Úkraína

Eftir að mótmæli gegn stjórnvöldum í Úkraínu hófust hefur ástandið sífellt orðið viðkvæmara. Rússar innlimuðu Krímskaga í umdeildum kosningum og við landamæri Rússlands og Úkraínu er mikil spenna þar sem þrýst er á sameiningu annarra héraða við Rússland. Fjölmennar hersveitir eru á svæðinu og fólk óttast að átök sem blossað hafa upp muni magnast.

Geta orðið Rússar á þremur mánuðum

Í gær, 15:50 Vladimír Pútín Rússlandsforseti undirritaði í dag forsetatilskipun, sem auðveldar fólki sem býr í austurhéruðum Úkraínu að fá rússneskan ríkisborgararrétt. Tilskipunin hefur verið kynnt á vef stjórnvalda í Kremlin. Meira »

Þingmenn vilja draga úr forsetavaldi

í fyrradag Áður en Volodimír Selenskí var kosinn forseti Úkraínu hóf stjórnarandstaðan á þinginu að undirbúa aðgerðir til að draga úr valdi hans. Meira »

Rússar sjá von í nýjum Úkraínuforseta

22.4. Úkraínumenn taka skrefið inn í nýja tíma með nýjum forseta, Volodimír Selenskí, sem hlaut 73% atkvæða í forsetakosningunum sem lauk í dag. Rússar hafa þegar sagst sjá flöt á bættum samskiptum við landið. Meira »

Vill hleypa nýju lífi í friðarviðræðurnar

21.4. Grínistinn Volodimír Selenskij, sem sigraði í kvöld í úkraínsku forsetakosningunum, heitir því að hleypa nýju lífi í friðarviðræður við aðskilnaðarsinna í landinu, sem bæði Rússar og vesturveldin hafa tekið þátt í. Meira »

Grínistinn sigraði í Úkraínu

21.4. Grínistinn Volodimír Selenskij er næsti forseti Úkraínu, en samkvæmt útgönguspá hefur hann fengið yfir 70% atkvæða í forsetakosningunum. Meira »

Grínistanum spáð sigri

21.4. Kjörstaðir hafa verið opnaðir í annarri umferð forsetakosninganna í Úkraínu. Grínistinn Volodymyr Selenskí er talinn líklegur sigurvegari. Meira »

Forskot grínistans ekkert spaug

1.4. Volodimír Selenskí var langefstur í fyrri umferð forsetakosninganna í Úkraínu sem fram fór í gær. Hann hefur enga reynslu af pólitík en hefur þó verið í hlutverki forseta á sjónvarpsskjám landa sinna. „Ég vil þakka þeim Úkraínumönnum sem kusu ekki bara í gríni,“ sagði Selenskí. Meira »

Reisa girðingu milli Úkraínu og Krímskaga

28.12. Rússnesk yfirvöld hafa nú lokið við að reisa tæknivædda landamæragirðingu þvert yfir landamærin sem skilja Krímskagann frá Úkraínu, en Rússar innlimuðu Krímskagann árið 2014. Meira »

Herlög felld úr gildi í Úkraínu

26.12. Úkraínsk stjórnvöld hafa nú afnumið herlög, sem sett voru á í 10 héruðum við Svartahafið og við landamæri Rússlands og Úkraínu, eftir að Rússar her­tóku þrjú úkraínsk her­skip skammt frá Krímskag­an­um í lok síðasta á mánaðar. Meira »

Pútín: „Stríðið heldur áfram“

1.12. Vladimir Pútín, forseti Rússlands, segir að engin lausn sé í augsýn í deilum Rússa við Úkraínu „svo lengi sem núverandi stjórnvöld eru við völd“. Meira »

Banna rússneskum körlum að koma til landsins

30.11. Rússneskum karlmönnum á aldrinum 16-60 ára verður meinað að koma til Úkraínu samkvæmt herlögum sem þar eru nú í gildi.  Meira »

Trump aflýsir fundi með Pútín

29.11. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur aflýst fyrirhuguðum fundi sínum með Pútín Rússlandsforseta. Þetta kemur fram á Twitter-síðu Trump. Meira »

Grípa ekki til vopna gegn Rússum

29.11. Kanslari Þýskalands lagði áherslu á það í dag að ekki stæði til að grípa til hervalds vegna aðgerða Rússa í Azov-hafi undan strönd Krímskaga þar sem þeir hertóku þrjú skip úkraínska sjóhersins, en forseti Úkraínu hefur kallað eftir aðstoð NATO vegna málsins. Meira »

Fjandskapur kraumar við Krímskaga

29.11. Ófremdarástand ríkir á Azovhafi og koma Rússar nú í veg fyrir það að skip komist til eða frá úkraínskum höfnum. Forseti Úkraínu hefur sett á herlög og segir stríð vofa yfir. Meira »

Pútín segir átökin sviðsett

28.11. Vladimír Pútín Rússlandsforseti sakar Petro Porósjenkó, forseta Úkraínu, um að hafa sviðsett átök úkraínskra herskipa við Rússa við Krímskaga til þess að auka vinsældir sínar fyrir forsetakosningar í Úkraínu á næsta ári. Meira »

