Raðir við rússnesku landamærin

Úkraína | 22. september 2022

Raðir við rússnesku landamærin

Raðir hafa myndast víða við landamæri Rússlands þar sem karlar reyna nú að yfirgefa landið til að komast hjá herkvaðningu vegna Úkraínustríðsins. 

Raðir við rússnesku landamærin

Úkraína | 22. september 2022

Hér má sjá bílaraðir við landamæri Rússlands að Finnlandi í …
Hér má sjá bílaraðir við landamæri Rússlands að Finnlandi í dag. AFP

Raðir hafa myndast víða við landamæri Rússlands þar sem karlar reyna nú að yfirgefa landið til að komast hjá herkvaðningu vegna Úkraínustríðsins. 

Raðir hafa myndast víða við landamæri Rússlands þar sem karlar reyna nú að yfirgefa landið til að komast hjá herkvaðningu vegna Úkraínustríðsins. 

Í þjóðarávarpi sínu í gærmorgun tilkynnti Vladimír Pútín Rússlandsforseti um herkvaðningu 300 þúsunda manna, en ávarpið kemur í kjölfar tilkynninga aðskilnaðarsinna um fyrirhugaðar kosningar um innlimun í Rússland á þriðjudag í Donetsk og Lúhansk í austri og Kerson og Saporisjía í suðri.

Rússnesk yfirvöld segja að fréttir af flótta karlmanna sem herkvaðningin tekur til séu stórlega ýktar. 

Fram kemur í umfjöllun breska útvarpsins, að á landamærum Rússlands að Georgíu hafi ökutæki myndað margra kílómetra langar raðir en þar á meðal eru karlar sem eru að reyna að flýja stríðsátökin. 

Einn maður, sem vildi ekki koma fram undir nafni, sagði við fréttamann BBC á svæðinu, að hann hefði tekið með sér vegabréf og haldið strax í átt að landamærunum eftir ávarp Pútíns, án þess að taka nokkuð annað með sér, þar sem hann væri á þeim aldri karla sem gætu verið kvaddir í herinn og sendir á átakasvæði. 

Haft er eftir sjónarvottum að bílaraðirnar við Upper Lars landamærastöðina teygi sig allt að fimm kílómetra. Aðrir hafa sagt að það hafi tekið allt að sjö klukkustundir að komast yfir landamærin. 

AFP

Georgía er eitt af fáum nágrannaríkjum Rússlands þar sem rússneskir ríkisborgarar geta heimsótt án þess að hljóta sérstaka vegabréfsáritun. 

Finnar, sem deila 1.300 km löngum landamærum að Rússlandi, greindu einnig frá aukinni umferð við landamærin, en tekið er fram að ástandið hafi verið viðráðanlegt. Rússar þurfa aftur á móti vegabréfsáritun til að komast inn í landið. 

Verð á flugmiðum til borga á borð við Istanbúl í Tyrklandi, Belgrad í Serbíu og Dubaí hafa rokið upp í kjölfar herkvaðningar Pútíns. Víða eru flugmiðar uppseldir. Fram kemur í tyrkneskum fjölmiðlum að eftirspurng eftir miðum aðra leið hafi tekið mikinn kipp og þá getur það kostað fleiri þúsund evrur að fljúga frá Rússlandi til annarra landa þar sem ekki er þörf á vegabréfsáritun. 

mbl.is