Rússland

Pútín ætlar að leysa deilumál

20.3. Vladimír Pútín segist ætla að taka á deilumálum við vesturveldin nú þegar hann hefur verið endurkjörinn forseti Rússlands. Síðustu vikur og mánuði hefur Rússland einangrast á alþjóðagrundvelli. Meira »

Gagnrýni átti undir högg að sækja

19.3. Forsetakosningarnar í Rússlandi fóru fram í óhóflega vernduðu umhverfi og gagnrýnisraddir áttu undir högg að sækja. Engu að síður stóð rússneska kosningaeftirlitið (CEC) sig vel í sínu starfi og gerði það á gagnsæjan hátt. Meira »

Pútín fékk 76,67% atkvæða

19.3. Vladimír Pútín sigraði með yfirburðum í forsetakosningunum sem fram fóru í Rússlandi í gær. Nú þegar öll atkvæði hafa verið talin fékk hann að sögn kjörnefndar 76,67% atkvæða. Meira »

Pútín fagnaði í Moskvu

18.3. Vla­dimír Pútín mun leiða rúss­nesku þjóðina í sex ár í viðbót en hann hefur fengið 75% greiddra atkvæða þegar meira en helmingur atkvæða hefur verið talinn í rússnesku forsetakosningunum. Meira »

Ásakanir um kosningasvik farnar að berast

18.3. Aðgerðasinnar úr röðum rússneskra stjórnarandstæðinga hafa þegar tilkynnt um meint kosningasvik í forsetakosningunum sem fram fara í landinu í dag. Segja þeir dæmi um að fólk hafi kosið oftar en einu sinni og að útfylltir kjörseðlar hafi verið komnir í kjörkassana áður en fyrstu kjósendur komu á kjörstað. Meira »

„Þetta er skrípaleikur, sýning“

18.3. „Hvers vegna ætti að gera eitthvað sérstakt veður út af þessum kosningum,“ spyr einn. „Um hvað ætti kosningabaráttan svosem að snúast?“ spyr annar. „Það vita hvort sem er allir hvernig þær fara.“ Það er sama hver spurður er um forsetakosningarnar í Rússlandi; alls staðar er sama viðkvæðið. Meira »

Kosningarnar varla lýðræðislegar

17.3. „Það er eiginlega talið öruggt að Pútín hljóti endurkjör. Spurningin er með hve miklum meirihluta og hver kosningaþátttakan verður.“ Þetta segir stjórnmálafræðingurinn og fyrrverandi sendiherra Íslands í Rússlandi, Albert Jónsson, en á morgun fara fram forsetakosningar í Rússlandi. Meira »

Navalny handtekinn í Moskvu

28.1. Rússar hafa handtekið leiðtoga stjórnarandstöðunnar, Alexei Navalny, á mótmælafundi sem var haldinn í Moskvu.  Meira »

Bandaríkjamenn refsa Rússum

26.1. Bandarísk yfirvöld hafa beitt refsiaðgerðum gegn rússneskum embættismönnum sem útveguðum raforkuveri á Krímskaga túrbínur og einnig gegn þó nokkrum „ráðherrum“ á Krímskaganum. Meira »

Pútín: Andstæðingar Trumps skaða Bandaríkin með tilbúnum sögum

14.12. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að andstæðingar Donalds Trumps Bandaríkjaforseta skaði Bandaríkin með því að „búa til sögur“ um tengsl Trumps við Rússland. Pútín lét ummælin falla á árlegum blaðamannafundi í Moskvu. Meira »

Yfir 400 aðgerðasinnar handteknir

5.11. Rússneska lögreglan hefur handtekið yfir 400 aðgerðasinna víðsvegar um landið í dag vegna mótmæla gegn forsetanum Vladimir Pútín sem ekki hafði verið gefið leyfi fyrir. Þetta segja samtökin OVD-Info sem fylgjast með handtökum vegna pólitískra mótmæla í Rússlandi. Meira »

Afhjúpaði umdeildan minnisvarða

30.10. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, afhjúpaði fyrsta minnisvarða þjóðarinnar vegna fórnarlamba pólitískra ofsókna þegar Sovétríkin voru og hétu. Meira »

Mótmælendur handteknir

7.10. Yfir 100 manns voru handteknir í Rússlandi í fjölmennum mótmælum í dag. Mótmælin eru ólögleg og fara fram í um 80 borgum víðsvegar um landið. Mótmælendur eru stuðningsmenn Alexei Navalny leiðtoga rúss­nesku stjórn­ar­and­stöðunn­ar og krefjast að hann fái að taka þátt í forsetakosningunum í mars. Meira »

Navalny dæmdur í 20 daga fangelsi

2.10. Rússneskur dómstóll hefur dæmt Alexei Navalny, leiðtoga rússnesku stjórnarandstöðunnar, í tuttugu daga fangelsi fyrir að hafa ítrekað brotið lög um skipulagningu fjöldafunda. Meira »

Trump er „ekki brúður mín“ segir Pútín

5.9. Donald Trump er „ekki brúður mín og ég er ekki brúðgumi hans,“ sagði Vladimir Pútín Rússlandsforseti í dag, þegar hann var spurður að því á blaðamannafundi hvort Bandaríkjaforsetinn hefði valdið honum vonbrigðum. Meira »

