Rússland

Styðja systur sem drápu föður sinn

12.7. Það var kvöld eitt síðasta sumar sem systurnar Krestína, Angelína og María Khachaturyan fóru inn í herbergið þar sem faðir þeirra Mikhaíl svaf og réðust gegn honum vopnaðar piparúða, hníf og hamri. Meira »

Rak tvo yfirmenn í lögreglunni

13.6. Vladimir Pútín, forseti Rússlands, rak tvo yfirmenn í lögreglunni fyrir að handtaka rann­sókn­ar­blaðamanninn Ivan Golunov sem var sakaður um fíkniefnasölu. Fjölmargir mótmæltu handtöku blaðamannsins og sökuðu lögregluna um að hafa plantað fíkniefnunum á heimili hans. Meira »

400 handteknir í mótmælum í Moskvu

12.6. Rúmlega 400 manns hafa verið handtekin fyrir að taka þátt í mótmælagöngu í miðborg Moskvu og er Al­ex­ei Navalny, leiðtogi rúss­nesku stjórn­ar­and­stöðunn­ar, í hópi þeirra. Meira »

Næstum 100 handteknir í Rússlandi

12.6. Hátt í eitt hundrað manns hafa verið handteknir eftir að hafa tekið þátt í mótmælagöngu í miðborg Moskvu sem ekki hafði verið gefið leyfi fyrir. Meira »

Rannsóknarblaðamaður handtekinn fyrir sölu fíkniefna

8.6. Ivan Golunov, rússneskur rannsóknarblaðamaður, hefur verið handtekinn og ákærður fyrir að reyna að selja fíkniefni. Golunov er blaðamaður á lettneska vefmiðlinum Meduza en var handtekinn í Moskvu á fimmtudag, en hann þurfti á aðhlynningu á sjúkrahúsi að halda eftir handtökuna. Meira »

Forsetarnir tóku saman höndum

7.6. Starfsbræðurnir Xi Jingping, forseti Kína, og Vladimír Pútín, forseti Rússlands, tóku saman höndum í deilum sínum við Bandaríkin og hétu því að styrkja böndin milli landanna tveggja á viðskiptaráðstefnu í St.Pétursborg í Rússlandi í dag. Meira »

Pútín til í að segja upp kjarnorkusamningnum

6.6. Vladimír Pútín Rússlandsforseti sagði í dag rússnesk stjórnvöld vera tilbúin að hætta með kjarnorkusamning Rússlands og Bandaríkjanna, svonefndan New Start-samning. Meira »

Trump verr undirbúinn en Pútín

23.5. Rex Tillerson, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir Donald Trump Bandaríkjaforseta hafa verið verr undirbúinn en Vladimír Pútín Rússlandsforseti fyrir þeirra fyrsta fund. Meira »

Trump ræddi „Rússagabbið“ við Pútín

3.5. Donald Trump Bandaríkjaforseti greindi í dag frá því að hann hefði rætt „Rússagabbið“ við Vladimír Pútín Rússlandsforseta. Voru þetta fyrstu viðræður þeirra Trump og Pútín frá því að skýrsla Robert Muellers, sérstaks saksóknara FBI um meint afskipti Rússa af bandarísku forsetakosningunum 2016 var birt. Meira »

Fékk 18 mánuði fyrir að lauma sér í NRA

26.4. Mar­ina But­ina, rúss­nesk kon­a sem banda­rísk yf­ir­völd hand­tóku síðasta sum­ar og ákærðu fyr­ir að ganga er­inda rúss­neskra stjórn­valda, var í dag dæmd í 18 mánaða fangelsi. Hún gekk í NRA, sam­tök byssu­eig­enda í Banda­ríkj­un­um, árið 2012 með það í huga að gera þau hliðhollari Rússum. Meira »

Pútín og Kim hittast á leiðtogafundi

23.4. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, og Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, hittast á fundi í Rússlandi á fimmtudaginn kemur, sumardaginn fyrsta. „Sjónum verður beint að pólitískri og diplómatískri lausn á ágreiningi um kjarorkuvopn á Kóreuskaganum,“ sagði Yuri Ushakov, ráðgjafi rússnesku ríkisstjórnarinnar í utanríkismálum. Meira »

Rússar senda herlið og vopn til Venesúela

25.3. Tvær rússneskar herflugvélar sem lentu á aðalflugvelli Venesúela á laugardag eru sagðar hafa flutt tugi herflokka og mikið magn vopnabúnaðar til landsins. Að sögn rússnesku Spútnik-fréttaveitunnar voru vélarnar sendar til Venesúela til að uppfylla „tæknihluta hernaðarsamnings“ ríkjanna. Meira »

Banna „óvirðingu“ við stjórnvöld

7.3. Neðri deild rússneska þingsins hefur nú samþykkt tvö lagafrumvörp sem banna að yfirvöldum sé sýnd „óvirðing“, sem og dreifing upplýsinga sem stjórnvöld telja vera „falskar fréttir“. Þung sekt liggur við báðum brotum. Meira »

Dóttir talsmanns Pútíns lærlingur hjá ESB

26.2. Ráðning dóttur talsmanns Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta til Evrópuþingsins hefur vakið áhyggjur nokkurra þingmanna ESB. Elizaveta Peskova, sem er dóttir Dmitry Peskov, talsmanns rússnesku stjórnarinnar, er nú lærlingur hjá frönskum þingmanni hægri öfgaflokksins MEP á Evrópuþinginu. Meira »

Verða að ljúka þróun nýrra eldflauga 2020

5.2. Rússar verða að ná að framleiða nýtt eldflaugakerfi á næstu tveimur árum. Þetta sagði Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands, á fundi með embættismönnum í varnarmálaráðuneytinu í dag. Meira »

