„Ástæða til að hafa verulegar áhyggjur“

Dagmál | 13. mars 2023

„Ástæða til að hafa verulegar áhyggjur“

Valgerður Jóhannsdóttir, lektor við Háskóla Íslands segir fulla ástæðu til að hafa verulegar áhyggjur af stöðu á fjölmiðlamarkaði hér á landi. Valgerður stýrir meistaranámi sem HÍ býður upp á í blaðamennsku.

„Ástæða til að hafa verulegar áhyggjur“

Dagmál | 13. mars 2023

Valgerður Jóhannsdóttir, lektor við Háskóla Íslands segir fulla ástæðu til að hafa verulegar áhyggjur af stöðu á fjölmiðlamarkaði hér á landi. Valgerður stýrir meistaranámi sem HÍ býður upp á í blaðamennsku.

Valgerður Jóhannsdóttir, lektor við Háskóla Íslands segir fulla ástæðu til að hafa verulegar áhyggjur af stöðu á fjölmiðlamarkaði hér á landi. Valgerður stýrir meistaranámi sem HÍ býður upp á í blaðamennsku.

Hún segir þróunina vera alvarlega og vísar til síðu breytinga á markaðnum, þar sem Fréttablaðið hætti dreifingu á blaði sínu, gjaldþroti N4 og sameiningar Stundarinnar og Kjarnans. Valgerður er gestur Dagmála í dag og ræðir þar stöðu fjölmiðla og blaðamennsku. Hún viðurkennir að ekki sé mikil ásókn í námið sem Háskólinn býður upp og telur að neikvæð umræða um fagið og fjölmiðla spili þar inn í.

Hættan er fyrir hendi að fjölmiðlar lendi í vítahring þar sem færri blaða– og fréttamenn vinna við að framleiða efni fyrir og þannig kunni að draga úr gæðum sem aftur leiðir til fækkunar áskrifenda og svo koll af kolli.

Ísland er ekki eyland þegar kemur að stöðu fjölmiðla en víða í heiminum hafa menn áhyggjur af þróun og hugtakið fréttaeyðimerkur hefur orðið til. Oftast er þar vitnað til Bandaríkjanna en þar eru stór landsvæði og heilu borgirnar án fjölmiðla sem segja staðbundnar fréttir í bland við það helst sem er að gerast í heiminum.

Þeir ríkisstyrkir sem hófu nýverið göngu sína eru einungis lögbundnir til árs í senn og það eykur enn á óvissuna fyrir fjölmiðla og kann að skapa hættu á hagsmunaárekstrum við stjórnmálin.

Í Dagmálum dagsins er farið víða í umræðum um fjölmiðla og blaða– og fréttamennsku. Þátturinn í heild sinni er aðgengilegur fyrir áskrifendur Morgunblaðsins.

mbl.is