Sjaldgæft að ævintýrin endi á þannig hátt

Dagmál | 7. maí 2023

Sjaldgæft að ævintýrin endi á þannig hátt

„Auðvitað þarf maður að vera heppinn í íþróttum og við höfum lent í því núna, tvö ár í röð, að við vorum að mæta leikmönnum sem voru kröftugri og ferskari en við,“ sagði Njarðvíkingurinn og fyrrverandi körfuknattleiksmaðurinn Logi Gunnarsson í Dagmálum.

Sjaldgæft að ævintýrin endi á þannig hátt

Dagmál | 7. maí 2023

„Auðvitað þarf maður að vera heppinn í íþróttum og við höfum lent í því núna, tvö ár í röð, að við vorum að mæta leikmönnum sem voru kröftugri og ferskari en við,“ sagði Njarðvíkingurinn og fyrrverandi körfuknattleiksmaðurinn Logi Gunnarsson í Dagmálum.

„Auðvitað þarf maður að vera heppinn í íþróttum og við höfum lent í því núna, tvö ár í röð, að við vorum að mæta leikmönnum sem voru kröftugri og ferskari en við,“ sagði Njarðvíkingurinn og fyrrverandi körfuknattleiksmaðurinn Logi Gunnarsson í Dagmálum.

Logi, sem er 41 árs gamall, lagði skóna á hilluna á dögunum eftir að lið hans Njarðvík féll úr leik í undanúrslitum Íslandsmótsins eftir tap gegn Tindastóli, annað árið í röð.

„Ég passaði mig á því að njóta augnabliksins, verandi í úrslitakeppninni fyrir framan fullt hús, á 42. aldursári,“ sagði Logi.

„Auðvitað var draumurinn að enda þetta á að lyfta Íslandsmeistaratitlinum en það gerist mjög sjaldan að íþróttaævintýrin endi þannig hjá leikmönnum.

Ég vildi ekki vera með einhverja þráhyggju um að þurfa að vinna titilinn og eftirsjáin er engin,“ sagði Logi meðal annars.

Viðtalið við Loga í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

mbl.is