Sonurinn breytti sýn Valdimars á lífið

Dagmál | 23. febrúar 2023

Sonurinn breytti sýn Valdimars á lífið

Valdimar Guðmundsson segir allt annað hafa dottið í annað sæti þegar sonurinn, Sigurjón Tumi, fæddist fyrir einu og hálfu ári. Það sé orðið miklu erfiðara að fara í burtu frá heimilinu og hann finni mjög til ábyrgðar sinnar. Hann segir að í raun hafi lífið öðlast meiri dýpt við fæðingu sonarins. 

Sonurinn breytti sýn Valdimars á lífið

Dagmál | 23. febrúar 2023

Valdimar Guðmundsson segir allt annað hafa dottið í annað sæti þegar sonurinn, Sigurjón Tumi, fæddist fyrir einu og hálfu ári. Það sé orðið miklu erfiðara að fara í burtu frá heimilinu og hann finni mjög til ábyrgðar sinnar. Hann segir að í raun hafi lífið öðlast meiri dýpt við fæðingu sonarins. 

Valdimar Guðmundsson segir allt annað hafa dottið í annað sæti þegar sonurinn, Sigurjón Tumi, fæddist fyrir einu og hálfu ári. Það sé orðið miklu erfiðara að fara í burtu frá heimilinu og hann finni mjög til ábyrgðar sinnar. Hann segir að í raun hafi lífið öðlast meiri dýpt við fæðingu sonarins. 

Kærasta Valdimars, Anna Björk Sig­ur­jóns­dótt­ir, hefur verið dugleg að sýna syninum pabba sinn í sjónvarpinu og er hann sjálfur farinn að biðja um að fá að sjá pabba sinn syngja á skjánum. Valdimar ætlar þó að reyna að kynna hann fyrir annarri tónlist en sinni eigin, bæði Bítlunum og Radiohead, og hlakkar mikið til. 

Þá munu Valdimar og tengdafaðirinn berjast um að fá soninn til þess að halda með réttu fótboltaliði en Valdimar sér þó fyrir sér að sonurinn verði á endanum að fá að taka sjálfstæða ákvörðun um þetta eins og annað. En söngvarinn undirbýr um þessar mundir hlutverk sitt í leikverkinu Óbærilegur léttleiki knattspyrnunnar sem frumsýnt verður í Tjarnarbíói 2. mars. 

Valdimar var gestur Ragnheiðar Birgisdóttur í Dagmálum. Þátturinn í heild er aðgengilegur hér að neðan. 

mbl.is