Rússland

Breytingar á eftirlaunakerfi mildaðar

29.8. Vladimir Pútín, forseti Rússlands, hefur ákveðið að milda þær breytingar sem hann ætlaði að gera á eftirlaunakerfi landsins. Með því er hann sagður bregðast við harðri gagnrýni vegna áformanna og dvínandi vinsældum í sinn garð. Meira »

Trump og Pútín gætu brátt fundað

23.6. Donald Trump Bandaríkjaforseti mun að líkindum funda með Vladimír Pútín Rússlandsforseta áður en langt um líður, segir utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Mike Pompeo. Þjóðaröryggisráðgjafinn John Bolton mun fljúga til Moskvu í næstu viku til að kanna grundvöll mögulegs fundar leiðtoganna tveggja. Meira »

Setja frekari viðskiptabönn á Rússa

11.6. Bandarísk stjórnvöld hafa sett viðskiptabann á fimm rússnesk fyrirtæki og þrjá rússneska einstaklinga sem sagðir eru hafa aðstoðað rússnesku öryggislögregluna FSB við netárásir sínar. Meira »

Á móti endurkomu Rússlands í G7-hópinn

8.6. Evrópuríki sem eiga aðild að hópi G7-ríkjanna, stærstu iðnríkja heims, hafa sammælst um að Rússland fái ekki inngöngu í hópinn að nýju á meðan ástandið í Úkraínu og samskipti ríkjanna eru óbreytt. Meira »

Rússar fái inngöngu í hóp G7-ríkja

8.6. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur hvatt til þess að Rússar fái inngöngu í hóp G7-ríkja á nýjan leik en þeir voru reknir þaðan fyrir fjórum árum eftir að þeir innlimuðu Krímskaga sem áður tilheyrði Úkraínu. Meira »

Rússar fordæma sviðsetningu á morði

30.5. Utanríkisráðuneyti Rússlands hefur fordæmt sviðsetningu úkraínskra stjórnvalda á morði rússneska blaðamannsins Arkady Babchenko. Meira »

Sakar Rússa um að standa á bak við morðið

30.5. Utanríkisráðherra Rússlands, Sergei Lavrov, segist vera sorgmæddur yfir ásökunum stjórnvalda í Úkraínu um að Rússar hafi staðið á bakvið morðið á rússneska blaðamanninum Arkadí Babchenko í gær. Meira »

Rússneskur blaðamaður myrtur í Kiev

29.5. Rússneski blaðamaðurinn Arkady Babchenko er látinn eftir að hafa verið skotinn á heimili sínu í Kiev í Úkraínu. Að sögn BBC greindi úkraínska lögreglan frá þessu. Meira »

Brú á milli Rússlands og Krímskaga opnuð

15.5. Valdimir Pútín, forseti Rússlands, var gagnrýndur af Bandaríkjunum, Evrópusambandinu og Úkraínu í dag eftir að hann opnaði nýja brú sem tengir Rússland við Krímskaga, með því að aka vörubíl yfir hana. Meira »

Medvedev áfram forsætisráðherra

8.5. Dmitry Medvedev mun halda áfram sem forsætisráðherra Rússlands eftir atkvæðagreiðslu þess efnis á þinginu.  Meira »

Trump sendir Pútín hamingjuóskir

7.5. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, óskaði Vla­dimir Pútín Rússlandsforseta til hamingju við upphaf fjórða kjörtímabil hans sem hófst formlega í dag þegar Pútín sór embættiseið sem for­seti Rúss­lands í at­höfn í Kreml. Þetta er fjórða kjör­tíma­bil for­set­ans og þar með fram­leng­ist næst­um tveggja ára­tuga valdatíð hans um sex ár í viðbót. Meira »

Pútín sór embættiseið

7.5. Vladimir Pútín sór embættiseið sem forseti Rússlands í athöfn í Kreml í dag. Þetta er fjórða kjörtímabil forsetans og þar með framlengist næstum tveggja áratuga valdatíð hans um sex ár í viðbót. Meira »

Navalny sleppt úr haldi

6.5. Rúss­neska stjórn­ar­and­stæðing­num, Al­ex­ei Navalny, sem hand­tek­inn var í Moskvu í gær á mótmælum vegna embættistöku Vladimir Pútín á mánudag, hefur verið sleppt úr haldi lögreglu. Pútín tekur við embætti forseta Rússlands í fjórða sinn á morgun, en mótmælt var í að minn kosti 26 borgum í Rússlandi í gær. Meira »

Pútín ætlar að leysa deilumál

20.3. Vladimír Pútín segist ætla að taka á deilumálum við vesturveldin nú þegar hann hefur verið endurkjörinn forseti Rússlands. Síðustu vikur og mánuði hefur Rússland einangrast á alþjóðagrundvelli. Meira »

Gagnrýni átti undir högg að sækja

19.3. Forsetakosningarnar í Rússlandi fóru fram í óhóflega vernduðu umhverfi og gagnrýnisraddir áttu undir högg að sækja. Engu að síður stóð rússneska kosningaeftirlitið (CEC) sig vel í sínu starfi og gerði það á gagnsæjan hátt. Meira »

