Ofveiði á makríl heldur áfram í sumar

Makrílveiðar | 22. júní 2023

Ofveiði á makríl heldur áfram í sumar

Að óbreyttu munu Ísland, Noregur, Færeyjar, Grænland, Bretland og Evrópusambandið úthluta veiðiheimildum í makríl til sinna uppsjávarskipa sem nema samanlagt 976 þúsund tonnum. Það er um 200 þúsund tonn umfram ráðgjöf Alþjóðahafrannsóknaráðsins (ICES), að því er segir í umfjöllun Morgunblaðsins.

Ofveiði á makríl heldur áfram í sumar

Makrílveiðar | 22. júní 2023

Íslensk yfirvöld hafa gefið út 129 þúsund tonna makrílkvóta í …
Íslensk yfirvöld hafa gefið út 129 þúsund tonna makrílkvóta í samræmi við tilkall Íslands til 16,4% hlut af heildarafla. Önnur ríki gefa einnig út heimildir á eigin forsendum og stefnir því í ofveiði. mbl.is/Árni Sæberg

Að óbreyttu munu Ísland, Noregur, Færeyjar, Grænland, Bretland og Evrópusambandið úthluta veiðiheimildum í makríl til sinna uppsjávarskipa sem nema samanlagt 976 þúsund tonnum. Það er um 200 þúsund tonn umfram ráðgjöf Alþjóðahafrannsóknaráðsins (ICES), að því er segir í umfjöllun Morgunblaðsins.

Að óbreyttu munu Ísland, Noregur, Færeyjar, Grænland, Bretland og Evrópusambandið úthluta veiðiheimildum í makríl til sinna uppsjávarskipa sem nema samanlagt 976 þúsund tonnum. Það er um 200 þúsund tonn umfram ráðgjöf Alþjóðahafrannsóknaráðsins (ICES), að því er segir í umfjöllun Morgunblaðsins.

Þá er ekki tekið tillit til þess að Rússland gæti veitt sínum skipum heimild til veiða á 109 þúsund tonnum eða 14% af ráðgjöfinni eins og undanfarin ár.

Útbreiðsla kolmunna makríls og norsk-íslenskrar síldar. Engir samningar eru til …
Útbreiðsla kolmunna makríls og norsk-íslenskrar síldar. Engir samningar eru til staðar um skiptingu aflahlutdeildar milli strandríkjanna. Kort/mbl.is

Samkomulag ríkir milli Íslands, Noregs, Bretlands, Færeyja, Grænlands og Evrópsambandsins um að byggja útgáfu veiðiheimilda á ráðgjöf ICES, en Rússar eru utan samkomulagsins. Þrátt fyrir samkomulag um forsendur heildarafla er ekki til staðar samningur um skiptingu hlutdeildar í makrílveiðunum.

Fjallað er um málið í Morgunblaðinu í dag.

mbl.is