Allt að 400 tonn í holi og stutt á miðin

Makrílveiðar | 28. júlí 2023

Allt að 400 tonn í holi og stutt á miðin

„Í gær var góð makrílveiði austur af landinu og voru skip jafnvel að fá um og yfir 400 tonn í holi. Síldarvinnslu- og Samherjaskipin sem eru í veiðisamstarfi voru að veiðum 80 til 100 mílur austur af Norðfjarðarhorni,“ segir í færslu á vef Síldarvinnslunnar.

Allt að 400 tonn í holi og stutt á miðin

Makrílveiðar | 28. júlí 2023

Vilhelm Þorsteinsson EA að landa makríl í fiskiðjuver Síldarvinnslunnar í …
Vilhelm Þorsteinsson EA að landa makríl í fiskiðjuver Síldarvinnslunnar í Neskaupstað. Ljósmynd/Síldarvinnslna: Smári Geirsson

„Í gær var góð makrílveiði austur af landinu og voru skip jafnvel að fá um og yfir 400 tonn í holi. Síldarvinnslu- og Samherjaskipin sem eru í veiðisamstarfi voru að veiðum 80 til 100 mílur austur af Norðfjarðarhorni,“ segir í færslu á vef Síldarvinnslunnar.

„Í gær var góð makrílveiði austur af landinu og voru skip jafnvel að fá um og yfir 400 tonn í holi. Síldarvinnslu- og Samherjaskipin sem eru í veiðisamstarfi voru að veiðum 80 til 100 mílur austur af Norðfjarðarhorni,“ segir í færslu á vef Síldarvinnslunnar.

Þar segir jafnframt að Margrét EA hafi komið til Neskaupstaðar með 1.150 tonn af makríl á miðvikudag þegar var verið að ljúka við vinnslu rúmlega 1.500 tonnum úr Beiti NK. Í morgun mætti síðan Vilhelm Þorsteinsson EA til hafnar með 1.650 tonn.

„Vinnslan í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar er því samfelld og einungis gert hlé á henni til að þrífa. Fiskurinn sem skipin færa að landi er mjög stór eða um og yfir 600 grömm og er hann fullur af átu. Átan í fiskinum gerir það að verkum að ekki er unnt að heilfrysta hann heldur er hann annaðhvort hausaður eða flakaður,“ segir í færslunni.

Þá herma f´rettir að makrílveiði sé að glæðast í Smugunni. Þar eru grænlensku skipin Polar Amaroq og Polar Ammassak að veiðum.

mbl.is