Versnandi samskipti NATO og Rússlands

3.8. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, segir að samskiptin á milli bandalagsins og Rússlands hafi versnað mikið og að þau hafi ekki verið eins slæm síðan í kalda stríðinu. Meira »

Herða refsiaðgerðir gegn Rússum

23.7. Samkomulag hefur náðst á milli þingflokka repúblikana og demókrata í Bandaríkjunum um nýja löggjöf sem veitir stjórnvöldum auknar heimildir til að refsa Rússum fyrir meint afskipti af forsetakosningunum á síðasta ári. Meira »

Leggja ekki meira fé til Evrópuráðsins

30.6. Rússar hafa tilkynnt að þeir hyggist ekki leggja Evrópuráðinu til meira fjármagn árið 2017, vegna deilna í kjölfar innlimunar Krímskaga. Rússar eru enn reiðir þeirri ákvörðun þings ráðsins að svipta fulltrúa Rússlands atkvæðarétti í kjölfar innlimunarinnar. Meira »

Sakfelldir fyrir morðið á Nemtsov

29.6. Rússneskur dómstóll hefur sakfellt fimm Tsjetsjena sem voru sakaðir um að hafa orðið stjórnarandstæðingnum Boris Nemtsov að bana fyrir tveimur árum. Meira »

Beita Rússa áfram þvingunum

22.6. Leiðtogar ríkja Evrópusambandsins samþykktu í dag að framlengja viðskiptaþvingarnir sambandsins gegn Rússlandi um sex mánuði á þeim forsendum að rússnesk stjórnvöld hefðu ekki uppfyllt skilyrði vopnahlésins í Úkraínu samkvæmt frétt AFP. Meira »

Fangelsisvist stytt um fimm daga

16.6. 30 daga fangelsisdómur yfir rúss­neska stjórn­ar­and­stæðing­num Al­ex­ei Navalny hefur verið styttur um fimm daga. Búist er við að hann verði látinn laus 7. júlí. Hann var handtekinn á heimili sínu og dæmdur til fangavistar eft­ir að mót­mæli, sem ekki hafði verið gefið leyfi fyr­ir, fóru fram víðs veg­ar um Rúss­land. Meira »

Dæmdur í 30 daga fangelsi

12.6. Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalny hefur verið dæmdur í 30 daga fangelsi eftir að mótmæli, sem ekki hafði verið gefið leyfi fyrir, fóru fram víðs vegar um Rússland. Meira »

Tæplega þúsund handteknir

12.6. Tæplega þúsund manns voru handteknir í mótmælum í Rússlandi sem beinast gegn spill­ingu í land­inu. Að minnsta kosti 600 voru handteknir í Moskvu, höfuðborg Rússalands, og 300 í mótmælum í Pétursborg, að sögn mannréttindasamtakanna OVD-Info. Meira »

Vísa fregnum um innbrot á bug

6.6. Rússnesk stjórnvöld hafa vísað fregnum á bug um að tölvuhakkarar á vegum rússnesku leyniþjónustunnar hafi reynt að brjótast inn í kosningakerfin sem voru notuð í bandarísku forsetakosningunum í fyrra. Meira »

Reyndu að brjótast inn í kosningakerfið

5.6. Leyniþjónusta rússneska hersins reyndi mánuðum saman að brjótast inn í bandaríska kosningakerfið. Þetta kemur fram í frétt á vefnum The Intercept og vísað er í skýrslur frá Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna (NSA). Meira »

Pútín: Hakkararnir mögulega þjóðernisinnaðir

1.6. Vera kann að þjóðernissinnaðir rússneskir tölvuþrjótar hafi staðið fyrir tölvuárásum í öðrum ríkjum. Þetta sagði Vladimír Pútin Rússlandsforseti á fundi með erlendum fjölmiðlum í dag og fullyrti hann að ef þeir hefðu gert slíkt, þá hefði það verið á eigin vegum. Rússnesk stjórnvöld hafi aldrei tekið þátt í slíkum aðgerðum. Meira »

Handtóku 50 votta jehóva

29.5. Rússneskar öryggissveitir réðust inn í athöfn votta jehóva í bænum Oryol á fimmtudag og handtóku 50 einstaklinga, þeirra á meðal danskan ríkisborgara. Dannis Christiensen var færður fyrir dómara á föstudag og ákærður fyrir „þátttöku í öfgastarfsemi.“ Öðrum var sleppt. Meira »

Allt nema tómat, takk!

22.5. Stjórnvöld í Rússlandi samþykktu í dag að aflétta viðskiptaþvingunum gegn Tyrklandi sem komið var á í kjölfar þess að rússnesk herþota var skotin niður yfir landamærum Tyrklands og Sýrlands árið 2015. Meira »

Píanó-Pútín í Peking - myndband

15.5. Vladimir Pútín Rússlandsforseti er þekktur fyrir að koma nakinn fram; það er ber að ofan, hvort sem er við veiðar eða útreiðar. Rússneska pressan hefur sýnt heiminum karlmannlega Pútín; bardagamanninn Pútín og íshokkíkappann Pútín, en nú hefur forsetinn sýnt á sér nýja hlið: píanó-Pútín. Meira »

Stefna á fund í júlí

2.5. Donald Trump átti „mjög gott“ samtal við Vladimir Pútín Rússlandsforseta í dag um diplómatíska lausn á átökunum í Sýrlandi, að því er segir í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu. Ræddu forsetarnir m.a. að koma á „öruggum svæðum“ í landinu. Meira »