Foster berst í gegnum storminn í nýrri stiklu

True Detective á Íslandi | 16. febrúar 2023

Foster berst í gegnum storminn í nýrri stiklu

Leikkonan Jodie Foster berst í gegnum snjóstorminn í nýrri stiklu fyrir fjórðu þáttaröð True Detective. Tökur á þáttaröðinni standa enn yfir hér á landi, en búist er við að þeim ljúki þegar vora tekur. 

Foster berst í gegnum storminn í nýrri stiklu

True Detective á Íslandi | 16. febrúar 2023

HBO birti nýja stiklu fyrir True Detective í gær.
HBO birti nýja stiklu fyrir True Detective í gær. Samsett mynd

Leikkonan Jodie Foster berst í gegnum snjóstorminn í nýrri stiklu fyrir fjórðu þáttaröð True Detective. Tökur á þáttaröðinni standa enn yfir hér á landi, en búist er við að þeim ljúki þegar vora tekur. 

Leikkonan Jodie Foster berst í gegnum snjóstorminn í nýrri stiklu fyrir fjórðu þáttaröð True Detective. Tökur á þáttaröðinni standa enn yfir hér á landi, en búist er við að þeim ljúki þegar vora tekur. 

Framleiðandi þáttanna, HBO, birti nýja stiklu úr þáttunum í gær. Hún er þó aðeins átta sekúndna lögn en í henni má meðal annars sjá Foster í snjóstormi með vasaljós. Þá er einnig skot af henni í Skautahöll Reykjavíkur. 

Tökum lokið á Dalvík

Tökur á þáttunum eru þær umfangsmestu sem farið hafa fram á Íslandi og hefur tveimur bæjum á landinu, Keflavík og Dalvík, verið breytt í bæinn Ennis í Alaska, þar sem þættirnir eiga að gerast. Samkvæmt heimildum mbl.is lauk tökum um liðna helgi á Dalvík en tökur hafa að mestu farið fram í kvikmyndaverum á höfuðborgarsvæðinu. 

Auk stiklunnar birti HBO mynd af Foster og móttleikkonu hennar Kali Reis úti í snjónum og myrkrinu. 

mbl.is