„Fáránlegt“ að Trump hafi unnið fyrir Rússa

16.1. Háttsettur rússneskur embættismaður hafnaði í dag alfarið fullyrðingum um að Donald Trump Bandaríkjaforseti hefði unnið fyrir rússnesk stjórnvöld og sagði fáránlegar. Meira »

Segjast hafa handtekið njósnara

31.12. Rússnesk yfirvöld hafa handtekið bandarískan ríkisborgara í Moskvu, sem grunaður er um njósnir. Rússneska leyniþjónustan FSB tilkynnti þetta í morgun en í yfirlýsingu hennar segir að Bandaríkjamaðurinn hafi verið tekinn höndum á föstudaginn. Meira »

Rússar með ný hljóðfrá kjarnorkuflugskeyti

26.12. Vladimír Pútín Rússlandsforseti greindi í dag frá því að Rússar yrðu strax á næsta ári tilbúnir með ný hljóðfrá kjarnorkuflugskeyti. Sagði Pútín að með nýja vopnakerfinu sem ber nafnið Avangard, muni Rússar hafa nýja tegund hernaðarvopna sem geti hitt skotmörk sín nær hvar sem er í heiminum. Meira »

Pútín: Vill ná stjórn á rappinu

16.12. Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur farið þess á leit við ríkisstjórn landsins að hún taki við „stjórn“ á rapptónlist eftir að fjölda tónleika var aflýst víða um landið. Sagði Pútín „ómögulegt“ að banna rapp og ríkið ætti því að leggja meiri áherslu á að ná stjórn á tónlistarstefnunni. Meira »

Rússar munu framleiða kjarnaflaugar

5.12. Rússar munu þróa meðaldræg­ar kjarnaflaug­ar sem ganga gegn INF-samningnum svokallaða ef Bandaríkjamenn segja samningnum upp. Við þessu varaði Vladimír Pútín Rússlandsforseti að loknum ut­an­rík­is­ráðherra­fundi Atlants­hafs­banda­lags­ins í dag. Meira »

Falsreikningi í nafni Pútíns eytt

29.11. Stjórnendur samfélagsmiðlisins Twitter hafa eytt falsreikningi sem var stofnaður í nafni Vladimirs Pútíns Rússlandsforseta. Aðgangurinn var látinn líta út fyrir að vera opinber aðgangur forsetans fyrir færslur á ensku, @putinRF_eng, og var hann stofnaður árið 2012 og voru fylgjendurnir um ein milljón þegar aðganginum var eytt. Meira »

Rússar skjóta á æfingasvæði NATO

29.10. Rússland hyggst skjóta eldflaugum í Noregshaf í tilraunaskyni á svæði sem er innan svæðisins þar sem heræfing Atlantshafsbandalagsins (NATO) „Trident Juncture“ fer fram. Samkvæmt norskum miðlum munu tilraunaskot Rússa eiga sér stað milli klukkan 07 og 14 fimmtudag til laugardags. Meira »

Hótar árás geymi Evrópa kjarnavopnin

25.10. Rússar munu svara í „sömu mynt“ komi Bandaríkjamenn nýjum kjarnavopnum fyrir í ríkjum Evrópu. Við þessu varar Vladimír Pútín Rússlandsforseti og kvað hvert það Evrópuríki sem slíkum vopnum yrði komið fyrir í eiga á hættu að Rússar gerðu á það árás. Meira »

Breytingar á eftirlaunakerfi mildaðar

29.8. Vladimir Pútín, forseti Rússlands, hefur ákveðið að milda þær breytingar sem hann ætlaði að gera á eftirlaunakerfi landsins. Með því er hann sagður bregðast við harðri gagnrýni vegna áformanna og dvínandi vinsældum í sinn garð. Meira »

Trump og Pútín gætu brátt fundað

23.6.2018 Donald Trump Bandaríkjaforseti mun að líkindum funda með Vladimír Pútín Rússlandsforseta áður en langt um líður, segir utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Mike Pompeo. Þjóðaröryggisráðgjafinn John Bolton mun fljúga til Moskvu í næstu viku til að kanna grundvöll mögulegs fundar leiðtoganna tveggja. Meira »

Setja frekari viðskiptabönn á Rússa

11.6.2018 Bandarísk stjórnvöld hafa sett viðskiptabann á fimm rússnesk fyrirtæki og þrjá rússneska einstaklinga sem sagðir eru hafa aðstoðað rússnesku öryggislögregluna FSB við netárásir sínar. Meira »

Á móti endurkomu Rússlands í G7-hópinn

8.6.2018 Evrópuríki sem eiga aðild að hópi G7-ríkjanna, stærstu iðnríkja heims, hafa sammælst um að Rússland fái ekki inngöngu í hópinn að nýju á meðan ástandið í Úkraínu og samskipti ríkjanna eru óbreytt. Meira »

Rússar fái inngöngu í hóp G7-ríkja

8.6.2018 Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur hvatt til þess að Rússar fái inngöngu í hóp G7-ríkja á nýjan leik en þeir voru reknir þaðan fyrir fjórum árum eftir að þeir innlimuðu Krímskaga sem áður tilheyrði Úkraínu. Meira »

Rússar fordæma sviðsetningu á morði

30.5.2018 Utanríkisráðuneyti Rússlands hefur fordæmt sviðsetningu úkraínskra stjórnvalda á morði rússneska blaðamannsins Arkady Babchenko. Meira »

Sakar Rússa um að standa á bak við morðið

30.5.2018 Utanríkisráðherra Rússlands, Sergei Lavrov, segist vera sorgmæddur yfir ásökunum stjórnvalda í Úkraínu um að Rússar hafi staðið á bakvið morðið á rússneska blaðamanninum Arkadí Babchenko í gær. Meira »