Af hverju fer ég ekki að gera eitthvað annað?

Dagmál | 25. mars 2023

Af hverju fer ég ekki að gera eitthvað annað?

„Ég hugsaði oft með mér; af hverju fer ég ekki að gera eitthvað annað?“ sagði júdómaðurinn Sveinbjörn Jun Iura í Dagmálum.

Af hverju fer ég ekki að gera eitthvað annað?

Dagmál | 25. mars 2023

„Ég hugsaði oft með mér; af hverju fer ég ekki að gera eitthvað annað?“ sagði júdómaðurinn Sveinbjörn Jun Iura í Dagmálum.

„Ég hugsaði oft með mér; af hverju fer ég ekki að gera eitthvað annað?“ sagði júdómaðurinn Sveinbjörn Jun Iura í Dagmálum.

Sveinbjörn, sem er 33 ára gamall, varð átta sinnum Íslandsmeistari á ferlinum og stærsta markmiðið hans að keppa á Ólympíuleikunum í Tókýó árið 2021.

Kórónuveirufaraldurinn setti hins vegar stórt strik í reikninginn hjá honum og einbeitir hann sér nú að öðrum hlutum en júdó í dag.

„Ég var búinn að segja við sjálfan mig að ég ætlaði ekki að sjá eftir neinu þegar að ég myndi horfa til baka yfir ferilinn,“ sagði Sveinbjörn.

„Í dag líður mér þannig. Ég veit að ég gerði mitt allra besta þó ég hafi ekki komist á Ólympíuleikana en ég er ánægður með mig engu að síður sem er góð tilfinning,“ sagði Sveinbjörn meðal annars.

Viðtalið við Sveinbjörn í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

mbl.is