Aflýsa hátíðahaldi vegna hryðjuverkaógnar

Rússland | 14. apríl 2023

Aflýsa hátíðahaldi vegna hryðjuverkaógnar

Stærsta verkalýðsfélagið í Rússlandi mun ekki fara í sína árlegu kröfugöngu í Moskvu á verkalýðsdaginn, 1. maí. Ástæðan er aukin hryðjuverkahætta vegna stríðsins í Úkraínu.

Aflýsa hátíðahaldi vegna hryðjuverkaógnar

Rússland | 14. apríl 2023

Frá hátíðarhöldum í Moskvu hinn 9. maí á síðasta ári.
Frá hátíðarhöldum í Moskvu hinn 9. maí á síðasta ári. AFP

Stærsta verkalýðsfélagið í Rússlandi mun ekki fara í sína árlegu kröfugöngu í Moskvu á verkalýðsdaginn, 1. maí. Ástæðan er aukin hryðjuverkahætta vegna stríðsins í Úkraínu.

Stærsta verkalýðsfélagið í Rússlandi mun ekki fara í sína árlegu kröfugöngu í Moskvu á verkalýðsdaginn, 1. maí. Ástæðan er aukin hryðjuverkahætta vegna stríðsins í Úkraínu.

Umræðan um hryðjuverkahættu innan Rússland hefur aukist verulega í landinu á síðustu vikum, sérstaklega í kjölfar sprengingar á kaffihúsi í Pétursborg í upphafi mánaðar. 

Blogg­ar­inn Vla­dlen Tatarkí lést í spreng­ing­unni en hann hélt úti einu helsta bloggi Rúss­lands til­einkuðu stríðsátök­um. Ung kona hefur verið ákærð fyrir  hryðjuverk.

„Það verða hvorki kröfugöngur né samkomur í höfuðborginni, aðeins hátíðleg athöfn,“ sagði Alexander Sjersjúkov, stjórnarformaður stærsta stéttarfélags Rússlands.

Sagði hann ákvörðunina hafa verið tekna vegna aukinnar hryðjuverkahættu en einnig vegna „sérstakra hernaðaraðgerða Rússlands.“

Stjórnvöld í Moskvu aflýstu einnig hátíðahaldi 1. maí vegna innlimunar Krímskaga árið 2014. 

Hátíðahöldum sem fara fram áttu 9. maí hefur einnig verið aflýst af sömu ástæðu en þá fagna Rússar sigri Sovétríkjanna á Þýskalandi nasista árið 1945. 

mbl.is