„Glæpamaðurinn snýr alltaf aftur á vettvang“

Úkraína | 19. mars 2023

„Glæpamaðurinn snýr alltaf aftur á vettvang“

Mykhaylo Podolyak, aðstoðarmaður Úkraínuforseta, gagnrýndi harðlega óvænta heimsókn Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta til hafnarborgarinnar Maríupol sem rússneskar hersveitir hertóku á síðasta ári.

„Glæpamaðurinn snýr alltaf aftur á vettvang“

Úkraína | 19. mars 2023

Pútín ræðir við íbúa fjölbýlishúss í Maríupol.
Pútín ræðir við íbúa fjölbýlishúss í Maríupol. AFP

Mykhaylo Podolyak, aðstoðarmaður Úkraínuforseta, gagnrýndi harðlega óvænta heimsókn Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta til hafnarborgarinnar Maríupol sem rússneskar hersveitir hertóku á síðasta ári.

Mykhaylo Podolyak, aðstoðarmaður Úkraínuforseta, gagnrýndi harðlega óvænta heimsókn Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta til hafnarborgarinnar Maríupol sem rússneskar hersveitir hertóku á síðasta ári.

„Glæpamaðurinn snýr alltaf aftur á vettvang glæpsins...morðingi þúsunda fjölskyldna í Maríupol kom til að dást að rústum borgarinnar og gröfum hennar. Napurlegt og skortur á eftirsjá,“ sagði Podolyak á Twitter.

Pútín kynnir sér enduruppbyggingu í borginni.
Pútín kynnir sér enduruppbyggingu í borginni. AFP

Borgarráð Maríupol fordæmdi einnig heimsókn Pútíns. „Alþjóðlegi stríðsglæpamaðurinn Pútín heimsótti hina hersetnu Maríupol. Hann horfði á „enduruppbyggingu borgarinnar“... að nóttu til. Líklega til að geta ekki séð borgina, sem „frelsun hans“ drap í dagsljósi,“ sagði borgarráðið á Twitter.

Stjórnvöld í Rússlandi segja að heimsóknin hafi verið ákveðin með stuttum fyrirvara eftir að forsetinn heimsótti Krímskaga óvænt í gær.

Pútín ræðir við aðstoðarforsætisráðherrann Marat Khusnullin í Fílharmoníuleikhúsinu í Maríupol.
Pútín ræðir við aðstoðarforsætisráðherrann Marat Khusnullin í Fílharmoníuleikhúsinu í Maríupol. AFP

„Þetta gerðist allt með mjög skömmum fyrirvara,“ sagði Dimitrí Peskov, talsmaður Kremlar. „Ferðir hans um borgina voru ekki skipulagðar“ og heldur ekki fundir hans með íbúunum, bætti hann við.

AFP
mbl.is