Þurfti svæfingu til þess að komast aftur í axlarlið

Dagmál | 9. maí 2023

Þurfti svæfingu til þess að komast aftur í axlarlið

„Þetta er eina skiptið sem ég lendi í alvarlegum meiðslum á ferlinum,“ sagði Njarðvíkingurinn og fyrrverandi körfuknattleiksmaðurinn Logi Gunnarsson í Dagmálum.

Þurfti svæfingu til þess að komast aftur í axlarlið

Dagmál | 9. maí 2023

„Þetta er eina skiptið sem ég lendi í alvarlegum meiðslum á ferlinum,“ sagði Njarðvíkingurinn og fyrrverandi körfuknattleiksmaðurinn Logi Gunnarsson í Dagmálum.

„Þetta er eina skiptið sem ég lendi í alvarlegum meiðslum á ferlinum,“ sagði Njarðvíkingurinn og fyrrverandi körfuknattleiksmaðurinn Logi Gunnarsson í Dagmálum.

Logi, sem er 41 árs gamall, lék með Giessen 46ers í efstu deild Þýskalands frá 2003 til ársins 2005 en hann lenti í slæmum axlarmeiðslum þegar hann var samningsbundinn félaginu.

„Ég fæ slink á öxlina á æfingu og fer í skoðun og þá kemur í ljós að ég hafði farið úr lið,“ sagði Logi.

„Svo mæti ég aftur og þá fer ég aftur úr lið í leik með liðinu. Ég fer og styrki allt í kringum öxlina auðvitað og ég er það manískur að ég geri þetta fimm sinnum á dag til að reyna koma í veg fyrir að þetta gerist aftur.

Fljótlega eftir að ég sný aftur þá er ég að teygja mig eftir boltanum og hrekk úr lið. Þetta var það slæmt að það tókst ekki að kippa mér í lið og það endaði með því að það þurfti að svæfa mig til þess að koma mér aftur í liðinn,“ sagði Logi meðal annars.

Viðtalið við Loga í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

mbl.is