Áttaði mig allt í einu á því að mér leið illa

Dagmál | 9. september 2022

Áttaði mig allt í einu á því að mér leið illa

„Gleðin í golfinu var farin að minnka,“ sagði atvinnukylfingurinn fyrrverandi, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, í Dagmálum, frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins.

Áttaði mig allt í einu á því að mér leið illa

Dagmál | 9. september 2022

„Gleðin í golfinu var farin að minnka,“ sagði atvinnukylfingurinn fyrrverandi, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, í Dagmálum, frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins.

„Gleðin í golfinu var farin að minnka,“ sagði atvinnukylfingurinn fyrrverandi, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, í Dagmálum, frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins.

Ólafía Þórunn, sem er 29 ára gömul, lenti í kulnun árið 2018 eftir mikinn uppgang árin áður.

Hún var kjörin íþróttamaður ársins 2017 en hún lék sitt fyrsta keppnistímabil á LPGA-mótaröðinni sama ár. Mótaröðin er sú sterkasta í heimi. 

„Ég átti erfitt með að borða og sofa en ég tók aldrei eftir því sjálf,“ sagði Ólafía Þórunn.

„Það var ekki fyrr en ég tók mér hlé frá golfinu, í kringum jólin, sem ég áttaði mig á því að mér liði illa,“ bætti Ólafía Þórunn við.

Viðtalið við Ólafíu Þórunni í heild sinni má nálgast með því að smella hér.

mbl.is