Myndskeið: Segjast hafa skotið niður sprengjuflugvél

Stjórnvöld í Kænugarði segjast hafa í fyrsta sinn skotið niður rússneska sprengjuflugvél.

Ef rétt reynist væri um að ræða mikinn táknrænan sigur fyrir Úkraínu, sem hefur þurft að þola fleiri hundruð árásir Rússa úr lofti frá því rússneskir hermenn réðust inn í landið fyrir rúmum tveimur árum.

Yfirvöld í Kreml fullyrða að herflugvél hafi brotlent innan rússnesks yfirráðasvæðis þar sem hún var á leið til baka úr hernaðarverkefni. Þau segja vélina hafa bilað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert