Fara með börn að gosinu þrátt fyrir að vita að sé lokað

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 18. ágúst 2022

Fara með börn að gosinu þrátt fyrir að vita að sé lokað

Dæmi eru um það að fólk fari með börn að gosstöðvunum í Meradölum þrátt fyrir að það viti að það sé lokað. Þetta segir Bogi Adolfsson, björgunarsveitarmaður hjá björgunarsveitinni Þorbirni, í samtali við mbl.is. 

Fara með börn að gosinu þrátt fyrir að vita að sé lokað

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 18. ágúst 2022

Björgunarsveitin reynir eftir fremsta megni að passa að fólk fari …
Björgunarsveitin reynir eftir fremsta megni að passa að fólk fari ekki lengra að gosinu en æskilegt þykir. mbl.is/Kristinn Magnússon

Dæmi eru um það að fólk fari með börn að gosstöðvunum í Meradölum þrátt fyrir að það viti að það sé lokað. Þetta segir Bogi Adolfsson, björgunarsveitarmaður hjá björgunarsveitinni Þorbirni, í samtali við mbl.is. 

Dæmi eru um það að fólk fari með börn að gosstöðvunum í Meradölum þrátt fyrir að það viti að það sé lokað. Þetta segir Bogi Adolfsson, björgunarsveitarmaður hjá björgunarsveitinni Þorbirni, í samtali við mbl.is. 

Gosstöðvarnar voru lokaðar í gær vegna veðurs en það hefur ekki þau áhrif að fæla alla frá gosinu. „Það eru alltaf einhverjir sem fara en það var ekki í einhverjum hópum eða svoleiðis,“ segir björgunarsveitarmaður um stöðuna í gær.

Björgunarsveitin reynir eftir fremsta megni að passa að fólk fari ekki lengra að gosinu en æskilegt þykir en Bogi segir að þau hafi vitanlega ekki hundrað prósent eftirlit.

Hraunið breiðir úr sér í Meradölum.
Hraunið breiðir úr sér í Meradölum. mbl.is/Hákon

Þá segir hann mikla umferð af barnafólki um þessar mundir og reyndu einhverjir að fara að gosinu í gær. 

Veit fólk þá ekki að það er lokað? 

„Jú jú, það veit alveg að það er lokað. Ég skil alveg aðdráttaraflið en þetta eru samt 14 kílómetrar,“ bætir Bogi við.

mbl.is