en þau vopn sem Rússar hafa notað í stríðinu.

Byssur verða einnig sendar til Úkraínu í samstarfi við Breta, auk þess sem Norðmenn ætla að senda Úkraínumönnum fimm þúsund handsprengjur til viðbótar þeim fimm þúsundum sem þeir hafa nú þegar útvegað þeim.

mbl.is