Rússar neita að hafa gert árásir á Kænugarð

Úkraína | 24. nóvember 2022

Rússar neita að hafa gert árásir á Kænugarð

Rússnesk yfirvöld neita því að hersveitir landsins hafi gert skipulagðar eldflaugaárásir á Kænugarð, höfuðborg Úkraínu. Þau halda því fram að úkraínskar og erlendar loftvarnaflaugar hafi valdið eyðileggingu í borginni. 

Rússar neita að hafa gert árásir á Kænugarð

Úkraína | 24. nóvember 2022

Íbúar hafa mátt þola rafmagnsleysi og vatnsleysi í kjölfar sprengina …
Íbúar hafa mátt þola rafmagnsleysi og vatnsleysi í kjölfar sprengina í höfuðborginni. AFP

Rússnesk yfirvöld neita því að hersveitir landsins hafi gert skipulagðar eldflaugaárásir á Kænugarð, höfuðborg Úkraínu. Þau halda því fram að úkraínskar og erlendar loftvarnaflaugar hafi valdið eyðileggingu í borginni. 

Rússnesk yfirvöld neita því að hersveitir landsins hafi gert skipulagðar eldflaugaárásir á Kænugarð, höfuðborg Úkraínu. Þau halda því fram að úkraínskar og erlendar loftvarnaflaugar hafi valdið eyðileggingu í borginni. 

Miklar skemmdir urðu í borginni í gær sem höfðu m.a. áhrif á mikilvæga innviði. 

Rússneska varnarmálaráðuneytið segir að ekki ein rússneska árás hafi verið gerð á borgina. 

Úkraínsk stjórnvöld vinna nú hörðum höndum að því að gera við raf- og vatnsveitur sem skemmdust. Úkraínumenn saka Rússa um að gera árásir á orkuinnviði landsins, sem Rússar, sem fyrr segir, neita. 

Orkukerfi Úkraínu er við það að hrynja, að því er segir í umfjöllun AFP-fréttaveitunnar, og á sama tíma fer veður kólnandi. Vikum saman hefur verið rafmagnslaust víða um land.

AFP

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) segir að afleiðingarnar geti ógnað lífi og heilsu landsmanna og er talið að milljónir Úkraínumanna muni yfirgefa heimili sín vegna þessa. 

Vítalí Klitschko, borgarstjóri Kænugarðs, segir að rúmlega tveir þriðju hlutar borgarinnar séu án rafmagns. Unnið var að því í nótt að koma vatnsveitum aftur í gang. 

mbl.is