Begum fær ekki ríkisborgararéttinn aftur

Mál Shamimu Begum | 22. febrúar 2023

Begum fær ekki ríkisborgararéttinn aftur

Kona sem var svipt breskum ríkisborgararétti sínum eftir að hún hélt til Sýrlands þegar hún var 15 ára til þess giftast meðlimi hryðjuverkasamtakanna Ríki Íslams og ganga til liðs við samtökin, tapaði í dag baráttu sinni fyrir því að fá ákvörðuninni hnekkt.

Begum fær ekki ríkisborgararéttinn aftur

Mál Shamimu Begum | 22. febrúar 2023

Shamima Begum var svipt breskum ríkisborgararétti sínum.
Shamima Begum var svipt breskum ríkisborgararétti sínum. AFP

Kona sem var svipt breskum ríkisborgararétti sínum eftir að hún hélt til Sýrlands þegar hún var 15 ára til þess giftast meðlimi hryðjuverkasamtakanna Ríki Íslams og ganga til liðs við samtökin, tapaði í dag baráttu sinni fyrir því að fá ákvörðuninni hnekkt.

Kona sem var svipt breskum ríkisborgararétti sínum eftir að hún hélt til Sýrlands þegar hún var 15 ára til þess giftast meðlimi hryðjuverkasamtakanna Ríki Íslams og ganga til liðs við samtökin, tapaði í dag baráttu sinni fyrir því að fá ákvörðuninni hnekkt.

Samkvæmt úrskurðinum má Shamima Begum, sem núna er 23 ára, ekki snúa aftur til Bretlands en hún hefst við í flóttamannabúðum í norðurhluta Sýrlands.

Hæstirétt­ur Bret­lands úr­sk­urðaði árið 2021 Beg­um fengi ekki að snúa aft­ur til Bret­lands eftir að hún hafði óskað eftir því að fá að ferðast til landsins og berjast gegn þeirri ákvörðun breskra stjórnvalda að svipta hana ríkisborgararétti.

Begum ákvað að fara með með mál sitt til sérstakrar áfrýjunarnefndar innflytjendamála, en dómstóll hefur nú hafnað áfrýjun hennar, á þeim forsendum að mál hennar heyri ekki undir nefndina.

mbl.is