Hefnir sín með sömu svipu hálfri öld síðar

Dagmál | 16. janúar 2023

Hefnir sín með sömu svipu hálfri öld síðar

Stund hefndarinnar er runnin upp í uppsetningu á verkinu Marat/Sade í Borgarleikhúsinu. Leikkonan Margrét Guðmundsdóttir fær loksins að láta Arnar Jónsson mótleikara sinn kenna á því eftir að hann lamdi hana með svipu fyrir hálfri öld. 

Hefnir sín með sömu svipu hálfri öld síðar

Dagmál | 16. janúar 2023

Stund hefndarinnar er runnin upp í uppsetningu á verkinu Marat/Sade í Borgarleikhúsinu. Leikkonan Margrét Guðmundsdóttir fær loksins að láta Arnar Jónsson mótleikara sinn kenna á því eftir að hann lamdi hana með svipu fyrir hálfri öld. 

Stund hefndarinnar er runnin upp í uppsetningu á verkinu Marat/Sade í Borgarleikhúsinu. Leikkonan Margrét Guðmundsdóttir fær loksins að láta Arnar Jónsson mótleikara sinn kenna á því eftir að hann lamdi hana með svipu fyrir hálfri öld. 

Árni Pétur Guðjónsson og Rúnar Guðbrandsson sögðu frá uppsetningunni og þessari skemmtilegu vísun í íslenska leikhússögu í Dagmálum. Leikhópurinn er óvenjulega samsettur. Leikararnir eru allir á aldrinum frá sjötugu til níræðs og hafa því margir innan hópsins starfað saman í áratugi. 

Í uppsetningu á verkinu Fando og Lis árið 1966 í Tjarnarbíói lamdi Arnar Margréti með svipu en nú fær hún tækifæri til þess að hefna sín, meira að segja með sömu svipu. Leikmunurinn hefur verið varðveittur í öll þessi ár. 

Arnar fer með hlutverk markgreifa de Sade en Margrét leikur Charlotte Corday. Corday lemur de Sade með svipu og þar með hafa hlutverkin snúist við. 

Svo skemmtilega vill til að Margrét fór með sama hlutverk árið 1967 þegar verkið var sett upp í Þjóðleikhúsinu. 

Finna má á viðtalið við þá Rúnar og Árna Pétur í heild sinni hér að neðan en þar segja þeir fleiri skemmtilegar sögur af sýningunni. 

mbl.is