Úkraínumenn hafa endurheimt Líman

Úkraína | 2. október 2022

Úkraínumenn hafa endurheimt Líman

Úkraínumenn hafa endurheimt öll völd í bænum Líman í Dónetsk-héraði í austurhluta Úkraínu en enginn rússneskur hermaður er nú þar sjáanlegur. Þetta tilkynnti Volodimír Selenskí forseti Úkraínu fyrr í dag.

Úkraínumenn hafa endurheimt Líman

Úkraína | 2. október 2022

Bærinn er í Dónetsk-héraði.
Bærinn er í Dónetsk-héraði. AFP/MAXAR Technologies

Úkraínumenn hafa endurheimt öll völd í bænum Líman í Dónetsk-héraði í austurhluta Úkraínu en enginn rússneskur hermaður er nú þar sjáanlegur. Þetta tilkynnti Volodimír Selenskí forseti Úkraínu fyrr í dag.

Úkraínumenn hafa endurheimt öll völd í bænum Líman í Dónetsk-héraði í austurhluta Úkraínu en enginn rússneskur hermaður er nú þar sjáanlegur. Þetta tilkynnti Volodimír Selenskí forseti Úkraínu fyrr í dag.

Bærinn féll í hendur Rússa skömmu eftir að stríðið hófst í febrúar á þessu ári.

Í gær greindi úkraínski herinn frá því að búið væri að umkringja þúsundir rússneskra hermanna í bænum og síðdegis í gær voru Úkraínumenn komnir inn fyrir bæjarmörkin.

Varnarmálaráðuneyti Rússlands kvaðst sömuleiðis hafa dregið herlið sitt til baka úr bænum og að „hagstæðari varnarlínum.“

Vla­dimír Pútín Rúss­lands­for­seti und­ir­ritaði á föstudag inn­limun Dó­netsk-héraðsins í Rúss­land. Alþjóðasam­fé­lagið hef­ur for­dæmt inn­limun­ina og sagt hana ólög­lega. Að ná Líman til baka er því mikið högg fyrir stríðsrekstur Pútíns.

mbl.is