Vefsíða Evrópuþingsins varð fyrir netárás

Úkraína | 23. nóvember 2022

Vefsíða Evrópuþingsins varð fyrir netárás

Vefsíða Evrópuþingsins varð fyrir netárás í dag skömmu eftir að þingmenn samþykktu með yfirgnæfandi meirihluta ályktun þar sem fram kom að rússneska ríkið styddi við hryðjuverk. 

Vefsíða Evrópuþingsins varð fyrir netárás

Úkraína | 23. nóvember 2022

Vefsíðan varð fyrir netárás skömmu eftir að ályktun var samþykkt.
Vefsíðan varð fyrir netárás skömmu eftir að ályktun var samþykkt. Ljósmynd/Unsplash/Towfiqu barbhuiya

Vefsíða Evrópuþingsins varð fyrir netárás í dag skömmu eftir að þingmenn samþykktu með yfirgnæfandi meirihluta ályktun þar sem fram kom að rússneska ríkið styddi við hryðjuverk. 

Vefsíða Evrópuþingsins varð fyrir netárás í dag skömmu eftir að þingmenn samþykktu með yfirgnæfandi meirihluta ályktun þar sem fram kom að rússneska ríkið styddi við hryðjuverk. 

„Evrópska þingið varð fyrir háþróaðir netárás. Hópur hliðhollur rússneskum stjórnvöldum hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni,“ segir Robert Metsola, forseti þingsins.

„Tölvusérfræðingar okkar eru berjast gegn netárásinni og vernda kerfin okkar. Þetta gerist eftir að við lýstum því yfir að Rússland væri hryðjuverkaríki. Svarið mitt við þessu er áfram Úkraína,“ bætti hann við.

Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, fagnaði ályktun Evrópuþingsins og kallaði jafnframt eftir því að Moskva yrði einangruð og að hún yrði dregin til ábyrgðar.

mbl.is