Þungaðar rússneskar konur fljúga til Argentínu

Rússland | 11. febrúar 2023

Þungaðar rússneskar konur fljúga til Argentínu

Fleiri en fimm þúsund rússneskar konur hafa flogið til Argentínu á undanförnum mánuðum, þar af 33 í einu flugi á fimmtudag og voru þær allar á síðustu vikum meðgöngu.

Þungaðar rússneskar konur fljúga til Argentínu

Rússland | 11. febrúar 2023

Talið er að konurnar vilji að börn þeirra fái argentínskan …
Talið er að konurnar vilji að börn þeirra fái argentínskan ríkisborgararétt fyrir meira frelsi. AFP

Fleiri en fimm þúsund rússneskar konur hafa flogið til Argentínu á undanförnum mánuðum, þar af 33 í einu flugi á fimmtudag og voru þær allar á síðustu vikum meðgöngu.

Fleiri en fimm þúsund rússneskar konur hafa flogið til Argentínu á undanförnum mánuðum, þar af 33 í einu flugi á fimmtudag og voru þær allar á síðustu vikum meðgöngu.

Talið er að konurnar vilji ganga úr skugga um að börn þeirra fæðist í Argentínu til þess að þau fái argentínskan ríkisborgararétt sem veiti meira frelsi en rússneskt vegabréf.

Af þeim 33 konum sem komu til höfuðborgarinnar Búenos Aíres á fimmtudag voru þrjár handteknar, en þeim hefur nú verið sleppt, að því er BBC greinir frá.

Sögðust vera ferðamenn

Konurnar höfðu upphaflega haldið því fram að þær væru að heimsækja Argentínu sem ferðamenn en síðar viðurkennt að svo væri ekki, að sögn Florencia Carignano, yfirmanns fólksflutningastofnunar.

Argentínskt vegabréf gerir vegabréfshöfum kleift að ferðast til 171 lands án vegabréfsáritunar. Eins og er geta Rússar ferðast án vegabréfsáritunar til 87 landa, að sögn Carignano.

BBC greinir frá því að til sé vefsíða á rússnesku sem bjóði upp á ýmsa pakka fyrir verðandi mæður sem vilja fæða í Argentínu.

Vefsíðan auglýsir ýmsa þjónustu á borð við sérsniðnar fæðingaráætlanir, akstur frá flugvellinum, spænskukennslu og afslátt af dvalarkostnaði á „bestu sjúkrahúsum í höfuðborg Argentínu“.

mbl.is