Funda með ESB í Kænugarði

Úkraína | 1. febrúar 2023

Funda með ESB í Kænugarði

Úkraínumenn halda ráðstefnu með Evrópusambandinu í Kænugarði, höfuðborg Úkraínu, á föstudaginn.

Funda með ESB í Kænugarði

Úkraína | 1. febrúar 2023

Volodimír Selenskí 11. janúar síðastliðinn.
Volodimír Selenskí 11. janúar síðastliðinn. AFP/Yuriy Dyachyshyn

Úkraínumenn halda ráðstefnu með Evrópusambandinu í Kænugarði, höfuðborg Úkraínu, á föstudaginn.

Úkraínumenn halda ráðstefnu með Evrópusambandinu í Kænugarði, höfuðborg Úkraínu, á föstudaginn.

Ríkisstjórn landsins greindi frá þessu og sagðist jafnframt vona að ráðstefnan verði til þess að Úkraína komist nær því að fá aðild að ESB. Næstum ár er liðið síðan Rússar réðust inn í landið.

Stjórnvöld í Kænugarði tilkynntu einnig að þau búist við allt að 140 nútímalegum skriðdrekum frá samherjum sínum á Vesturlöndum. Þau vonast einnig eftir háþróaðri vopnum frá Bandaríkjunum.

Bíða eftir tíðindum

Í ávarpi sínu sagðist Volodimír Selenskí Úkraínuforseti vona að ráðstefnan á föstudaginn endurspegli hátt „stig samstarfs og framfara“ við ESB, sem Úkraína hefur lengi reynt að verða aðili að.

„Við bíðum eftir tíðindum fyrir Úkraínu,“ sagði Selenskí.

Denys Shmygal, forsætisráðherra Úkraínu.
Denys Shmygal, forsætisráðherra Úkraínu. AFP/Ludovic Marin

Denys Shmygal, forsætisráðherra Úkraínu, sagði ráðstefnuna senda kröftug skilaboð bæði til samherja þeirra og andstæðinga.

„Skilaboðin eru þau að Evrópa trúir á sigur Úkraínu og styður hraða ferð okkar í átt að aðild að ESB,“ sagði hann.

mbl.is