Þjálfarinn eyðilagði nýja fyrirkomulagið

Dagmál | 1. janúar 2023

Þjálfarinn eyðilagði nýja fyrirkomulagið

„Ég spáði reyndar Val titlinum sem var ekki mjög góð spá,“ sagði Hörður Snævar Jónsson, fréttastjóri íþrótta hjá Torgi, í íþróttauppgjöri Dagmála þegar rætt var um karlalið Breiðabliks í knattspyrnu.

Þjálfarinn eyðilagði nýja fyrirkomulagið

Dagmál | 1. janúar 2023

„Ég spáði reyndar Val titlinum sem var ekki mjög góð spá,“ sagði Hörður Snævar Jónsson, fréttastjóri íþrótta hjá Torgi, í íþróttauppgjöri Dagmála þegar rætt var um karlalið Breiðabliks í knattspyrnu.

„Ég spáði reyndar Val titlinum sem var ekki mjög góð spá,“ sagði Hörður Snævar Jónsson, fréttastjóri íþrótta hjá Torgi, í íþróttauppgjöri Dagmála þegar rætt var um karlalið Breiðabliks í knattspyrnu.

Breiðablik fagnaði sigri í Bestu deild karla í sumar með miklum yfirburðum en liðið tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn þegar þrjár umferðir voru eftir af tímabilinu.

„Ég held að fólk muni aldrei átta sig á því hversu marga klukkutíma Óskar Hrafn Þorvaldsson vinnur á dag,“ sagði Hörður.

„Hann eiginlega skemmdi þetta nýja fyrirkomulag fyrir okkur því það var í raun aldrei nein spenna í þessu eftir að deildinni var skipt upp í haust,“ bætti Hörður Snævar við.

Áramótaþátt og íþróttauppgjör Dagmála í heild sinni má nálgast með því að smella hér.

Óskar Hrafn Þorvaldsson gerði Breiðablik að Íslandsmeisturum í haust í …
Óskar Hrafn Þorvaldsson gerði Breiðablik að Íslandsmeisturum í haust í annað sinn í sögu félagsins. mbl.is/Óttar Geirsson
mbl.is