Úkraína

Eftir að mótmæli gegn stjórnvöldum í Úkraínu hófust hefur ástandið sífellt orðið viðkvæmara. Rússar innlimuðu Krímskaga í umdeildum kosningum og við landamæri Rússlands og Úkraínu er mikil spenna þar sem þrýst er á sameiningu annarra héraða við Rússland. Fjölmennar hersveitir eru á svæðinu og fólk óttast að átök sem blossað hafa upp muni magnast.

„Þetta er ögrun“

1.9. Talsmaður Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta segir að morðið á Al­ex­and­er Zak­harchen­ko, leiðtoga aðskilnaðarsinna í aust­ur­hluta Úkraínu, í gær sé ögrun sem muni grafa undan friði. Meira »

„Ég heyrði þetta ekki“

31.8. Rússnesk stjórnvöld neita því sem fram kemur í æviminningum Francois Hollande, fyrrverandi forseta Frakklands, að Vladimír Pútín Rússlandsforseti hafi hótað að „gjöreyða“ úkraínskum hermönnum. Meira »

Leiðtogi aðskilnaðarsinna drepinn

31.8. Alexander Zakharchenko, leiðtogi aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu, var drepinn í sprengingu í borginni Donetsk.  Meira »

Finnur að endalokin nálgast

17.8. Úkraínski kvikmyndagerðarmaðurinn Oleg Sentsov, sem hefur verið í hungurverkfalli í næstum hundrað daga, er að missa alla trú á því að honum verði sleppt úr fangelsi í Rússlandi. Þetta kemur fram í máli frænku hans, Nataliu Kaplan, sem fékk nýlega bréf frá Sentsov. Meira »

Vill lifa en heldur verkfallsaðgerðum áfram

15.8. Úkraínski kvikmyndagerðarmaðurinn Oleg Sentsov, sem er í hungurverkfalli í rússnesku fangelsi, vill lifa en mun ekki hætta mótmælum sínum, þrátt fyrir að þau ógni heilsu hans. Þetta segir aðgerðasinni sem heimsótti Sentsov í fangelsið. Meira »

Vilja fanga í hungurverkfalli frjálsan

10.6. Fjölskylda úkraínska kvikmyndagerðarmannsins Oleg Sentsov biður Valdimir Pútín Rússlandsforseta um að láta Sentsov lausan áður en heimsmeistaramótið í knattspyrnu hefst í Rússlandi á fimmtudag. Sentsov er í hungurverkfalli. Meira »

„Ég er morðingi Arkadí Babchenko“

10.6. Maðurinn sem var ráðinn til þess að myrða rússneska blaðamanninn Arkadí Babchenko í Úkraínu segist hafa haft strax samband við leyniþjónustuna eftir að hann var beðinn um að myrða blaðamanninn. Daginn sem fremja átti morðið fékk hann sér súpu og tók leigubíl á vettvang glæpsins. Meira »

Skiptust á hundruðum fanga

27.12. Fangaskipti á hundruðum fanga fóru fram í Úkraínu í dag, þar sem yfirvöld skiptust á föngum við uppreisnarmenn aðskilnaðarsinna í landinu. Um var að ræða ein stærstu fangaskiptin síðan átökin í landinu hófust árið 2014. Meira »

Úkraína hafi rétt til að verja sig

23.12. Ákvörðun stjórnvalda í Bandaríkjunum til að verja 47 milljónum Bandaríkjadala til að auka varnargetu Úkraínu hefur fengið harða gagnrýni frá stjórnvöldum í Rússlandi. Úkraínsk stjórnvöld taka ákvörðuninni hins vegar fagnandi. Meira »

Sakar leyniþjónustu um að brugga launráð

9.10. Ríkissaksóknari Úkraínu sakar rússnesku leyniþjónustuna um að hafa ráðið glæpaforingja til þess að skipuleggja morð á fyrrverandi þingmanni á rússneska þinginu og harðan gagnrýnanda stjórnvalda í Kreml. Meira »

Vopnabúr í Úkraínu eldi að bráð

27.9. Rúmlega 30 þúsund manns voru flutt frá heimilum sínum í héraðinu Vinnytsia í miðhluta Úkraínu í kjölfar þess að eldur kom upp í stóru vopnabúri með tilheyrandi sprengingum. Saksóknarar telja mögulegt að um skemmdarverk hafi verið að ræða. Meira »

SÞ saka Rússa um mannréttindabrot

25.9.2017 Rússnesk stjórnvöld standa fyrir „alvarlegum mannréttindabrotum á Krímskaga“ að því er fram kemur í skýrslu sem unnin er af mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna. Í skýrslunni er fjallað um handahófskenndar handtökur, pyndingar og að minnsta kosti eina aftöku án dóms og laga. Meira »

Úkraína á lista yfir örugg ríki

25.8.2017 Útlendingastofnun hefur ákveðið að bæta Úkraínu, að undanskildum héruðunum Donetsk, Luhansk og Krím, á lista yfir örugg ríki. Meira »

Tveir slösuðust í sprengingu í Kiev

24.8.2017 Tveir slösuðust þegar sprenging varð í miðbæ Kiev í Úkraínu þar sem haldið var upp á þjóðhátíðardag landsins.   Meira »

Segir Rússa ábyrga fyrir Úkraínustríðinu

23.7.2017 Kurt Volker, nýr sendifulltrúi Bandaríkjanna í málefnum Úkraínu, segir Rússa bera ábyrgð á stríðinu í austurhluta landsins, eftir að til átaka kom á ný milli hersveita Úkraínustjórnar og uppreisnarmanna. Meira »

