Mjög gott að Martin var valinn en ekki ég

Dagmál | 3. september 2022

Mjög gott að Martin var valinn en ekki ég

„Ég tók tvær mjög afrifaríkar ákvarðanir þetta ár,“ sagði langhlauparinn Arnar Pétursson í Dagmálum, frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins. 

Mjög gott að Martin var valinn en ekki ég

Dagmál | 3. september 2022

„Ég tók tvær mjög afrifaríkar ákvarðanir þetta ár,“ sagði langhlauparinn Arnar Pétursson í Dagmálum, frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins. 

„Ég tók tvær mjög afrifaríkar ákvarðanir þetta ár,“ sagði langhlauparinn Arnar Pétursson í Dagmálum, frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins. 

Arnar, sem er 31 árs gamall, ákvað að segja skilið við körfuboltann árið 2011 og byrja að æfa langhlaup.

Arnar er í dag einn fremsti langhlaupari landsins en hann er meðal annars margfaldur Íslandsmeistari í maraþoni.

„Ég ákvað að fara í útskriftarferð með Versló en hún skaraðist á við fyrstu landsliðsæfingarnar með U20-ára landsliðinu í körfunni,“ sagði Arnar.

„Af því leiddi að ég var valinn sem þrettándi maður, í tólf manna landsliðshóp, og valið stóð í raun á milli mín og Martins Hermannssonar á þessum tíma.

Hann er besti körfuboltamaður sem við eigum í dag og það var því mjög gott að hann var valinn þarna en ekki ég sem tólfti maður,“ sagði Arnar meðal annars.

Viðtalið við Arnar í heild sinni má nálgast með því að smella hér.

Martin Hermannsson er fremsti körfuboltamaður landsins en hann er samningsbundinn …
Martin Hermannsson er fremsti körfuboltamaður landsins en hann er samningsbundinn Valencia á Spáni. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is