42% minni makrílstofn

Makrílveiðar | 25. ágúst 2023

42% minni makrílstofn

Niðurstöður sameiginlegra mælinga Íslendinga, Færeyinga, Norðmanna og Dana á stofnstærð makríls sýna að mkrílstofninn hafi minnkað um 42% frá árinu 2022 og er stofnvísistalan nú 4,3 milljónir tonn sem er minnsti lífmassi sm mælst hefur frá árinu 2007. Þá fannst mun minna af makríl í íslenskri lögsögu en í fyrra.

42% minni makrílstofn

Makrílveiðar | 25. ágúst 2023

Frá yfirborðstogi í uppsjávarleiðangri Hafrannsóknastofnunar. Aðeins 10% af heildarlífmassa makríls …
Frá yfirborðstogi í uppsjávarleiðangri Hafrannsóknastofnunar. Aðeins 10% af heildarlífmassa makríls mældist í íslenskri lögsögu en talið var að um 19% lífmassans væri við Ísland á síðasta ári. Ljósmynd/Hafrannsóknastofnun: Svanhildur Egilsdóttir

Niðurstöður sameiginlegra mælinga Íslendinga, Færeyinga, Norðmanna og Dana á stofnstærð makríls sýna að mkrílstofninn hafi minnkað um 42% frá árinu 2022 og er stofnvísistalan nú 4,3 milljónir tonn sem er minnsti lífmassi sm mælst hefur frá árinu 2007. Þá fannst mun minna af makríl í íslenskri lögsögu en í fyrra.

Niðurstöður sameiginlegra mælinga Íslendinga, Færeyinga, Norðmanna og Dana á stofnstærð makríls sýna að mkrílstofninn hafi minnkað um 42% frá árinu 2022 og er stofnvísistalan nú 4,3 milljónir tonn sem er minnsti lífmassi sm mælst hefur frá árinu 2007. Þá fannst mun minna af makríl í íslenskri lögsögu en í fyrra.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Hafrannsóknastofnunar.

Þar segir að vísitala stofnsins sé „tæplega 40% lægri en langtímameðaltal gagnaseríunnar (7,1 milljónir tonna). Byggir vísitalan á afla í alls 218 stöðluðum yfirborðstogum á fyrirfram ákveðnum stöðvum. Engar togstöðvar voru með einstaklega mikinn afla líkt og sumarið 2022, og óvissumörk í kringum matið því mun minni í ár.“

Þá var útbreiðsla makríls við Ísland minni í sumar en á síðasta ári. Fannst mesti þéttleikinn fyrir sunnan land og fannst makríll bæði yfir landgrunninu og við landgrunnsbrúnina. Lítið mældist af makríl fyrir vestan land samanborið við 2022. Um 10,3% af heildarlífmassa makríls mældist í íslenskri landhelgi samanborið við 18,9% síðasta ár. Líkt og undanfarin ár var meiri hluti stofnsins í Noregshafi og þá sérstaklega norðaustan til.

Útbreiðsla kolmunna makríls og norsk-íslenskrar síldar. Engir samningar eru til …
Útbreiðsla kolmunna makríls og norsk-íslenskrar síldar. Engir samningar eru til staðar um skiptingu aflahlutdeildar milli strandríkjanna. Kort/mbl.is

Niðurstöðurnar fengust í sameiginlegum uppsjávarleiðangri Íslendinga, Færeyinga, Norðmanna og Dana sem farinn var á tímabilinu 1. júlí til 3. ágúst 2023.

„Meginmarkmið þessa árlega leiðangurs var að meta magn uppsjávarfiska í Norðaustur-Atlantshafi að sumarlagi en jafnframt að rannsaka vistkerfi og umhverfi sjávar. Leiðangurssvæðið var 2,4 milljón ferkílómetrar sem er 19% minna en síðasta ár þar sem ekki var farið inn í Grænlenska landhelgi og einungis suður að 62°N breiddargráðu í Íslandsdjúpi,“ segir í tilkynningunni.

Niðurstöður leiðangursins fyrir makríl voru kynntar innan stofnmatsvinnunefndar Alþjóðahafrannsóknaráðsins (ICES) á miðvikudag. Þær eru, ásamt öðrum gögnum, notaðar við mat á stofnstærð makríls en ICES mun birta ráðgjöf um aflamark næsta árs fyrir makríl, norsk-íslenska síld og kolmunna þann 29. september.

Hærri meðalhiti

Fram kemur að meðaltalshitastig í yfirborðslögum sjávar austan, sunnan og vestan við Ísland hafi verið hærri í júlí en á sama tíma í fyrra og einnig yfir meðaltali síðustu 20 ára. Í Noregshafi var yfirborðshiti einnig yfir meðaltali síðustu 20 ára en undir meðaltali fyrir norðan Ísland.

Vísitala um magn dýrasvifs á hafsvæðinu í júlí við Ísland og í Noregshafi jókst samanborið við undanfarin tvö sumur og var álíka og langtímameðaltal leiðangursins síðan 2010, að því er segir í tilkynningunni.

Makríll í hafinu á Svalbarðasvæðinu í sumar.
Makríll í hafinu á Svalbarðasvæðinu í sumar. Ljósmynd/Havforskningsinstituttet
mbl.is