Jodie Foster laumaði sér í Bíó Paradís

True Detective á Íslandi | 11. nóvember 2022

Jodie Foster laumaði sér í Bíó Paradís

Leikkonan Jodie Foster dvelur um þessar mundir í Reykjavík. Hún er í tökum á þáttunum True Detecti­ve sem fram fara á Íslandi um þessar mundir. Þar fer hún með aðalhlutverkið. 

Jodie Foster laumaði sér í Bíó Paradís

True Detective á Íslandi | 11. nóvember 2022

AFP/Valery Hache

Leikkonan Jodie Foster dvelur um þessar mundir í Reykjavík. Hún er í tökum á þáttunum True Detecti­ve sem fram fara á Íslandi um þessar mundir. Þar fer hún með aðalhlutverkið. 

Leikkonan Jodie Foster dvelur um þessar mundir í Reykjavík. Hún er í tökum á þáttunum True Detecti­ve sem fram fara á Íslandi um þessar mundir. Þar fer hún með aðalhlutverkið. 

Það er því ekkert skrítið að Foster reyni að lifa eins eðlilegu lífi og hægt er meðan hún dvelur hérlendis. Í gærkvöldi kynnti hún sér evrópska kvikmyndagerð þegar hún skottaðist í Bíó Paradís við Hverfisgötu og sá myndina Triangle of Sadness. Gestir ráku upp stór augu þegar þeir komu auga á þessa heimsfrægu leikkonu í einu heimilislega bíói landsins. 

Triangle of Sadness er eftir Ruben Östlund og er tilnefnd í fjölmörgum flokkum á Evrópsku kvikmyndaverðlaununum sem fram fara í Hörpu 10. desember. Hann er tilnefndur sem besti leikstjórinn og handritshöfundurinn og myndin sem besta myndin á verðlaununum. Leikarinn Zl­at­ko Burić er tilnefndur sem besti leikarinn en hann leikur aðalhlutverkið.

Það er því ekki skrýtið að Foster hafi viljað sjá þessa mynd sem hefur farið sigurför um heiminn og mun líklega halda því áfram. Fólk sem er ekki búið að sjá þessa mynd ætti að drífa sig í bíó um helgina. 

mbl.is