Rússar fjölga í herliði við landamærin

27.11. Rússar hafa fjölgað mikið í herliði sínu við landamæri Úkraínu eftir að úkraínska þingið samþykkti að lýsa yfir herlögum til 30 daga í landinu í gærkvöldi. Herlögin voru sett í kjölfar þess að Rússar hertóku þrjú úkraínsk herskip skammt frá Krímskaga um helgina. Meira »

Rússar og Úkraínumenn gæti stillingar

27.11. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir Rússa og Úkraínumenn verða að gæta stillingar í samskiptum sínum, í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér vegna mikillar og vaxandi spennu í samskiptum ríkjanna. Meira »

Pútín ekki sáttur við herlögin

27.11. Forseti Rússlands, Vladimír Pútín, hefur lýst verulegum áhyggjum vegna ákvörðunar stjórnvalda í Úkraínu um að setja herlög í landinu. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá forsetaembætti Rússlands í dag. Meira »

Spenna eykst vegna deilunnar um Asovshaf

26.11. Úkraínska þingið samþykkti í kvöld að herlögum yrði lýst yfir í landinu, eftir að Rúss­ar her­tóku þrjú úkraínsk her­skip skammt frá Krímskag­an­um um helg­ina og virðist spennan í samskiptum ríkjanna nú stigmagnast enn á ný. En um hvað snýst málið eiginlega? Meira »

Samþykkja að lýsa yfir herlögum

26.11. Úkraínska þingið samþykkti nú í kvöld að herlögum skuli lýst yfir í landinu í kjölfar þess að Rúss­ar her­tóku þrjú úkraínsk her­skip skammt frá Krímskag­an­um um helg­ina. Með herlögunum, sem taka gildi á miðvikudag, geta yfirvöld sett hömlur á fjöldafundi og umfjöllun fjölmiðla. Meira »

Íhuga að setja á herlög í Úkraínu

26.11. Úkraínska þingið er nú með til skoðunar að leggja á herlög í landinu eftir að Rúss­ar her­tóku þrjú úkraínsk her­skip skammt frá Krímskag­an­um um helg­ina. Örygg­is­ráð Sam­einuðu þjóðanna og Atlants­hafs­banda­lagið boðuðu til neyðar­fund­arvegna málsins í dag. Meira »

NATO boðar til neyðarfundar

26.11. Atlantshafsbandalagið hefur boðað til neyðarfundar í höfuðstöðvum sínum í Brussel eftir að Rússar hertóku þrjú úkraínsk skip skammt frá Krímskaga um helgina. Meira »

Hertóku úkraínsk herskip

26.11. Rússar hertóku þrjú úkraínsk herskip skammt frá Krímskaganum um helgina og óttast margir að þetta þýði aukin hernaðarumsvif á þessum slóðum. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur verið boðað á neyðarfund í dag. Meira »

Saka Rússa um að hertaka úkraínsk skip

25.11. Yfirvöld í Úkraínu saka rússnesk yfirvöld um að skjóta á og hertaka þrjú skip á vegum úkraínska sjóhersins undan strönd Krímskaga. Meira »

Æfa sig fyrir sprengjuárásir

21.10. Tugir barna eru í hnipri í kjallaranum og verja höfuð sín með höndunum. Þau eru að æfa hvað þau eigi að gera fari svo að skóli þeirra verði fyrir árás í átökunum sem staðið hafa yfir í austurhluta Úkraínu frá því Rússar innlimuðu Krímskaga árið 2014. Meira »

„Þetta er ögrun“

1.9. Talsmaður Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta segir að morðið á Al­ex­and­er Zak­harchen­ko, leiðtoga aðskilnaðarsinna í aust­ur­hluta Úkraínu, í gær sé ögrun sem muni grafa undan friði. Meira »

„Ég heyrði þetta ekki“

31.8. Rússnesk stjórnvöld neita því sem fram kemur í æviminningum Francois Hollande, fyrrverandi forseta Frakklands, að Vladimír Pútín Rússlandsforseti hafi hótað að „gjöreyða“ úkraínskum hermönnum. Meira »

Leiðtogi aðskilnaðarsinna drepinn

31.8. Alexander Zakharchenko, leiðtogi aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu, var drepinn í sprengingu í borginni Donetsk.  Meira »

Finnur að endalokin nálgast

17.8. Úkraínski kvikmyndagerðarmaðurinn Oleg Sentsov, sem hefur verið í hungurverkfalli í næstum hundrað daga, er að missa alla trú á því að honum verði sleppt úr fangelsi í Rússlandi. Þetta kemur fram í máli frænku hans, Nataliu Kaplan, sem fékk nýlega bréf frá Sentsov. Meira »

Vill lifa en heldur verkfallsaðgerðum áfram

15.8. Úkraínski kvikmyndagerðarmaðurinn Oleg Sentsov, sem er í hungurverkfalli í rússnesku fangelsi, vill lifa en mun ekki hætta mótmælum sínum, þrátt fyrir að þau ógni heilsu hans. Þetta segir aðgerðasinni sem heimsótti Sentsov í fangelsið. Meira »