Borgin aflar 3,2 milljarða króna með skuldabréfaútgáfu

Borgin aflar 3,2 milljarða króna með skuldabréfaútgáfu

Reykjavíkurborg tók tilboðum fyrir tæplega 3,2 milljarða króna í skuldabréfaútboði borgarinnar sem fram fór í gær. Alls bárust tilboð fyrir tæpa 4,6 milljarða.

Borgin aflar 3,2 milljarða króna með skuldabréfaútgáfu

Fjárhagsörðugleikar Reykjavíkurborgar | 11. maí 2023

Dagur B. Eggertsson á nýlegum blaðamannafundi vegna fjármála Reykjavíkurborgar.
Dagur B. Eggertsson á nýlegum blaðamannafundi vegna fjármála Reykjavíkurborgar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Reykjavíkurborg tók tilboðum fyrir tæplega 3,2 milljarða króna í skuldabréfaútboði borgarinnar sem fram fór í gær. Alls bárust tilboð fyrir tæpa 4,6 milljarða.

Reykjavíkurborg tók tilboðum fyrir tæplega 3,2 milljarða króna í skuldabréfaútboði borgarinnar sem fram fór í gær. Alls bárust tilboð fyrir tæpa 4,6 milljarða.

Ákveðið var að taka tilboðum fyrir tæpa 1,3 milljarða að nafnvirði í verðtryggðum flokki RVK 32 1, á ávöxtunarkröfunni 3,61%. Í verðtryggðum flokki RVKG 48 1 tók borgin tilboðum fyrir tæpa 1,9 milljarða á ávöxtunarkröfunni 3,5.

Kjörin á skuldabréflokkunum eru tæplega hálfu prósentustigi hærri en á verðtryggðum bréfum Lánasjóðs sveitarfélaga, en ávöxtunarkröfur á skuldabréfaflokka lánasjóðsins eru á bilinu 3,04-3,22%. Þá er ávöxtunarkrafa á verðtryggða skuldabréfaflokka ríkisins á bilinu 1,8-1,9%.

Í fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið var áformað að taka lán fyrir allt að 21 milljarð króna að markaðsvirði. Til stóð að fara í sex skuldabréfaútgáfur á fyrri hluta ársins, en borgin hætti sem kunnugt er við útgáfu í mars og apríl. Borgin hefur nú aflað sér 7,2 milljarða með skuldabréfaútgáfu auk þess sem dregið hefur verið á lánalínu hjá Íslandsbanka, um alls þrjá milljarða króna.

mbl.is