Umsvif sem telja níu milljarða króna

True Detective á Íslandi | 10. september 2022

Umsvif sem telja níu milljarða króna

Stærsta beina erlenda fjárfestingin í menningu hér á landi lítur dagsins ljós með tilkomu tæplega níu milljarða króna kvikmyndaverkefnis á vegum HBO í samstarfi við TrueNorth.

Umsvif sem telja níu milljarða króna

True Detective á Íslandi | 10. september 2022

Lilja Alfreðsdóttir.
Lilja Alfreðsdóttir. Eggert Jóhannesson

Stærsta beina erlenda fjárfestingin í menningu hér á landi lítur dagsins ljós með tilkomu tæplega níu milljarða króna kvikmyndaverkefnis á vegum HBO í samstarfi við TrueNorth.

Stærsta beina erlenda fjárfestingin í menningu hér á landi lítur dagsins ljós með tilkomu tæplega níu milljarða króna kvikmyndaverkefnis á vegum HBO í samstarfi við TrueNorth.

Um er að ræða upptöku á fjórðu þáttaröð sjónvarpsþáttanna True Detective en þetta er í fyrsta sinn sem heil sería verður tekin upp hér á landi. Tökur hefjast í október og standa yfir í um níu mánuði.

Þetta staðfestir Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar og viðskiptaráðherra, í samtali við Morgunblaðið. Hún er nú stödd, ásamt sendinefnd, í Los Angeles í Kaliforníu þar sem hún fundar með kvikmyndaframleiðendum, aðilum úr tónlistarheiminum og öðrum sem starfa í skapandi greinum. Hún hefur meðal annars átt fundi með HBO, Netflix, Amazon, Paramount og fleiri framleiðendum. Ferðin er skipulögð af Íslandsstofu og Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar (ÚTÓN).

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu sem kom út í morgun. 

mbl.is