Eðlilegt að Grindavíkurbær sendi erindi

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 9. ágúst 2022

Eðlilegt að Grindavíkurbær sendi erindi

Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir eðlilegt að Grindavíkurbær sendi erindi á ríkisvaldið vegna kostnaðarins sem hefur fallið á bæinn vegna umstangsins sem fylgdi eldgosinu í Geldingadölum á síðasta ári.

Eðlilegt að Grindavíkurbær sendi erindi

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 9. ágúst 2022

Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra.
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir eðlilegt að Grindavíkurbær sendi erindi á ríkisvaldið vegna kostnaðarins sem hefur fallið á bæinn vegna umstangsins sem fylgdi eldgosinu í Geldingadölum á síðasta ári.

Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir eðlilegt að Grindavíkurbær sendi erindi á ríkisvaldið vegna kostnaðarins sem hefur fallið á bæinn vegna umstangsins sem fylgdi eldgosinu í Geldingadölum á síðasta ári.

Í viðtali við mbl.is sagði Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkur að ársreikningur bæjarfélagsins hefði leitt í ljós að Grindavík hefði tekið á sig 60 milljóna króna nettókostnað vegna eldgossins í Geldingadölum.

Þá sagði hann að bréf hefði borist á dögunum frá almannavörnum þar sem farið var fram á að bærinn myndi hafa frumkvæði að lagfæringu stíga og leiða í þágu ferðafólks og viðbragðsaðila vegna eldgossins í Meradölum. 

Ekkert erindi borist

Að sögn Sigurðar Inga hefur það ekki komið til tals hvort að ríkið muni koma til með að gera upp þann kostnað við Grindavík sem féll á bæjarfélagið á síðasta ári enda hefur ekkert erindi þess efnis borist frá bænum. Hann bendir jafnframt á að ríkið hafi oft hlaupið undir bagga þegar náttúruhamfarir ganga yfir og greitt fyrir tjón sem fellur utan trygginga eða náttúruhamfarasjóðs, og ekki væri óeðlilegt að gera slíkt hið sama núna. 

Mögulegt væri að setja á laggirnar ráðuneytisstjórahóp til að kanna nánar hvernig greiðslum yrði háttað.

Þá segir hann um 12 til 15 milljarðar í varasjóð sem hægt væri að leita í vegna kostnaðar sem hlýst af eldgosinu.

mbl.is