Sjávarhiti við Suður- og Vesturland vel hár

Hafrannsóknastofnun | 31. mars 2023

Sjávarhiti við Suður- og Vesturland vel hár

Sjávarhiti í efstu 200 metrum sjávar í hlýsjónum úti fyrir Suður- og Vesturlandi mældist vel yfir meðaltali tímabilsins 1991-2020 í leiðangri rannsóknaskipsins Bjarna Sæmundssonar í febrúar. Var hitastigið 7,1 til 8,2 gráður.

Sjávarhiti við Suður- og Vesturland vel hár

Hafrannsóknastofnun | 31. mars 2023

Í byrjun nóvember þegar Bjarni Sæmundsson HF 30 kom til …
Í byrjun nóvember þegar Bjarni Sæmundsson HF 30 kom til hafnar á Húsavík en hann var í haustleiðangri Hafró. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Sjávarhiti í efstu 200 metrum sjávar í hlýsjónum úti fyrir Suður- og Vesturlandi mældist vel yfir meðaltali tímabilsins 1991-2020 í leiðangri rannsóknaskipsins Bjarna Sæmundssonar í febrúar. Var hitastigið 7,1 til 8,2 gráður.

Sjávarhiti í efstu 200 metrum sjávar í hlýsjónum úti fyrir Suður- og Vesturlandi mældist vel yfir meðaltali tímabilsins 1991-2020 í leiðangri rannsóknaskipsins Bjarna Sæmundssonar í febrúar. Var hitastigið 7,1 til 8,2 gráður.

Þetta er meðal niðurstaðna sjórannsóknaleiðangursins skipsins og fjallað er um á vef Hafrannsóknastofnunar.

Frávik meðalhita í efstu 200 metrum sjávar á stöðvum 3-5 …
Frávik meðalhita í efstu 200 metrum sjávar á stöðvum 3-5 á Selvogsbanka frá meðaltali áranna 1991-2020. Mynd/Hafrannsóknastofnun

Þar segir að seltan í sjónu út af Suður- og Vesturlandi hafi verið undir meðaltali viðmiðunartímabilsins en hún hefur til þessa farið hægt vaxandi undanfarin ár frá lágmarki sem mældist árið 2018. Þetta er sagt gefi til kynna að hlýsjórinn að sunnan hafi verið með svipuðum styrk og undanfarin ár.

Hiti og selta úti fyrir Norðurlandi nálægt meðaltali viðmiðunartímabilsins 1991-2020 en hiti í efri lögum úti fyrir Norðurlandi var á bilinu tvær til fjórar gráður og bæði hiti og selta höfðu hækkað lítillega miðað við seinustu þrjú ár.

Í efstu lögum sjávar út af Norðaustur- og Austurlandi var hitinn á bilinu núll til þrjú stig og var það bæði yfir landgrunninu og utan þess. Það er sagt nærri meðallagi viðmiðunartímabilsins fyrir þennan árstíma en selta á þessu svæði var töluvert lægri en meðalselta viðmiðunartímabilsins.

Sjávarhiti á 50 m dýpi í hafinu umhverfis Ísland, í …
Sjávarhiti á 50 m dýpi í hafinu umhverfis Ísland, í febrúar 2023. Punktarnir sýna mælistöðvarnar. Mynd/Hafrannsóknastofnun

Hiti mældur í sjö áratugi

„Leiðangurinn var þáttur í gagnasöfnun í verkefninu „Ástand sjávar” en markmið þess er að fylgjast með breytingum á umhverfisaðstæðum á Íslandsmiðum. Frá því um 1950 hafa farið fram mælingar á hita og seltu á ákveðnum stöðum á landgrunninu að vori eða í byrjun sumars. Um 1970 var farið að mæla endurtekið á þessum föstu mælistöðvum, oftast fjórum sinnum á ári, í febrúar-mars, maí-júní, ágúst-september og í október-nóvember. Stöðvarnar mynda línur eða snið út frá landinu sem eru flest nefnd eftir kennileitum á landi en í leiðangrinum í febrúar var mælt á 72 stöðvum,“ segir um leiðangurinn á vef Hafrannsóknastofnunar.

Sjórannsóknaleiðangur Bjarna Sæmundssonar umhverfis Ísland hófst 8. febrúar og lauk 20. þess mánaðar.

mbl.is