Tæplega helmingur brottfara vegna Breta og Bandaríkjamanna

Ferðamenn á Íslandi | 10. febrúar 2023

Tæplega helmingur brottfara vegna Breta og Bandaríkjamanna

Brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll voru um 121 þúsund í nýliðnum janúar, samkvæmt talningu Ferðamálastofu.

Tæplega helmingur brottfara vegna Breta og Bandaríkjamanna

Ferðamenn á Íslandi | 10. febrúar 2023

Farþegar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.
Farþegar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll voru um 121 þúsund í nýliðnum janúar, samkvæmt talningu Ferðamálastofu.

Brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll voru um 121 þúsund í nýliðnum janúar, samkvæmt talningu Ferðamálastofu.

Brottfarirnar eru álíka margar og í janúar árið 2020 og um 82% af því sem þær voru í janúar 2018. eða þegar mest var. Tæplega helmingur brottfara var tilkominn vegna Breta og Bandaríkjamanna, að því er segir í tilkynningu.

Brottfarir Íslendinga voru um 41.500 og hafa þær ekki mælst áður svo margar í janúarmánuði.

Flestar brottfarir í janúar voru tilkomnar vegna Breta og Bandaríkjamanna eða tæplega helmingur (47,9%). Bretar voru tæplega 30 þúsund talsins eða fjórðungur (24,5%) og Bandaríkjamenn um 28 þúsund eða tæplega fjórðungur (23,4%).

Bretar og Bandaríkjamenn hafa verið fjölmennastir í janúarmánuði síðustu tvo áratugi eða frá því mælingar Ferðamálastofu hófust, að undanskildum janúarmánuði 2021.

mbl.is