Engir peningar í þessu á þessum tíma

Dagmál | 5. febrúar 2023

Engir peningar í þessu á þessum tíma

„Þetta hljómar ógeðslega vel,“ sagði Helena Sverrisdóttir, landsliðskona í körfuknattleik og leikmaður Hauka í úrvalsdeildinni, í Dagmálum.

Engir peningar í þessu á þessum tíma

Dagmál | 5. febrúar 2023

„Þetta hljómar ógeðslega vel,“ sagði Helena Sverrisdóttir, landsliðskona í körfuknattleik og leikmaður Hauka í úrvalsdeildinni, í Dagmálum.

„Þetta hljómar ógeðslega vel,“ sagði Helena Sverrisdóttir, landsliðskona í körfuknattleik og leikmaður Hauka í úrvalsdeildinni, í Dagmálum.

Helena, sem er 34 ára gömul, lék með háskólaliði TCU í Bandaríkjunum frá 2007 til 2011.

Hún var sterklega orðuð við bandarísku WNBA-deildina á sínum tíma en veikindi sem tóku sig upp hjá henni gerðu það meðal annars að verkum að hún missti af tækifærinu til að spila í deildinni.

„Það voru engir peningar í þessu á þessum tíma,“ sagði Helena.

„Deildin hefur tekið miklum framförum á undanförnum árum og það var í raun ekki fyrr en að kallar eins og Kobe Bryant fóru að tala um deildina sem það komu einhverjir peningar inn í þetta,“ sagði Helena meðal annars.

Viðtalið við Helenu í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

mbl.is