Síðustu liðar Frakka yfirgefa Mið-Afríkulýðveldið

Rússland | 15. desember 2022

Síðustu liðar Frakka yfirgefa Mið-Afríkulýðveldið

Franski herinn hefur formlega yfirgefið Mið-Afríkulýðveldið eftir að 47 franskir hermenn fóru frá landinu í dag. Eru þeir hinir síðustu til þess að kveðja fyrrum nýlenduna, í kjölfar aukinna umsvifa Rússlands í landinu.

Síðustu liðar Frakka yfirgefa Mið-Afríkulýðveldið

Rússland | 15. desember 2022

Frakkar hafa haldið úti hernaðarþjálfun í landinu síðustu ár en …
Frakkar hafa haldið úti hernaðarþjálfun í landinu síðustu ár en hættu því vegna samvinnu þarlenda hersins við rússnesku Wagner málaliðana. AFP

Franski herinn hefur formlega yfirgefið Mið-Afríkulýðveldið eftir að 47 franskir hermenn fóru frá landinu í dag. Eru þeir hinir síðustu til þess að kveðja fyrrum nýlenduna, í kjölfar aukinna umsvifa Rússlands í landinu.

Franski herinn hefur formlega yfirgefið Mið-Afríkulýðveldið eftir að 47 franskir hermenn fóru frá landinu í dag. Eru þeir hinir síðustu til þess að kveðja fyrrum nýlenduna, í kjölfar aukinna umsvifa Rússlands í landinu.

Frakkar hafa haldið uppi hernaðarþjálfun fyrir her landsins undanfarin ár en hættu því fyrr á þessu ári vegna ítaka Wagner-hópsins.

Mikill ófriður hefur ríkt í Mið-Afríkulýðveldinu frá valdaráni þar í landi árið 2013 og borgararstyrjöld sem fylgdi í kjölfarið. Sendu Frakkar þá 1.600 hermenn til landsins í þeirri von um að koma á stöðugleika.

Hernaðaraðgerðin, sem nefndist Sangaris, voru sjöundu afskipti franska hersins að landinu frá því það öðlaðist sjálfstæði frá Frakklandi árið 1960. Sangaris lauk árið 2016 en Frakkar héldu þó enn úti liði til hernaðarþjálfunar í höfuðborginni, Bangui.

Rússar hafa undanfarið aukið umsvif sín í álfunni. Hér bera …
Rússar hafa undanfarið aukið umsvif sín í álfunni. Hér bera malískir mótmælendur borða með áletruninni „Takk Wagner“, eftir að Frakkar ákváðu að fara með herlið sitt, þaðan þann 19. febrúar. AFP

Síðustu ár hefur aftur á móti vaxið ólga milli ríkjanna tveggja vegna aukinna umsvifa Rússlands í landinu. Sem dæmi hefur hinn rússneski Wagner-hópur verið á svæðinu frá árinu 2017 og framið hin ýmsu ódæðisverk, sem og í fleiri löndum álfunnar á borð við Malí.

Wagner í stað Frakka

Stjórnvöld í Rússlandi hafa hægt og bítandi frá árinu 2018 komið fulltrúum sínum til landsins sem meðal annars áttu þátt í að tryggja Faustin Archange Touadera sigur í baráttu við uppreisnarmenn árið 2020.

Frönsk yfirvöld ákváðu því á síðasta ári að herinn skyldi yfirgefa landið. „Skilyrðin eru ekki lengur viðeigandi til þess að við getum haldið áfram að vinna í þágu hers Mið-Afríkulýðveldisins,“ sagði Francois-Xavier Mabin, hershöfðingi Frakka og liðsstjóri MISLOG-heraflans í samtali við fréttastofu AFP.

Fidele Gouandjika, ráðgjafi forseta Mið-Afríkulýðveldisins, Faustin-Archange Touadéra; þakkaði Frakklandi fyrir heraðstoðina síðustu 62 árin. Bætti hann við að nú tæki Wagner-hópurinn við því starfi.

mbl.is