Fjórir látnir eftir flugskeytaárás

Frá Míkolaív-héraði. Mynd úr safni.
Frá Míkolaív-héraði. Mynd úr safni. AFP/Oleksandr Gímanov

Fjórir eru látnir og fimm særðir eftir flugskeytaárás Rússa á borgina Míkolaív í suðurhluta Úkraínu í morgun.

Íbúðarhúsnæði, bílar og iðnaðarhúsnæði urðu m.a. fyrir tjóni í árásinni.

Reuters greinir frá.

„Óvinurinn heldur áfram árásum á suðurhluta Úkraínu. Ósvífin árás á Míkolaív um hábjartan dag,“ greindi herstjórn suðurhluta Úkraínu frá á Telegram.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka