50 ára afmæli Íslenska dansflokksins

Hverjir voru hvar | 1. maí 2023

50 ára afmæli Íslenska dansflokksins

Íslenski dansflokkurinn er 50 ára í dag. Af því tilefni var blásið til afmælisendurvinnslugalaveislu í Borgarleikhúsinu, uppskeruhátíðar þar sem fagnað var fortíð, nútíð og framtíð. 

50 ára afmæli Íslenska dansflokksins

Hverjir voru hvar | 1. maí 2023

Ljósmynd/Víðir Björnsson

Íslenski dansflokkurinn er 50 ára í dag. Af því tilefni var blásið til afmælisendurvinnslugalaveislu í Borgarleikhúsinu, uppskeruhátíðar þar sem fagnað var fortíð, nútíð og framtíð. 

Íslenski dansflokkurinn er 50 ára í dag. Af því tilefni var blásið til afmælisendurvinnslugalaveislu í Borgarleikhúsinu, uppskeruhátíðar þar sem fagnað var fortíð, nútíð og framtíð. 

Íslenski dansflokkurinn var stofnaður 1. maí, 1973 og var upprunalega til húsa í Félagsheimili Seltjarnarness. Dansflokkurinn var þó fljótt færður yfir í Þjóðleikhúsið þar sem hann starfaði undir yfirstjórn Þjóðleikhússtjóra þangað til að dansflokkurinn varð að sjálfstæðri opinberri stofnun árið 1992. Árið 1997 flutti Íslenski dansflokkurinn svo yfir í Borgarleikhúsið þar sem hann er enn með aðsetur í dag.

Á afmælishátíðinni var litið yfir farinn veg og fagnað því ótrúlega starfi sem hefur verið unnið yfir þessi 50 ár hjá Íslenska dansflokknum. Sýnd voru verkin Dansa, hvað er betra en að dansa eftir Valgerði Rúnarsdóttur og Garðinn eftir Sögu Kjerúlf Sigurðardóttur.

Hljóðinnsetningin Músur hljómaði inn á Litla sviði Borgarleikhússins þar sem dansarar úr sögu Íslenska dansflokksins sögðu frá reynslu þeirra og inn á Nýja sviðinu mátti finna Arkívuna, myndbandsinnsetning af sögu dansflokksins. Gestum var boðið upp á afmælisköku og freyðivín og endaði Galaveislan svo með dansleik í forsal leikhússins þar sem dansað var saman inn í nóttina. 

Ljósmynd/Víðir Björnsson
Ljósmynd/Víðir Björnsson
Ljósmynd/Víðir Björnsson
Ljósmynd/Víðir Björnsson
Ljósmynd/Víðir Björnsson
Ljósmynd/Víðir Björnsson
Ljósmynd/Víðir Björnsson
Ljósmynd/Víðir Björnsson
Ljósmynd/Víðir Björnsson
Ljósmynd/Víðir Björnsson
Ljósmynd/Víðir Björnsson
Ljósmynd/Víðir Björnsson
Ljósmynd/Víðir Björnsson
Ljósmynd/Víðir Björnsson
Ljósmynd/Víðir Björnsson
Ljósmynd/Víðir Björnsson
Ljósmynd/Víðir Björnsson
Ljósmynd/Víðir Björnsson
Ljósmynd/Víðir Björnsson
Ljósmynd/Víðir Björnsson
Ljósmynd/Víðir Björnsson
Ljósmynd/Víðir Björnsson
Ljósmynd/Víðir Björnsson
Ljósmynd/Víðir Björnsson
Ljósmynd/Víðir Björnsson
Ljósmynd/Víðir Björnsson
mbl.is