Vissu af ofbeldinu en gerðu ekkert

Dagmál | 16. nóvember 2022

Vissu af ofbeldinu en gerðu ekkert

Fjöldi fólks hafði heyrt sögur og frásagnir af ofbeldinu á vistheimilinu að Varpholti og Laugalandi en brást ekki við. Heimilið var starfrækt í tíu ár, frá 1997 til 2007, þrátt fyrir að vistbörn höfðu ítrekað leitað til barnaverndaryfirvalda til að upplýsa um ástandið þar en þar fyrir utan áttu starfsmenn á vegum Barnaverndarstofu einnig að hafa eftirlit með starfseminni.

Vissu af ofbeldinu en gerðu ekkert

Dagmál | 16. nóvember 2022

Fjöldi fólks hafði heyrt sögur og frásagnir af ofbeldinu á vistheimilinu að Varpholti og Laugalandi en brást ekki við. Heimilið var starfrækt í tíu ár, frá 1997 til 2007, þrátt fyrir að vistbörn höfðu ítrekað leitað til barnaverndaryfirvalda til að upplýsa um ástandið þar en þar fyrir utan áttu starfsmenn á vegum Barnaverndarstofu einnig að hafa eftirlit með starfseminni.

Fjöldi fólks hafði heyrt sögur og frásagnir af ofbeldinu á vistheimilinu að Varpholti og Laugalandi en brást ekki við. Heimilið var starfrækt í tíu ár, frá 1997 til 2007, þrátt fyrir að vistbörn höfðu ítrekað leitað til barnaverndaryfirvalda til að upplýsa um ástandið þar en þar fyrir utan áttu starfsmenn á vegum Barnaverndarstofu einnig að hafa eftirlit með starfseminni.

Gígja og Brynja Skúladætur, fyrrum vistbörn, sögðu frá upplifun sinni af dvölinni á heimilinu í Dagmálum.

„Það var ein af okkur sem sagði einni stelpu frá ofbeldi og hún sýndi marbletti á sér. Sú stelpa fór og talaði við starfsmann í skólanum og starfsmaðurinn sagði „Já, þú átt ekkert að trúa henni, hún er stelpa sem er búin að vera í rugli“,“ segir Gígja þegar hún lýsir tilraun vistbarns til að upplýsa skólasystkini um ástandið innan heimilisins.

„Það var alltaf þetta viðhorf, við erum ekki trúanlegar.“

Brynja segir félagsráðgjafa og sálfræðinga sem komu inn á heimilið jafnframt hafa brugðist.

„[Þeir] auðvitað vissu af atvikum sem voru klárt dæmi um ofbeldi en það var alltaf skrifað á unglinginn. Alveg sama hvað gerðist, Ingjaldur [forstöðumaðurinn] gat bara sagt, já ég þurfti að gera þetta,“ segir Brynja.

mbl.is