Úkraína

Eftir að mótmæli gegn stjórnvöldum í Úkraínu hófust hefur ástandið sífellt orðið viðkvæmara. Rússar innlimuðu Krímskaga í umdeildum kosningum og við landamæri Rússlands og Úkraínu er mikil spenna þar sem þrýst er á sameiningu annarra héraða við Rússland. Fjölmennar hersveitir eru á svæðinu og fólk óttast að átök sem blossað hafa upp muni magnast.

Æfa sig fyrir sprengjuárásir

í fyrradag Tugir barna eru í hnipri í kjallaranum og verja höfuð sín með höndunum. Þau eru að æfa hvað þau eigi að gera fari svo að skóli þeirra verði fyrir árás í átökunum sem staðið hafa yfir í austurhluta Úkraínu frá því Rússar innlimuðu Krímskaga árið 2014. Meira »

„Þetta er ögrun“

1.9. Talsmaður Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta segir að morðið á Al­ex­and­er Zak­harchen­ko, leiðtoga aðskilnaðarsinna í aust­ur­hluta Úkraínu, í gær sé ögrun sem muni grafa undan friði. Meira »

„Ég heyrði þetta ekki“

31.8. Rússnesk stjórnvöld neita því sem fram kemur í æviminningum Francois Hollande, fyrrverandi forseta Frakklands, að Vladimír Pútín Rússlandsforseti hafi hótað að „gjöreyða“ úkraínskum hermönnum. Meira »

Leiðtogi aðskilnaðarsinna drepinn

31.8. Alexander Zakharchenko, leiðtogi aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu, var drepinn í sprengingu í borginni Donetsk.  Meira »

Finnur að endalokin nálgast

17.8. Úkraínski kvikmyndagerðarmaðurinn Oleg Sentsov, sem hefur verið í hungurverkfalli í næstum hundrað daga, er að missa alla trú á því að honum verði sleppt úr fangelsi í Rússlandi. Þetta kemur fram í máli frænku hans, Nataliu Kaplan, sem fékk nýlega bréf frá Sentsov. Meira »

Vill lifa en heldur verkfallsaðgerðum áfram

15.8. Úkraínski kvikmyndagerðarmaðurinn Oleg Sentsov, sem er í hungurverkfalli í rússnesku fangelsi, vill lifa en mun ekki hætta mótmælum sínum, þrátt fyrir að þau ógni heilsu hans. Þetta segir aðgerðasinni sem heimsótti Sentsov í fangelsið. Meira »

Vilja fanga í hungurverkfalli frjálsan

10.6. Fjölskylda úkraínska kvikmyndagerðarmannsins Oleg Sentsov biður Valdimir Pútín Rússlandsforseta um að láta Sentsov lausan áður en heimsmeistaramótið í knattspyrnu hefst í Rússlandi á fimmtudag. Sentsov er í hungurverkfalli. Meira »

„Ég er morðingi Arkadí Babchenko“

10.6. Maðurinn sem var ráðinn til þess að myrða rússneska blaðamanninn Arkadí Babchenko í Úkraínu segist hafa haft strax samband við leyniþjónustuna eftir að hann var beðinn um að myrða blaðamanninn. Daginn sem fremja átti morðið fékk hann sér súpu og tók leigubíl á vettvang glæpsins. Meira »

Skiptust á hundruðum fanga

27.12. Fangaskipti á hundruðum fanga fóru fram í Úkraínu í dag, þar sem yfirvöld skiptust á föngum við uppreisnarmenn aðskilnaðarsinna í landinu. Um var að ræða ein stærstu fangaskiptin síðan átökin í landinu hófust árið 2014. Meira »

Úkraína hafi rétt til að verja sig

23.12. Ákvörðun stjórnvalda í Bandaríkjunum til að verja 47 milljónum Bandaríkjadala til að auka varnargetu Úkraínu hefur fengið harða gagnrýni frá stjórnvöldum í Rússlandi. Úkraínsk stjórnvöld taka ákvörðuninni hins vegar fagnandi. Meira »

Sakar leyniþjónustu um að brugga launráð

9.10.2017 Ríkissaksóknari Úkraínu sakar rússnesku leyniþjónustuna um að hafa ráðið glæpaforingja til þess að skipuleggja morð á fyrrverandi þingmanni á rússneska þinginu og harðan gagnrýnanda stjórnvalda í Kreml. Meira »

Vopnabúr í Úkraínu eldi að bráð

27.9.2017 Rúmlega 30 þúsund manns voru flutt frá heimilum sínum í héraðinu Vinnytsia í miðhluta Úkraínu í kjölfar þess að eldur kom upp í stóru vopnabúri með tilheyrandi sprengingum. Saksóknarar telja mögulegt að um skemmdarverk hafi verið að ræða. Meira »

SÞ saka Rússa um mannréttindabrot

25.9.2017 Rússnesk stjórnvöld standa fyrir „alvarlegum mannréttindabrotum á Krímskaga“ að því er fram kemur í skýrslu sem unnin er af mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna. Í skýrslunni er fjallað um handahófskenndar handtökur, pyndingar og að minnsta kosti eina aftöku án dóms og laga. Meira »

Úkraína á lista yfir örugg ríki

25.8.2017 Útlendingastofnun hefur ákveðið að bæta Úkraínu, að undanskildum héruðunum Donetsk, Luhansk og Krím, á lista yfir örugg ríki. Meira »

Tveir slösuðust í sprengingu í Kiev

24.8.2017 Tveir slösuðust þegar sprenging varð í miðbæ Kiev í Úkraínu þar sem haldið var upp á þjóðhátíðardag landsins.   Meira »

