Verða að íhuga aðild án Svíþjóðar

Úkraína | 24. janúar 2023

Verða að íhuga aðild án Svíþjóðar

Finnar verða að íhuga aðild að Atlantshafsbandalaginu, NATO, án Svíþjóðar. Þetta sagði Pekka Haavisto, utanríkisráðherra Finnlands, í morgun eftir að Tyrkir gáfu í skyn að þeir ætluðu ekki að samþykkja aðildarumsókn landsins eftir að kóraninn var brenndur fyrir utan tyrkneska sendiráðið í Stokkhólmi, höfuðborg Svíþjóðar.

Verða að íhuga aðild án Svíþjóðar

Úkraína | 24. janúar 2023

Pekka Haavisto, utanríkisráðherra Finnlands.
Pekka Haavisto, utanríkisráðherra Finnlands. AFP/Henrik Montgomery/TT

Finnar verða að íhuga aðild að Atlantshafsbandalaginu, NATO, án Svíþjóðar. Þetta sagði Pekka Haavisto, utanríkisráðherra Finnlands, í morgun eftir að Tyrkir gáfu í skyn að þeir ætluðu ekki að samþykkja aðildarumsókn landsins eftir að kóraninn var brenndur fyrir utan tyrkneska sendiráðið í Stokkhólmi, höfuðborg Svíþjóðar.

Finnar verða að íhuga aðild að Atlantshafsbandalaginu, NATO, án Svíþjóðar. Þetta sagði Pekka Haavisto, utanríkisráðherra Finnlands, í morgun eftir að Tyrkir gáfu í skyn að þeir ætluðu ekki að samþykkja aðildarumsókn landsins eftir að kóraninn var brenndur fyrir utan tyrkneska sendiráðið í Stokkhólmi, höfuðborg Svíþjóðar.

„Við verðum að meta stöðuna, hvort eitthvað hafi gerst sem til lengri tíma litið myndi koma í veg fyrir að Svíar komist áleiðis,“ sagði Haavisto.

Hann bætti við að það væri „of snemmt að taka afstöðu til þess núna“ og að sameiginleg aðildarumsókn væri enn þá „fyrsti valkostur“.

„Mitt mat er að það verður töf (á samþykki Tyrkja) sem mun vara þangað til þingkosningarnar í Tyrklandi verða haldnar um miðjan maí,“ bætti hann við.

All­ar þjóðir inn­an NATO þurfa að samþykkja aðild­ar­um­sókn nýrra ríkja, en ein­ung­is Ung­verj­ar og Tyrk­ir eiga enn eft­ir að staðfesta um­sókn­ir Svía og Finna af banda­lags­ríkj­un­um 30. 

Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, sem síðastliðið vor talaði um að hægt yrði að hleypa Svíþjóð og Finnlandi inn í sambandið á aðeins fáeinum vikum, segist nú telja að það gangi eftir á þessu ári, jafnvel þótt hann geti ekki fulltryggt það. 

Bæði Ungverjar og Tyrkir hafa haldið tengslum við Rússland eftir innrás landsins í Úkraínu, og í Ankara hafa stjórnvöld leitast við að gegna hlutverki sáttasemjara í stríðinu.

mbl.is