Vonast til að endurheimta ástvini

29.6.2017 Í ágúst 2014 gat Anastasiya Chub ekki beðið eftir því að deila góðu fregnunum með manni sínum; hún var ólétt að öðru barni þeirra hjóna. Gleði hennar vék hins vegar skjótt fyrir sorg og örvæntingu þegar hún komst að því að Sergiy, sem barðist við uppreisnarmenn í austurhluta Úkraínu, væri saknað. Meira »

Gleði og glimmer í skugga stríðs

6.5.2017 Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva sem haldin er í Úkraínu í ár er sérstök fyrir margar sakir. Fyrst og fremst er það sú staðreynd að keppnin er haldin í skugga vopnaðra átaka í austurhluta landsins og bágs efnahagsástands en aðeins eru tvö ár síðan Úkraínumenn tóku ekki þátt í keppninni vegna fjárhagserfiðleika. Meira »

Merkel og Pútín funda í dag

2.5.2017 Angela Merkel, kanslari Þýskalands, mun funda með Vladimir Pútín, forseta Rússlands, í rússnesku borginni Sochi í dag. Þetta er fyrsta heimsókn Merkel til Rússlands í tvö ár. Meira »

Merkel fundar með Pútín í maí

16.3.2017 Angela Merkel, kanslari Þýskalands, fundar með Vladimir Pútín, Rússlandsforseta í Moskvu í maí en þetta verður fyrsta heimsókn Merkel til Rússlands í tæplega 2 ár. Pútín greindi frá heimsókninni í dag þegar hann hitti Horst Seehofer, forsætisráðherra Bæjaralands. Meira »

Lánið beint aftur til AGS

6.3.2017 Roman Shpek, framkvæmdastjóri samtaka fjármálafyrirtækja í Úkraínu, segir nýtt lán Alþjóðagjaldeyrissjóðsins til landsins munu rata aftur í vasa sjóðsins í stað ríkiskassans. Meira »

Ógnuðu eftirlitsmönnum ÖSE

26.2.2017 Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefur fordæmt atvik sem átti sér stað í austurhluta Úkraínu þar sem uppreisnarmenn, sem eru hliðhollir stjórnvöldum í Rússlandi, stöðvuðu almenna eftirlitsmenn á vegum Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, ÖSE, og skutu á þá. Meira »

Rússar hyggjast halda Krímskaga

15.2.2017 Utanríkisráðherra Rússlands hefur sagt að Rússar hyggist halda Krímskaga en ekki skila honum aftur til Úkraínu. Maria Zakharova, talsmaður ráðuneytisins, sagði á vikulegum blaðamannafundi í dag að Krím væri hluti af Rússlandi. Meira »

Savtsjenkó stofnar uppreisnarhreyfingu

27.12.2016 Úkraínski orrustuflugmaðurinn Nadía Savtsjenkó sem varð að þjóðhetju þegar á sat í rússnesku fangelsi hefur stofnað uppreisnarhreyfingu sem hún segir að verði að stjórnmálaflokki þegar fram líða stundir. Hún boðar „raunverulegar“ kerfisbreytingar. Meira »

PrivatBank stóð fyllilega undir nafni

22.12.2016 Margeir Pétursson fjárfestir segir að það hafi komið sér á óvart að ríkisstjórn Úkraínu hafi þorað að þjóðnýta PrivatBank, stærsta banka landsins. Engu að síður hafi vandamál bankans verið ljós lengi. Eilífar kjaftasögur hafi verið í gangi um bankann og hann hafi staðið fyllilega undir nafni. Meira »

Stjórnvöld í Úkraínu þjóðnýta PrivatBank

18.12.2016 Stjórnvöld í Úkraínu hafa þjóðnýtt stærsta banka landsins til að freista þess að forða fjármálahruni. Ákvörðunin um að taka yfir PrivatBank er tekin í skugga orðróms um að bankinn hafi setið uppi með miklar „slæmar“ skuldir. Meira »

Steven Seagal fær rússneskan ríkisborgararétt

3.11.2016 Forseti Rússlands, Vladimír Pútín, hefur ritað undir tilskipun um að bandaríski hasarhetjuleikarinn Steven Seagal fái rússneskan ríkisborgararétt. Meira »

Ekki annað kalt stríð

28.10.2016 Atlantshafsbandalagið hefur ekki áhuga á öðru köldu stríði og hefur ekki áhuga á að lenda upp á kant við Rússa, segir framkvæmdastjóri NATO, Jens Stoltenberg, í viðtali við BBC. Meira »

Gæti ekki stöðvað rússneska árás

22.6.2016 Eins og staðan er í dag gæti NATO ekki varið Eystrasaltsríkin gegn rússneskri árás. Þetta sagði bandaríski hershöfðinginn Ben Hodges, yfirmaður landhers Bandaríkjanna í Evrópu, í dag. Fjallað er um málið í frétt AFP. Meira »

Framlengingin samþykkt með fyrirvara

21.6.2016 Evrópusambandið hefur ákveðið að framlengja refsiaðgerðir sínar gegn Rússlandi vegna innlimunar rússneskra stjórnvalda á Krímsskaga og stuðnings þeirra við aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu. Þetta kemur fram á fréttavefnum Euobserver.com. Meira »

Fjögur herfylki til varnar Rússum

13.6.2016 Til stendur að Atlantshafsbandalagið (NATO) sendi fjögur fjölþjóðleg herfylki til Eistlands, Lettlands, Litháens og Póllands vegna vaxandi hernaðarógnar frá Rússlandi. Þetta upplýsti Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, á blaðamannafundi í gær. Meira »