Sendir aukinn herafla til Evrópu

Úkraína | 29. júní 2022

Sendir aukinn herafla til Evrópu

Joe Biden Bandaríkjaforseti ætlar að senda aukinn herafla til Evrópu til stuðnings Atlantshafsbandalaginu, NATO. Hann segir meiri þörf fyrir bandalagið núna en nokkru sinni fyrr.

Sendir aukinn herafla til Evrópu

Úkraína | 29. júní 2022

Joe Biden í Madríd í morgun.
Joe Biden í Madríd í morgun. AFP

Joe Biden Bandaríkjaforseti ætlar að senda aukinn herafla til Evrópu til stuðnings Atlantshafsbandalaginu, NATO. Hann segir meiri þörf fyrir bandalagið núna en nokkru sinni fyrr.

Joe Biden Bandaríkjaforseti ætlar að senda aukinn herafla til Evrópu til stuðnings Atlantshafsbandalaginu, NATO. Hann segir meiri þörf fyrir bandalagið núna en nokkru sinni fyrr.

NATO verður „styrkt í allar áttir og á öllum svæðum – í lofti, láði og legi,“ sagði Biden á ráðstefnu bandalagsins í Madríd, höfuðborg Spánar.

Biden, sem var á fundi með Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra NATO, sagði meðal annars að bandarískum tundurspillum verður fjölgað úr fjórum í sex í bænum Rota á Spáni, bækistöðvar fyrir bandaríska hermenn verða til frambúðar í Póllandi, þrjú þúsund hermenn verða fluttir til Rúmeníu ásamt tvö þúsund manna hópi til viðbótar og loftvarnir verða efldar í Þýskalandi og á Ítalíu.

Biden í Madríd ásamt Erdogan, forseta Tyrklands (lengst til vinstri), …
Biden í Madríd ásamt Erdogan, forseta Tyrklands (lengst til vinstri), og Stoltenberg. AFP

„Saman ætlum við að tryggja að NATO verði tilbúið til að takast á við ógnir úr öllum áttum og á öllum svæðum,“ sagði Biden.

Hann sagði Pútín Rússlandsforseta hafa eyðilagt friðinn sem ríkti í Evrópu og að Bandaríkin og samherjar þeirra ætli sér að bregðast við.

„Við ætlum að taka skref upp á við og sanna að það er meiri þörf fyrir NATO en nokkru sinni fyrr og bandalagið hefur aldrei verið mikilvægara.“

mbl.is