Konur sem fengu hormónauppbót líður betur og lifa lengur

Dagmál | 15. júlí 2022

Konur sem fengu hormónauppbót líður betur og lifa lengur

„Breytingarskeiðið er auðvitað náttúrulegt ferli fyrir langflestar konur,“ segir Hanna Lilja Oddgeirsdóttir, læknir og eigandi heilsumiðstöðvarinnar Gynamedica, í samtali við Berglindi Guðmundsdóttur í Dagmálsþætti dagsins.

Konur sem fengu hormónauppbót líður betur og lifa lengur

Dagmál | 15. júlí 2022

„Breytingarskeiðið er auðvitað náttúrulegt ferli fyrir langflestar konur,“ segir Hanna Lilja Oddgeirsdóttir, læknir og eigandi heilsumiðstöðvarinnar Gynamedica, í samtali við Berglindi Guðmundsdóttur í Dagmálsþætti dagsins.

„Breytingarskeiðið er auðvitað náttúrulegt ferli fyrir langflestar konur,“ segir Hanna Lilja Oddgeirsdóttir, læknir og eigandi heilsumiðstöðvarinnar Gynamedica, í samtali við Berglindi Guðmundsdóttur í Dagmálsþætti dagsins.

„Sumar konur hætta á blæðingum fyrr og það getur verið til dæmis ef þú ferð í aðgerð og eggjastokkarnir eru teknir eða ef þær fá krabbamein og fá krabbameinsmeðferð og eggjastokkarnir eyðileggjast. Þá fá þær rosalega erfið breytingarskeiðs einkenni og þar er auðvitað mjög mikilvægt að meðhöndla þessar konur,“ segir Hanna Lilja sem telur lækna hér á landi oft á tíðum verið mjög ragir við að hefja hormónauppbót hjá konum á breytingarskeiði vegna gamalla rannsókna sem stuðst hefur verið við síðustu ár. 

Rannsóknir sýni jákvæð áhrif í dag

„Það hefur verið svolítið viðhorfið síðustu 20 árin að það ætti ekkert að vera að gefa konum alltof mikið af hormónum. Það væri nú svolítið hættulegt og krabbameinsvaldandi en það byggir allt á stórri rannsókn sem var gerð fyrir 20 árum,“ útskýrir Hanna Lilja og segir þá rannsókn hafa verið byggða á konum sem voru jafnvel komnar vel yfir sextugt.

Niðurstöður þeirrar rannsóknar höfðu sýnt neikvæð áhrif á heilsufar kvenanna en í dag sé raunin önnur.

Hanna Lilja segir nýjustu rannsóknir hafa sýnt allt aðrar niðurstöður enda hafi rannsóknarmengið verið yngri konur sem fylgt hafi verið eftir til lengri tíma. „Konurnar sem fengu hormónauppbótarmeðferð þeim líður betur og þær jafnvel lifa lengur,“ segir Hanna Lilja.

Viðtalið við Hönnu Lilju má sjá í heild sinni hér. 

mbl.is