Mikill áhugi vestanhafs

Ferðamenn á Íslandi | 8. apríl 2023

Mikill áhugi vestanhafs

Isavia áætlar að um 11,5 milljónir farþega fari um Keflavíkurflugvöll árið 2029 eða um 17% fleiri en fyrra metárið 2018.

Mikill áhugi vestanhafs

Ferðamenn á Íslandi | 8. apríl 2023

Flugstöð Leifs Eiríkssonar.
Flugstöð Leifs Eiríkssonar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Isavia áætlar að um 11,5 milljónir farþega fari um Keflavíkurflugvöll árið 2029 eða um 17% fleiri en fyrra metárið 2018.

Isavia áætlar að um 11,5 milljónir farþega fari um Keflavíkurflugvöll árið 2029 eða um 17% fleiri en fyrra metárið 2018.

Guðmundur Daði Rúnarsson, framkvæmdastjóri viðskipta og þróunar hjá Isavia, fundaði nýverið með fulltrúum sex flugfélaga í Bandaríkjunum um horfur á markaði.

Í þeim samtölum hafi komið fram að þeir telji það taka minnst tvö ár að mæta uppsafnaðri eftir­spurn eftir ferðum, í kjölfar farsóttarinnar.

Höfðar sterkt til markhópa

„Þegar við ræðum við viðskiptavini okkar í Bandaríkjunum, og hugsanlega nýja viðskiptavini, heyrum við að Ísland þykir gríðarlega áhugaverður áfangastaður sem höfðar til þeirra markhópa sem mörg flugfélögin eru nú að herja á. Fólk sem vill hafa það dálítið gott á ferðalögunum, vill vera á góðum hótelum, fara út að borða á frábærum veitingastöðum og hafa upplifun í ferðalaginu. Fyrir þann markhóp er Ísland kjöráfangastaður og það er ekki að sjá að dregið hafi úr eftirspurn til Íslands, nema síður sé,“ segir Guðmundur Daði.

Alls 26 flugfélög hyggjast fljúga til 83 áfangastaða frá Keflavíkurflugvelli í sumar, borið saman við 25 flugfélög og 78 áfangastaði í fyrrasumar og 26 flugfélög og 71 áfangastað árið 2019.

„Við teljum að árið í ár verði annað stærsta ferðamannaár í sögu landsins og að hingað komi 2,2 milljónir ferðamanna, eða um 100 þúsund færri en metárið 2018. Ferðaþjónustan er því búin að ná vopnum sínum og næsta ár verður að óbreyttu stærsta ferðamannaár Íslandssögunnar.“

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

mbl.is