Pútín fékk 76,67% atkvæða

19.3. Vladimír Pútín sigraði með yfirburðum í forsetakosningunum sem fram fóru í Rússlandi í gær. Nú þegar öll atkvæði hafa verið talin fékk hann að sögn kjörnefndar 76,67% atkvæða. Meira »

Pútín fagnaði í Moskvu

18.3. Vla­dimír Pútín mun leiða rúss­nesku þjóðina í sex ár í viðbót en hann hefur fengið 75% greiddra atkvæða þegar meira en helmingur atkvæða hefur verið talinn í rússnesku forsetakosningunum. Meira »

Ásakanir um kosningasvik farnar að berast

18.3. Aðgerðasinnar úr röðum rússneskra stjórnarandstæðinga hafa þegar tilkynnt um meint kosningasvik í forsetakosningunum sem fram fara í landinu í dag. Segja þeir dæmi um að fólk hafi kosið oftar en einu sinni og að útfylltir kjörseðlar hafi verið komnir í kjörkassana áður en fyrstu kjósendur komu á kjörstað. Meira »

„Þetta er skrípaleikur, sýning“

18.3. „Hvers vegna ætti að gera eitthvað sérstakt veður út af þessum kosningum,“ spyr einn. „Um hvað ætti kosningabaráttan svosem að snúast?“ spyr annar. „Það vita hvort sem er allir hvernig þær fara.“ Það er sama hver spurður er um forsetakosningarnar í Rússlandi; alls staðar er sama viðkvæðið. Meira »

Kosningarnar varla lýðræðislegar

17.3. „Það er eiginlega talið öruggt að Pútín hljóti endurkjör. Spurningin er með hve miklum meirihluta og hver kosningaþátttakan verður.“ Þetta segir stjórnmálafræðingurinn og fyrrverandi sendiherra Íslands í Rússlandi, Albert Jónsson, en á morgun fara fram forsetakosningar í Rússlandi. Meira »

Navalny handtekinn í Moskvu

28.1. Rússar hafa handtekið leiðtoga stjórnarandstöðunnar, Alexei Navalny, á mótmælafundi sem var haldinn í Moskvu.  Meira »

Bandaríkjamenn refsa Rússum

26.1. Bandarísk yfirvöld hafa beitt refsiaðgerðum gegn rússneskum embættismönnum sem útveguðum raforkuveri á Krímskaga túrbínur og einnig gegn þó nokkrum „ráðherrum“ á Krímskaganum. Meira »

Pútín: Andstæðingar Trumps skaða Bandaríkin með tilbúnum sögum

14.12. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að andstæðingar Donalds Trumps Bandaríkjaforseta skaði Bandaríkin með því að „búa til sögur“ um tengsl Trumps við Rússland. Pútín lét ummælin falla á árlegum blaðamannafundi í Moskvu. Meira »

Yfir 400 aðgerðasinnar handteknir

5.11. Rússneska lögreglan hefur handtekið yfir 400 aðgerðasinna víðsvegar um landið í dag vegna mótmæla gegn forsetanum Vladimir Pútín sem ekki hafði verið gefið leyfi fyrir. Þetta segja samtökin OVD-Info sem fylgjast með handtökum vegna pólitískra mótmæla í Rússlandi. Meira »

Afhjúpaði umdeildan minnisvarða

30.10. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, afhjúpaði fyrsta minnisvarða þjóðarinnar vegna fórnarlamba pólitískra ofsókna þegar Sovétríkin voru og hétu. Meira »

Mótmælendur handteknir

7.10. Yfir 100 manns voru handteknir í Rússlandi í fjölmennum mótmælum í dag. Mótmælin eru ólögleg og fara fram í um 80 borgum víðsvegar um landið. Mótmælendur eru stuðningsmenn Alexei Navalny leiðtoga rúss­nesku stjórn­ar­and­stöðunn­ar og krefjast að hann fái að taka þátt í forsetakosningunum í mars. Meira »

Navalny dæmdur í 20 daga fangelsi

2.10. Rússneskur dómstóll hefur dæmt Alexei Navalny, leiðtoga rússnesku stjórnarandstöðunnar, í tuttugu daga fangelsi fyrir að hafa ítrekað brotið lög um skipulagningu fjöldafunda. Meira »

Trump er „ekki brúður mín“ segir Pútín

5.9.2017 Donald Trump er „ekki brúður mín og ég er ekki brúðgumi hans,“ sagði Vladimir Pútín Rússlandsforseti í dag, þegar hann var spurður að því á blaðamannafundi hvort Bandaríkjaforsetinn hefði valdið honum vonbrigðum. Meira »

Versnandi samskipti NATO og Rússlands

3.8.2017 Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, segir að samskiptin á milli bandalagsins og Rússlands hafi versnað mikið og að þau hafi ekki verið eins slæm síðan í kalda stríðinu. Meira »

Herða refsiaðgerðir gegn Rússum

23.7.2017 Samkomulag hefur náðst á milli þingflokka repúblikana og demókrata í Bandaríkjunum um nýja löggjöf sem veitir stjórnvöldum auknar heimildir til að refsa Rússum fyrir meint afskipti af forsetakosningunum á síðasta ári. Meira »