Segir Rússa ábyrga fyrir Úkraínustríðinu

23.7.2017 Kurt Volker, nýr sendifulltrúi Bandaríkjanna í málefnum Úkraínu, segir Rússa bera ábyrgð á stríðinu í austurhluta landsins, eftir að til átaka kom á ný milli hersveita Úkraínustjórnar og uppreisnarmanna. Meira »

Vonast til að endurheimta ástvini

29.6.2017 Í ágúst 2014 gat Anastasiya Chub ekki beðið eftir því að deila góðu fregnunum með manni sínum; hún var ólétt að öðru barni þeirra hjóna. Gleði hennar vék hins vegar skjótt fyrir sorg og örvæntingu þegar hún komst að því að Sergiy, sem barðist við uppreisnarmenn í austurhluta Úkraínu, væri saknað. Meira »

Gleði og glimmer í skugga stríðs

6.5.2017 Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva sem haldin er í Úkraínu í ár er sérstök fyrir margar sakir. Fyrst og fremst er það sú staðreynd að keppnin er haldin í skugga vopnaðra átaka í austurhluta landsins og bágs efnahagsástands en aðeins eru tvö ár síðan Úkraínumenn tóku ekki þátt í keppninni vegna fjárhagserfiðleika. Meira »

Merkel og Pútín funda í dag

2.5.2017 Angela Merkel, kanslari Þýskalands, mun funda með Vladimir Pútín, forseta Rússlands, í rússnesku borginni Sochi í dag. Þetta er fyrsta heimsókn Merkel til Rússlands í tvö ár. Meira »

Merkel fundar með Pútín í maí

16.3.2017 Angela Merkel, kanslari Þýskalands, fundar með Vladimir Pútín, Rússlandsforseta í Moskvu í maí en þetta verður fyrsta heimsókn Merkel til Rússlands í tæplega 2 ár. Pútín greindi frá heimsókninni í dag þegar hann hitti Horst Seehofer, forsætisráðherra Bæjaralands. Meira »

Lánið beint aftur til AGS

6.3.2017 Roman Shpek, framkvæmdastjóri samtaka fjármálafyrirtækja í Úkraínu, segir nýtt lán Alþjóðagjaldeyrissjóðsins til landsins munu rata aftur í vasa sjóðsins í stað ríkiskassans. Meira »

Ógnuðu eftirlitsmönnum ÖSE

26.2.2017 Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefur fordæmt atvik sem átti sér stað í austurhluta Úkraínu þar sem uppreisnarmenn, sem eru hliðhollir stjórnvöldum í Rússlandi, stöðvuðu almenna eftirlitsmenn á vegum Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, ÖSE, og skutu á þá. Meira »

Rússar hyggjast halda Krímskaga

15.2.2017 Utanríkisráðherra Rússlands hefur sagt að Rússar hyggist halda Krímskaga en ekki skila honum aftur til Úkraínu. Maria Zakharova, talsmaður ráðuneytisins, sagði á vikulegum blaðamannafundi í dag að Krím væri hluti af Rússlandi. Meira »

Savtsjenkó stofnar uppreisnarhreyfingu

27.12.2016 Úkraínski orrustuflugmaðurinn Nadía Savtsjenkó sem varð að þjóðhetju þegar á sat í rússnesku fangelsi hefur stofnað uppreisnarhreyfingu sem hún segir að verði að stjórnmálaflokki þegar fram líða stundir. Hún boðar „raunverulegar“ kerfisbreytingar. Meira »

PrivatBank stóð fyllilega undir nafni

22.12.2016 Margeir Pétursson fjárfestir segir að það hafi komið sér á óvart að ríkisstjórn Úkraínu hafi þorað að þjóðnýta PrivatBank, stærsta banka landsins. Engu að síður hafi vandamál bankans verið ljós lengi. Eilífar kjaftasögur hafi verið í gangi um bankann og hann hafi staðið fyllilega undir nafni. Meira »

Stjórnvöld í Úkraínu þjóðnýta PrivatBank

18.12.2016 Stjórnvöld í Úkraínu hafa þjóðnýtt stærsta banka landsins til að freista þess að forða fjármálahruni. Ákvörðunin um að taka yfir PrivatBank er tekin í skugga orðróms um að bankinn hafi setið uppi með miklar „slæmar“ skuldir. Meira »

Steven Seagal fær rússneskan ríkisborgararétt

3.11.2016 Forseti Rússlands, Vladimír Pútín, hefur ritað undir tilskipun um að bandaríski hasarhetjuleikarinn Steven Seagal fái rússneskan ríkisborgararétt. Meira »

Ekki annað kalt stríð

28.10.2016 Atlantshafsbandalagið hefur ekki áhuga á öðru köldu stríði og hefur ekki áhuga á að lenda upp á kant við Rússa, segir framkvæmdastjóri NATO, Jens Stoltenberg, í viðtali við BBC. Meira »

Gæti ekki stöðvað rússneska árás

22.6.2016 Eins og staðan er í dag gæti NATO ekki varið Eystrasaltsríkin gegn rússneskri árás. Þetta sagði bandaríski hershöfðinginn Ben Hodges, yfirmaður landhers Bandaríkjanna í Evrópu, í dag. Fjallað er um málið í frétt AFP. Meira »

Framlengingin samþykkt með fyrirvara

21.6.2016 Evrópusambandið hefur ákveðið að framlengja refsiaðgerðir sínar gegn Rússlandi vegna innlimunar rússneskra stjórnvalda á Krímsskaga og stuðnings þeirra við aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu. Þetta kemur fram á fréttavefnum Euobserver.com. Meira »