Klæddist hvítu í brúðkaupi dóttur sinnar

Brúðkaup | 22. apríl 2023

Klæddist hvítu í brúðkaupi dóttur sinnar

Forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins Nikki Haley, hefur sætt mikilli gagnrýni fyrir það að hafa klæðst hvítum kjól í brúðkaup dóttur sinnar. 

Klæddist hvítu í brúðkaupi dóttur sinnar

Brúðkaup | 22. apríl 2023

Bandaríska þingkonan Nikki Haley hefur verið gagnrýnd fyrir að hafa …
Bandaríska þingkonan Nikki Haley hefur verið gagnrýnd fyrir að hafa mætt í hvítum kjól í brúðkaup dóttur sinnar. Samsett mynd

Forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins Nikki Haley, hefur sætt mikilli gagnrýni fyrir það að hafa klæðst hvítum kjól í brúðkaup dóttur sinnar. 

Forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins Nikki Haley, hefur sætt mikilli gagnrýni fyrir það að hafa klæðst hvítum kjól í brúðkaup dóttur sinnar. 

Frambjóðandinn birti mynd á samfélagsmiðlum af stóra degi dóttur sinnar en þar sést hún standa ásamt eiginmanni sínum Michael, syni Nalin, dóttur Renu og nýjum tengdasyni John Jackson. Við færsluna skrifaði hún: „Við áttum ljúfustu helgi þegar við fögnuðum Renu og Josh. Þakklát fyrir ljúfa fjölskyldu okkar og vini sem tóku þátt í að styðja og fagna þeim. Rena og Josh, við gætum vart verið stoltari af ykkur.“

Margir skrifuðu athugasemdir við færsluna og óskuðu parinu innilega til hamingju með daginn. Margir netverjar áttu þó erfitt með að horfa framhjá klæðaburði móður brúðarinnar. „Klæddist móðir brúðarinnar HVÍTUM,“ sagði einn Twitter–notandi. 

„Ummmm, af hverju í ósköpunum ertu í næstum hvítum kjól sem hefði auðveldlega getað verið brúðarkjóll?“ sagði annar. „Þetta var mjög eigingjarnt af þér að reyna að stela sviðsljósina hennar en í ljósi hversu mikið þú vilt fá alla athyglina á þig kemur þetta kemur ekki á óvart.“ var einnig skrifað. 

View this post on Instagram

A post shared by Nikki Haley (@nikkihaley)



mbl.is